bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kaupa bíl frá Hamborg
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=68807
Page 1 of 1

Author:  SteiniDJ [ Wed 27. May 2015 12:14 ]
Post subject:  Kaupa bíl frá Hamborg

Sælir,

Er þetta eitthvað sem er hægt að sýslast með sjálfur? Var að heyra frá einum sem vill fá €2000 fyrir aðstoð við að ganga frá málum þannig að þú getir keyrt með bíl beint í Norrænu og heim. Finnst það heldur dýrt.

Þið sem hafið verið að stunda þetta, hvað gerðuð þið og hvar fenguð þið upplýsingar?

Kv, Steini

Author:  JOGA [ Wed 27. May 2015 20:17 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Ég gerði þetta tvisvar sjálfur fyrir nokkuð mörgum árum.
Var mjög auðvelt en þó eru á því nokkrir gallar.

Ég keypti bíl af einstaklingi í fyrra skiptið en umboði í seinna skiptið. Þeir fóru báðir með mér á skráningarstofu eftir kaupin og við skráðum bílinn "úr landi" og fengum útflutningsnúmer. Þeim fylgir trygging sem er gild í flestum/öllum löndum Evrópu.

Gallinn er einna helst sá að ef bíll sem þú finnur á netinu er ekki eins og þú býst við þegar út er komið er erfiðara að labba í burtu.
Þetta er minna vandamál ef verið er að kaupa algenga bíla. Þá er alveg eins gott að fara bara í stóra borg og skoða marga bíla.

Ég ætla að gera þetta aftur fljótlega. Þetta var góð skemmtun í þau skipti sem ég hef gert þetta.
Keyrði í fyrra skiptið í gegn um Evrópu með konunni t.d.

:thup:

Author:  SteiniDJ [ Wed 27. May 2015 20:56 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Takk fyrir þetta JOGA. Þetta er félagi minn sem er á leið í þetta og hann mun með öllum líkindum fara í gegnum bílasölu. Er þetta virkilega ekki flóknara en þetta?

Author:  Aron M5 [ Wed 27. May 2015 22:22 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Prófaðu að heyra í Smára í Hamburg +49 170 311 0600

hann getur hjálpað þér.

Author:  JOGA [ Thu 28. May 2015 00:01 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Ekki flókið ferli en þarft að hafa nokkra hluti í huga.

Finna bíl, borga og fá afsal/reikning.
Ath. Færð vsk ekki endurgreiddan nema á vissum bílum hjá "dealerum".
Fara með seljanda á skráningarstofu.
Passa að bíllinn sé skráður á þig og
úr landi og fá útflutningsnúmer. Mikilvægt að passa vel upp á skráningarskírteinið.
Keyra með bílinn á höfnina, afhenda reikning þar. Vertu búinn að fá tilboð frá öllum og fáðu uppl um hvern þú átt að tala við áður en þú ferð. Hef ekki notað norrænu sjálfur.

Hér heima þarftu að framvísa skráningarskírteininu til að skrá, borga aðflutningsgjöld og vsk + skráningarskoðun.

Ath. Þetta er grófur listi eftir minni. Það eru 9ár síðan ég gerði þetta seinast svo þú skalt reyna að heyra frá fleirum eða lesa þig aðeins til áður en þú ferð.

Líka helling af info á netinu góða.

Author:  Raggi M5 [ Fri 29. May 2015 10:29 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Er ekki Smári maðurinn í þetta, hann er alveg 100% en auðvitað tekur smá fyrir, en eflaust vel þess virði þar sem hann þekkir þetta frá a-ö og sér um alla pappírsvinnu

Author:  sh4rk [ Fri 29. May 2015 23:40 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Smári er topp maður í þetta, hann var að græja bíl fyrir mig og syndi mikla þolinmæði þegar ég var að reyna finna rétta bílinn

Author:  Wolf [ Sat 30. May 2015 00:31 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Skiptir litlu hvar bílinn er staðsettur í þýskalandi þegar t.d Smári er að græja þetta ?

Author:  Aron M5 [ Sat 30. May 2015 16:48 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

Wolf wrote:
Skiptir litlu hvar bílinn er staðsettur í þýskalandi þegar t.d Smári er að græja þetta ?


Já, hann keyrði 700 km bara til þess að skoða bíl fyrir mig, svo fór hann aftur til þess að ná í hann og koma honum í skip.

Author:  SteiniDJ [ Mon 01. Jun 2015 10:26 ]
Post subject:  Re: Kaupa bíl frá Hamborg

JOGA wrote:
Ekki flókið ferli en þarft að hafa nokkra hluti í huga.

Finna bíl, borga og fá afsal/reikning.
Ath. Færð vsk ekki endurgreiddan nema á vissum bílum hjá "dealerum".
Fara með seljanda á skráningarstofu.
Passa að bíllinn sé skráður á þig og
úr landi og fá útflutningsnúmer. Mikilvægt að passa vel upp á skráningarskírteinið.
Keyra með bílinn á höfnina, afhenda reikning þar. Vertu búinn að fá tilboð frá öllum og fáðu uppl um hvern þú átt að tala við áður en þú ferð. Hef ekki notað norrænu sjálfur.

Hér heima þarftu að framvísa skráningarskírteininu til að skrá, borga aðflutningsgjöld og vsk + skráningarskoðun.

Ath. Þetta er grófur listi eftir minni. Það eru 9ár síðan ég gerði þetta seinast svo þú skalt reyna að heyra frá fleirum eða lesa þig aðeins til áður en þú ferð.

Líka helling af info á netinu góða.


Flottur listi, takk!

En varðandi Smára, þá kostaði þetta €2000 hjá honum. Ég er alveg til í að stúdera þetta betur til að geta gert þetta sjálfur, ef mögulegt er.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/