http://www.blyfotur.is
Velkomin á nýtt, óháð vefrit um bíla. Blýfótur er samvinna þriggja bílaáhugamanna, með það að leiðarljósi að færa lesendum fjölbreyttar greinar og fréttir af flestu sem tengist bílum.
Fréttir - er að finna á forsíðunni. Þar er allt styttra efni sem tengist líðandi stund, þar á meðal ritstjórnarpistlar, aðrar hugrenningar Blýfætlinga og skoðanir þeirra á efni fréttanna. Eldri fréttir má nálgast á forsíðunni undir titlinum/hausnum? Fréttasafnið.
Greinar - geta fjallað um allt mögulegt, svo lengi sem það tengist bílum á einhvern hátt. Greinarnar eru almennt lengri og ýtarlegri en aðrir pistlar á Blýfæti. Reynsluakstursgreinar tilheyra þessum flokki.
Smáatriðið - er safn smágreina sem eiga það sameiginlegt að hafa mjög þröngt efnisval, eins og til dæmis umfjöllun um ákveðna gerð af felgu.
Spjall - vísar lesendum yfir í klúbbhús Blýfótar. Á spjallborðinu okkar er hægt að ræða um bíla, Blýfót og allt annað sem gestum dettur í hug.
http://www.blyfotur.is