bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 06:44

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 19. Sep 2004 20:17 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. Jul 2004 20:02
Posts: 68
Location: Rock City
Eftir að hafa lengi langað lét ég verða af því í morgun að fara til Auto-Salon-Singen sem er rétt hjá Bodensee í Þýskalandi og er einhver almagnaðasta bílasala í Evrópu og þó víðar væri leitað! Ég held að það sé vandfundin sú sala sem hefur jafn marga fágæta bíla á jafn fáum fermetrum og alla vega er hún sú eina sem er með bátinn úr Miami Vice til sölu =D>

Pílagrímaferðin þangað var partur af smá helgarferð sem farin var á nýjum BMW 525i Touring sem var að ég held með öllum aukahlutum nema loftkældum sætum. Við skötuhjúin fengum hann hjá Sixt bílaleigunni á föstudaginn og erum að fara að skila honum í fyrramálið sem verður mikill söknuður enda helv.. skemmtilegur bíll. Annars er hann og ástar/haturs sambandið við iDrive örugglega efni í heila reynsluakstursgrein. Það gafst allavega færi á að reyna hann í IKEA ferð, föstudagstroðningi í München, hraðbrautarakstri til Porsche í Stuttgart og á sveitavegum í gegnum Svartaskóg. Allt í allt nokkuð skemmtilegur en dýr "executive express" bíll enda eflaust kominn nokkuð norður fyrir 50.000 Evrur.

Annars vildi ég nú bara vekja athygli þeirra sem eiga leið hjá eða eru í nágrenninu að kíkja þarna inn í Auto-Salon-Singen því meðal bíla sem voru inni í sal hjá þeim voru Porsche GT1, Jaguar XJ220, Ferrari F50 (val um rauðan eða silfraðan), Maybach og fleiri og fleiri auk fágætra fornbíla (t.d. Bugatti þrjátíuogeitthvað, gamlir Aston Martin o.fl.). Fyrir utan stóðu svo Porsche í röðum (þ.á.m. einn 959) ásamt Bentley, Ferrari, MB, Lamborghini LM002 og fleirum. Það sorglega var hins vegar að þetta var á sunnudagsmorgni og allt var lokað og læst ](*,). (er ennþá með rimlaför í andlitinu eftir að hafa starað í gegnum grindverkið). Gat reyndar mildað sársaukann aðeins með því að fara í Gohm og skoða m.a. Ferrari Enzo sem þó er orðinn frekar hversdagslegur eins og þeir bílar virðast verða sem rata upp á strendur Íslands.

Vonandi verður opið hjá þeim næst og þá nást kannski birtingarhæfar myndir af gripunum.

Og til að enda þetta röfl þá er hérna einn MB CLK GTR sem hægt er að fá hjá þeim á rekstrarleigu fyrir 195.000 Evrur út og síðan 11.600 Evrur á mánuði í 36 mánuði:

http://bilder.mobile.de/images/autos/512571/11111111127148863-20031015105630.bild


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 21. Sep 2004 20:02 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Umræddur Mercedes er búinn að vera til sölu undanfarið. Það er búið að auglýsa hann reglulega í Auto, Motor und Sport á aðeins 1.078.000 EUR. Ég er ekki alveg að skilja þessi 78 þús.! Það getur einhver áhugasamur reiknað út hvað hann kostar hingað kominn. :wink:

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group