bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ryðvörn - is it worth it?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=7529
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Wed 22. Sep 2004 21:52 ]
Post subject:  Ryðvörn - is it worth it?

Ég hef tekið eftir því að margir nýjir bílar eru ekki seldir með ryðvörn.

Þetta einfaldlega skil ég ekki !!

Tók þá ákvörðun að láta ryðverja bimman og miðað við vinnuna sem fór
í þetta þá fannst mér það vel þess virði. (Þó svo að ég ætli lítið sem ekkert
að nota hann í vetur :? )

Einhvern veginn finnst mér mikil afturför í þessum málum, sérstaklega þar
sem hérna í Reykjavík er götunum drekkt í salti, er þetta ekki eitthvað
sem á eftir að koma í bakið á bílakaupendum, sem oft hafa ekki mikið vit
á meðferð bíla yfir höfuð.

Hvernig er það með ykkur, sérstaklega þið sem eru að flytja bílana inn
eruð þið að ryðverja þá.

Author:  fart [ Wed 22. Sep 2004 21:54 ]
Post subject: 

Ég var einmitt að spyrja sjálfan mig að þessu í dag....


Sennilega fer ég í ryðvörn með M5

Author:  Alpina [ Wed 22. Sep 2004 22:11 ]
Post subject: 

,,,,,,,Fart,,,,,, ekki spurning

ps.. færð NÝJU-lyktina aftur í bílinn :wink: :arrow:

Author:  ta [ Wed 22. Sep 2004 23:01 ]
Post subject: 

http://www.leoemm.com/rydvorn.htm

Author:  Alpina [ Wed 22. Sep 2004 23:05 ]
Post subject: 

HHmmmmmmmm Leó M Jónsson er maður að mínu skapi..

segir hlutina =D> =D> :arrow: :arrow: BARA í lagi

Author:  Dr. E31 [ Wed 22. Sep 2004 23:34 ]
Post subject: 

Leo er kúl. 8)

Author:  Benzari [ Wed 22. Sep 2004 23:48 ]
Post subject: 

Ekki spurning, jukkið undir bílinn :!:

Author:  force` [ Thu 23. Sep 2004 02:56 ]
Post subject: 

Ekki vafamál,
ryðverja asap,
munurinn á mínum bíl og þeim stolna er
ferlega mikill,
þessi stolni hefur verið á íslandi síðan 2000,
ekki ryðvarinn, 2 árum yngri en daglegi bíllinn,
hann er ferlega ílla farin, öll horn osfrv ryðguð,
hjólaskálar ílla farnar, gólfið ílla farið.

bíllinn minn ... kom í fyrra, 2 árum eldri en hinn...
rétt svo 2 ryðblettir.

ég ætla að vera ótrúlega dugleg að þvo undirvagninn ef
ég keyri hann eitthvað í vetur. Þetta er hræðilegt hvernig þeim
dettur í hug að salta svona.

vinkona mín frá colorado í usa segir þá þar úti nota einhverskonar
klórformúlu sem hefur engin áhrif á bílalakk og hafi hreinlega engin
áhrif á bíla what so ever, þetta sé spreyjað á göturnar áður en spáð er frosti og haldið við reglulega meðan frosið er, og gerir það að verkum að
ekkert getur frosið, og hafa þeir víst notað þetta í lengri lengri tíma,
og er náttúruvænt uppað vissu marki, eyðist bara í næstu rigningu,
er auðvitað ekkert HOLLT ef þið vitið hvað ég meina,
en hver fer að sleikja áhöld eftir að blanda bílalakk, ég bara spyr...
álíka gáfulegt, veit heldur ekki um neinn sem langar að smakka snjó
uppvið umferðargötur :roll:

en mér finnst að íslenska ríkið megi fara að finna sér einhverjar
aðrar leiðir en að salta, það að salta er helvíti dýrt, svona klórdæmi
er ekki nærri eins dýrt, enda væru bandaríkjamenn fyrstir til að spara
ef það væri ódýrara að nota saltið.
Hinsvegar er þessi klórblanda mun skárri á alla vegu. Ótrúlegt en
satt.

EN uppá velli, þá sanda þeir ..........
kræst hvað ég varð ÓTRÚLEGA pissed og reið þegar ég fór þarna uppá
völl og það eina sem ég sá og heyrði var að bíllinn minn var hreinlega
sandblásinn af umferðinni og sá strax á rúðunni, vá ég hélt ég myndi
sprengja lifrina úr reiði. En svona vitlausir eru þeir,
ættuð að sjá frammrúðuna á grand-amnum vinkonu minnar eftir
1 1/2 árs dvöl uppi á velli. Það sést EKKKERT útum rúðuna í 5pm sólinni
uppi á velli. Morgunsól gleymdu því, sést út á meðan sólin er ekki beint
bílinn.
Ps. já vinkona mín er slow að vera ekki búin að skipta um frammrúðu,
hún var hreinlega að komast að því um daginn að hún er með
frammrúðutryggingu eins og hver annar meðaljón á íslandi, og fer
að fara í það.

Author:  bjahja [ Thu 23. Sep 2004 02:59 ]
Post subject: 

Hvað kostar svona pakki ef ég mætti spyrja? Er miklið að spá í þessu

Author:  Thrullerinn [ Thu 23. Sep 2004 08:52 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Hvað kostar svona pakki ef ég mætti spyrja? Er miklið að spá í þessu


Þetta er undir 20 þús kalli... undirvagn og inn í hurðum.

(síðan eru líklega flestir mjög móttækilegir ef þú vilt ekki nótu... 8) )

Author:  Thrullerinn [ Thu 23. Sep 2004 08:55 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
HHmmmmmmmm Leó M Jónsson er maður að mínu skapi..

segir hlutina =D> =D> :arrow: :arrow: BARA í lagi


Leo...
"Ein skýringin er, að mínum dómi, samsæri á milli bílaumboða og
ryðvarnarfyrirtækja um að nýta þessa óþörfu þjónustu sem tekjulind.
.... tilgangurinn er sá að hafa fé af almenningi með blekkingum en
ekki að lengja endingartíma bíls."

Meira ruglið..

Author:  Svezel [ Thu 23. Sep 2004 09:17 ]
Post subject: 

Það er eitt sem ég er ósammála Leo með en það er með hljóðeinangrunina og ryðvörn. Þótt að kvoðan sem sett er í hjólaskálarnar sé kannski ekki að gera gagn þá gerir tjörupappinn í hurðarspjöldunum það óneitanlega.

Eitt besta dæmi þess er Imreza Turbo sem félagi minn átti á sínum tíma, hann lét setja vel af tjörupappa inn í hurðarspjöldin hjá sér og það sýndi sig að sá bíll var mikið betur hljóðeinangraður en aðrar pressur sem ég hef setið í.

Author:  fart [ Thu 23. Sep 2004 09:23 ]
Post subject: 

það er ekki alltaf settur tjörupappi, það er optional og kostar meira.

Author:  jonthor [ Thu 23. Sep 2004 09:25 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Alpina wrote:
HHmmmmmmmm Leó M Jónsson er maður að mínu skapi..

segir hlutina =D> =D> :arrow: :arrow: BARA í lagi


Leo...
"Ein skýringin er, að mínum dómi, samsæri á milli bílaumboða og
ryðvarnarfyrirtækja um að nýta þessa óþörfu þjónustu sem tekjulind.
.... tilgangurinn er sá að hafa fé af almenningi með blekkingum en
ekki að lengja endingartíma bíls."

Meira ruglið..


Ég er samt sammála honum með ryðvörnina, þetta á ekki lengur við um nýja bíla í dag. Hér er skýrsla unnin 2004 um söltun á vegum í bandaríkjunum og nei það er ekki rétt að klór eða magnesíum sé ódýrara, það er dýrara eins og kemur einmitt fram í skýrslunni.

Bílar framleiddi/hannaðir eftir 1990 græða lítið/ekkert á þessari íslensku ryðvörn. Bíllinn hennar Force er t.d. hannaður talsvert fyrir 1990 og því eðlilegt að sá sem er ryðvarinn ryðgi minna.

Saltið er ekki að skemma "nýlegu" bílana! Af hverju haldiði að bílaframleiðendur þori að setja 12 ára ábyrgð og unlimited mileaga á ryðvörnina á nýjum bílum? Það er engin sér ábyrgð á stöðum þar sem er saltað!

Ég sé allavega ekki tilgang í að ryðverja minn. Skola undirvagninn reglulega og læt það nægja.

http://www.saltinstitute.org/publicatio ... nglish.pdf

Author:  Thrullerinn [ Thu 23. Sep 2004 09:41 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Það er eitt sem ég er ósammála Leo með en það er með hljóðeinangrunina og ryðvörn. Þótt að kvoðan sem sett er í hjólaskálarnar sé kannski ekki að gera gagn þá gerir tjörupappinn í hurðarspjöldunum það óneitanlega.

Eitt besta dæmi þess er Imreza Turbo sem félagi minn átti á sínum tíma, hann lét setja vel af tjörupappa inn í hurðarspjöldin hjá sér og það sýndi sig að sá bíll var mikið betur hljóðeinangraður en aðrar pressur sem ég hef setið í.


Ég lét ryðverja Z3 bílinn minn á sínum tíma, ég fann mikinn mun á
veghljóðum, satt að segja mjög mikinn mun.

En ég er efins hvað varðar prófanir og skýrslur frá Bandaríkunum, einhvern veginn tel ég að við búum við töluvert blautari og saltari
vetraraðstæður hérna á fróninu.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/