bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Family wagon project
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=69384
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Tue 10. Nov 2015 18:05 ]
Post subject:  Family wagon project

ég geri nú ekki ráð fyrir því að þetta heilli marga hérna, en þurfum við ekki allir að hjálpast til við að halda kraftinum á lífi :thup:

er búinn að vera dunda í einum garm síðustu misseri, ég hef nú átt nokkra svona bíla í gegnum tíðina, flesta meðan þeir voru mun yngri og fínni en þeir eru taldir í dag, en mundi vel að þessir bílar meiga eiga það að það er alveg sérlega gott að keyra þessa bíla, fara gríðarlega vel með mann,
og þrátt fyrir að þeir hafi verið dáldið þjakaðir af vandamálum í byrjun, og kom upp ryðvandamál með þá, þá er það nú samt þannig að flestir þessir bílar eru ennþá til, og margir hverjir orðnir eknir alveg gríðarlega mikið,
þessir bílar hafa samt reynst mér afar vel,

ég tók annan svona bíl upp í fyrr á árinu, 97 230 bíl, orðinn mikið keyrðann og svona í lúnara lagi, en það breytti því ekki að það var alveg sérlega gott að keyra hann, frúinn tók alveg þvílíka ást fóstrinu við honum,

ég ákvað þá að reyna finna annan sem væri betur til þess fallinn að taka í gegn og búa til fínan bíl handa henni

datt niður á þennan, þetta er E320 4matic, 7 manna wagon, 2 eigendur frá upphafi, allar þjónustubækur og ekinn aðeins 150þús, sem er orðið ansi fáheyrt með þessa.
bíllinn er alveg stapp loadaður, leður, rafmagn og minni í sætum stýrissúlu, sjúkrasæti, bose hljómkerfi með magasíni, digital miðst, xenon, hiti í öllu, sls fjöðrun,glerlúga sími og margt flr

bíllinn var búinn að vera stopp einhverja mánuði vegna þess sem var áætlað að væri dauður sviss, þessir bílar eru komnir með sama plastkubba lykilinn og nýju bílarnir og þ.a.l er 300þús kr+ dæmi að skipta um sviss í þeim,
bíllinn stóð inni í portinu við lögreglustöðina á hverfisgötu, og var í raun alveg pikkfastur þar, þar sem það var ekki hægt að taka hann úr park v/ svissins, og bíllinn 4wd

þetta sviss dæmi endaði á að verða algjör framhaldsaga, þar sem askja brilleraði alveg eða þannig.. sem endaði með að bíllinn stóð kyrr í lengri tíma í viðbót og var svo ranglega greindur í ofanálag,

þegar bíllinn var svo loksins kominn í gang var hægt að fara prufa hann og skoða betur,

helsti kostur þessa bíls er hversu lítið slitinn hann er, undirvagn, innrétting og flr er alveg fáránlega þétt. og bíllinn alveg öfga góður í akstri,
þessir bílar maukryðga eins og þekkt er, þessi hefur aldrei verið claimaður, en er sáralítið ryðgaður, nokkra bólur á honum hér og þar, en eina ryðið sem er eitthvað er undir geyminum en þar er komið smá gat,

ég byrjaði á að þrífa hann upp bara, hann var orðinn mattur allur og hálf mosavaxinn, massaði hann og tók af honum gluggalista og flr og massaði, massaði ljósin á honum, og ætla mér að slípa þau upp og glæra,

keypti sumar og vetrardekk undir hann, og setti hann á felgur undan avantgard bíl

þarf að skipta um crankshaft sensor og yaw rate sensor, búinn að fá þann fyrrnefnda, hinn kemur á næstu dögum,

fékk nýjan oem lykil, nýjan geymir, búinn að fá í hann í nýja rúðuupphalara að aftan sem ég á eftir að henda í,

er að sanka að mér í framendan á honum, það er kominn tími á aðra hjólaleguna og framdempararnir eru svona á seinni partinum, keypti legur báðu meginn í hann bara, dempararnir koma vonandi fyrir jól.

fékk nýja stjörnu frama á hann, og búinn að fá listana í framstuðarann á honum, það er skella á þeim sem er á honum núna, us lúkkið fer af honum í leiðini.

stefni á að láta mála báðar hliðarnar á honum og hlerann, og klára skipta þessu dóti sem ég er búinn að telja út upp, þá verður bíllinn eins og nýr, hann er í fullri notkun og annað project í skúrnum, og ég auk þess í skóla, þannig að þetta er bara svona on the side,

en þetta er þrátt fyrir að vera orðið gamalt, einhver ljúfasti fjölskyldubíll sem ég hef prufað, skottið í þessu er á stærð við skott í patrol e-h álíka, hann er alveg fáránlega steddý í hálku og leiðinlegu færi, og fer afar vel með mann,

þarna fann ég hann... í fangelsi
Image
Image

eftir eina helgi af massa, bóni og allskonar dútli, ásamt nýjum dekkjum og reyndar gömlum felgum þá var þetta nú orðið aðeins skárra,
Image

Image

ný dekk! þessir tveir ganga kostuðu meira en bíllinn.. :bawl:
Image

stjarnan kominn á sinn stað
Image

dýrasti lykill sem ég hef keypt so far
Image

Author:  saemi [ Tue 10. Nov 2015 18:48 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Fínt að fá góða grein inn um gæðabíl. Þó svo að hann sé með stjörnu á húddinu :wink:

Author:  íbbi_ [ Tue 10. Nov 2015 19:40 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

takk fyrir það :)

Author:  gunnar [ Wed 11. Nov 2015 09:21 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Virðist vera snyrtilegur bíll.

Einmitt eins og þú nefndir þá fóru þessir bílar margir hverjir afar illa af ryði.

Heyrði einhvers staðar fleygt fram að fyrstu árgerðir af þessum bílum, sama og Sprinter og fleiri Benzar hefðu verið framleiddir í ódýru austantjaldsstáli sem einfaldlega hefði ekki sömu gæði og það sem áður hafði verið notað. Veit ekki hvað er til í því.

Author:  JOGA [ Wed 11. Nov 2015 10:42 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Mjög eigulegur þessi. Væri til í að prófa svona hérna fyrir vestan.
Skemmtilegur þráður :thup:

Author:  íbbi_ [ Wed 11. Nov 2015 18:22 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

fyrir einhverjum 10 árum eða svo átti ég annan svona, sedan sá bíll var orðinn ryðskemmdur á nokkrum stöðum, hann var tekinn í frumeyndir og skipt um hvern einasta boddýpart í ábyrgð.

ég vann einmitt í ræsir á þeim tíma og eftir því sem ég komst næst var þetta endurunnið stál sem þeir byrjuðu að nota, ásamt fleyrum reyndar, mér hefur fundist margir bílar af þessum árgerðum haugryðga alveg, sérstaklega evrópskir bílar, en benz tilfinnanlega meira en aðrir.

ég get ekki sagt að þessi bíll sé mikið ryðgaður m.v aldur, það er bara undir geyminum á honum, og það virðist nú mest vera vegna þess að hann var farinn að leka geymasýru,



já hann var nokkuð snyrtilegur, þetta var svona fjölskyldubíll, ekkert búið að taka á honum, og allt viðhald í umboðinu, en kannski ekki bónaður og dúllað við hann eins og hjá einhverjum áhugamanni.

já mig hlakkar til að prufa hann í snjó og vetrarfærð, mér hefur skilist á fólki að þetta sé óvenju steddý og duglegt,

Author:  Alpina [ Wed 11. Nov 2015 19:21 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

MASSA flott 8)

Author:  íbbi_ [ Thu 12. Nov 2015 01:25 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

takk fyrir það. w210 er kannski ekki mjög kúl bíll, en vel hirtur og útlýtandi svona bíll er samt virðulegur,

henti crankshaft sensornum í, það var orðið dáldið pirrandi að vita aldrei hvort bíllinn tæki upp á því að drepa skyndilega á sér óháð því hversu hentugum eða óhentugum aðstæðum maður var staddur í akkurat á meðan.

þá er það bara að halda áfram með listann

Image

Author:  Angelic0- [ Fri 13. Nov 2015 06:11 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Not a fan, en virðist hentugur fjölskyldu-cruiser...

Flutti inn A-Class um daginn, hræðilegasti bíll ever.. ótrúlegt að MB hafi samþykkt að setja þetta á markað...

Innan við 5000km seinna er eitthvað bank og klúnk í mótor... voða frábært... ég lofaði sjálfum mér að svíkja aldrei lit eftir þennan 600 hlunk síðast...

Ég fæ alltaf eitthvað þungt í hausinn þegar að ég kaupi MB...

Author:  íbbi_ [ Fri 13. Nov 2015 12:59 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

þetta þýska dót bilar allt jafn mikið. en við kaupum þetta samt

Author:  bjahja [ Fri 13. Nov 2015 15:13 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Hann litur mjög vel ut eftir að þu tókst lakkið í gegn. En hvernig virkar 7 sæta dæmið, eru tvö barnasæti i skottinu, er þetta praktískt ?

Author:  Benzari [ Fri 13. Nov 2015 19:30 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Vel gert að leyfa þessu að vera á götunni í nokkur ár í viðbót.

Ekki að það skipti máli en hvað er Caddinn mikið lengri en þessi rúmlega 4,8m Benz? :o

Author:  íbbi_ [ Sat 14. Nov 2015 04:04 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

lakkið er fjarska fallegt :) bílstjórahliðin á honum er fín, farþega hliðinn verri, stefni á að mála báða hliðar,

sætin falla ofan í gólfið og maður kippir þeim upp með einu handtaki, og snúa öfugt m.v hin, maður smellir svo fótunum ofan í þar sem sætin voru, krakkar hafa það fínt þarna, 3ja punkta belti og glasahaldarar og voða gaman að hoorfa út um afturrúðuna, en þetta er held ég meira hugsað fyrir eitthvað tilfallandi,

cadinn er 5.7, þannig að þetta er tæpur meter :) svona w210 er pínulítill hliðina á þessu

Image

Author:  íbbi_ [ Sat 14. Nov 2015 04:14 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

fann mynd sem ég tók innan úr honum þegar ég skoðaði hann á sínum tíma.
w210 er mjög íhaldsamur allur m.v t.d E39, en að fengini reynslu þá er þetta einhver þægilegasta innrétting að nota og "vera í" sem ég veit um, hafandi átt 5 svona bíla síðustu 10 árin. takkaborðin upp við miðjustokkin er sjúkrasæta pakkinn, loftpúðar í sætunum sem er hægt að blása upp á alla mögulega kanta,

Image

Author:  Alpina [ Sat 14. Nov 2015 07:46 ]
Post subject:  Re: Family wagon project

Orthopedic sæti eru búinn að vera i Mercedes töluvert lengi ,, og alveg magnað að BMW skildi ekki hafa tileinkað sér þetta

frábært að geta stillt þau á alla mögulega vísu

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/