Ég gerði þetta tvisvar sjálfur fyrir nokkuð mörgum árum.
Var mjög auðvelt en þó eru á því nokkrir gallar.
Ég keypti bíl af einstaklingi í fyrra skiptið en umboði í seinna skiptið. Þeir fóru báðir með mér á skráningarstofu eftir kaupin og við skráðum bílinn "úr landi" og fengum útflutningsnúmer. Þeim fylgir trygging sem er gild í flestum/öllum löndum Evrópu.
Gallinn er einna helst sá að ef bíll sem þú finnur á netinu er ekki eins og þú býst við þegar út er komið er erfiðara að labba í burtu.
Þetta er minna vandamál ef verið er að kaupa algenga bíla. Þá er alveg eins gott að fara bara í stóra borg og skoða marga bíla.
Ég ætla að gera þetta aftur fljótlega. Þetta var góð skemmtun í þau skipti sem ég hef gert þetta.
Keyrði í fyrra skiptið í gegn um Evrópu með konunni t.d.
