bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

sjálfskipting, vandræði, off topic (chervolet)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=7298
Page 1 of 1

Author:  ta [ Fri 03. Sep 2004 23:10 ]
Post subject:  sjálfskipting, vandræði, off topic (chervolet)

pabbi er með chervolet luminu.
sjáfskipta.
vandamálið lýsir sér svona;
þegar bíllinn er kaldur er allt ok.
en eftir ca. 20 mín, hættir hann að skipta.
og ef stoppað er drepur skiptingin á vélinni.
þ.e. eftir að skiptingin er orðin heit hættir hún að skipta.
hægt að skipta handvirkt, en þegar stoppað er , drepur hann á sér.
hann reiknar með að skiptingin sé ónýt, og þar með
bíllinn, því það borgar sig ekki að gera við þetta.

en ef einhver kannast við svona , og þá kannski
einhverja lausn . þá, tell me.

muchos gracias amigos,
torfi

Author:  sindrib [ Sun 05. Sep 2004 02:20 ]
Post subject: 

hmmmm :-k
ég held að skiptingin sé biluð

Author:  oskard [ Sun 05. Sep 2004 08:57 ]
Post subject: 

sindrib wrote:
hmmmm :-k
ég held að skiptingin sé biluð


DUH!

Author:  Binni Bílasali [ Sun 05. Sep 2004 18:20 ]
Post subject: 

Þessi skipting er steikt og borga sig ekki að gera við sem slíka,hlýtur að vera til fullt af svona hræjum á partasölum !

Author:  Tommi Camaro [ Sun 05. Sep 2004 20:53 ]
Post subject:  Re: sjálfskipting, vandræði, off topic (chervolet)

ta wrote:
pabbi er með chervolet luminu.
sjáfskipta.
vandamálið lýsir sér svona;
þegar bíllinn er kaldur er allt ok.
en eftir ca. 20 mín, hættir hann að skipta.
og ef stoppað er drepur skiptingin á vélinni.
þ.e. eftir að skiptingin er orðin heit hættir hún að skipta.
hægt að skipta handvirkt, en þegar stoppað er , drepur hann á sér.
hann reiknar með að skiptingin sé ónýt, og þar með
bíllinn, því það borgar sig ekki að gera við þetta.

en ef einhver kannast við svona , og þá kannski
einhverja lausn . þá, tell me.

muchos gracias amigos,


stór efa að skiftinginn sé ónýt. farðu með bíllinn til hans skifti pétur hann vinnur hjá fyrirtæki á smiðjuvegi sem heitir skifting ehf.
torfi

Author:  Stebbtronic [ Mon 06. Sep 2004 13:39 ]
Post subject: 

Það eiga að koma kælipípur f. sjálfskiptivökva frá skiptingunni og upp í vatnskassann hjá þér ca. fyrir miðju. Þetta lýsir sér eins og stífla eða kramið rör eða eitthvað svoleiðis sé að bögga þig. Er þetta ekki annars standard 350 chevy?? Það sem er að ske hjá þér er að sjálfskiptivökvinn fær enga kælingu og verður of heitur og þar af leiðandi of þunnur til að skiptingin náí að skipta.

Author:  -Siggi- [ Mon 06. Sep 2004 23:06 ]
Post subject: 

Ég veit nákvæmlega hvað er að.

Þessi skipting er með converter sem getur læst sér þegar hún er komin í 3 og 4 gír.
Það er kallað lock-up.

Converterinn er bilaður, þ.e.a.s. lockupið festist á.

Til að geta notað bílinn til bráðabirgða þarf að aftengja lockupið.
það er bara eitt rafmagnstengi.
það fer eftir því hvað þetta er gamall bíll hvar tengið er.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/