Jæja fyrst að Krafturinn er kominn á fljúgandi ferð þá ætla ég að skutla inn einum þræði.
Eins og svo oft þegar ég fer af stað í project þá fer ég alla leið og svo aðeins lengra.
Nú tengist það S62 upptektinni. Fékk mér smá sandblásturskassa sem ég nota til að shæna hluti til, er að nota fínan glersalla sem er að gefa helvíti flotta áferð.




Bracketið sem heldur rafmagninu orðið frekar sjúskað:

Eftir blástur og shæn:

En svo kom að því að það voru allskonar boltar og bracket sem looka sjúskuð og eru með rafgalvaniseruðu looki, þetta gula.
Líka slatti af svona hlutum sem ég þarf að græja á E30.
Þannig að...... ég fór í það að koma mér upp aðstöðu til að rafgalvanizera (zink-plating).
Búið að vera ágætis bras að koma þessu hingað heim og versla allt sem vantar í þetta:

Hér er video sem sýnir hvernig svona setup virkar:
https://www.youtube.com/watch?v=VNhVuQukyDsLeyfi ykkur svo að fylgjast með hér þegar fyrstu hlutirnir klárast og mótorinn raðast asaman:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...