bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

*Umsögn* Armour All Wheel Protectant
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=68701
Page 1 of 2

Author:  Kristjan PGT [ Sun 03. May 2015 20:32 ]
Post subject:  *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Daginn,

Ég var orðinn mjög þreyttur á hversu hratt felgurnar urðu sótaðar hjá mér svo ég google-aði smá og datt inn á þetta efni.

Image

Ég keypti þetta í Bílanaust fyrir um 1.500 kr. og lét til skara skríða. Skv. leiðbeiningum skal sprauta þessu á felgurnar og leyfa þessu að þorna í að lágmarki klukkutíma við +18°C. Fyrir bestu virkni skal efnið látið þorna yfir nótt.

Framkvæmd:
Felgurnar voru ekki undir bílnum þegar ég spreyjaði þessu á svo þetta var nokkuð þægilegt í vinnslu. Ég sprautaði felgurnar ökumannsmegin en sleppti þeim farþegamegin til að sjá hver munurinn yrði.
Hér eru myndir af framfelgunum fyrir:

Sprautuð með Armour All Wheel Protectant:
Image

Ómeðhöndluð:
Image

Samanburður:

Eftir um 200 km af innanbæjarakstri með nokkrum öflugum bremsunum má sjá muninn. Það verður ekki annað sagt en að ég sé sannfærður. Munurinn er eiginlega bara fáránlegur.

Sprautuð með Armour All Wheel Protectant:
Image

Ómeðhöndluð:
Image

Niðurstaða:
Eins og sjá má af myndunum stendur efnið fyllilega undir væntingum. Svo gott sem ekki arða af bremsusóti á meðhöndluðu felgunni.
Það að spreyja efninu á getur verið eilítið vandasamt þar sem efnið er að sjálfsögðu glært og því þarf að vanda til verksins svo maður hylji alla hluti felgunnar. Annars safnast bremsusótið á ómeðhöndlaða staði á felgunni og verða þeir þá kolsvartir.
Eins sýnist mér að efnið fari nokkuð auðveldlega af. Þ.e. ef maður strýkur af felgunni þá safnast sótið á þá staði. Hér má þó vera að efnið festist betur á ef það fær að þorna inni við rétt hitastig yfir nótt.

Ég get allavega mælt með þessu efni. Bara vanda sig við að setja þetta á og þá þrælvirkar það.
(Svona þangað til að maður kaupir sér ceramic klossa)

Author:  Benzari [ Sun 03. May 2015 21:28 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Image

Author:  halli7 [ Sun 03. May 2015 22:07 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Þessar Armor All vörur virðast vera nokkuð góðar.
Hef verið að nota Armor All Shield bónið í vetur, það hrindir alveg fáranlega frá sér og endist ótrúlega vel.

Image

Author:  burger [ Sun 03. May 2015 23:31 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

kannski maður prófi þetta, er með póleraðar felgur þannig sótið er hundleiðinlegt

Author:  Orri Þorkell [ Mon 04. May 2015 10:04 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Hef notað þetta líka með sömu niðurstöðum og þú færð :) Þótt þær verði skítugar þá nærðu samt öllu af með háþrýstidælu. Þarft ekki alltaf að vera skrúbba felgurnar eða tjöruhreinsa þær.

Author:  Logi [ Tue 05. May 2015 18:27 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Þetta lúkkar vel!

Hvernig ætli þetta verði með tímanum - vonandi ekki eins og Mótorplast frá Sonax :?

Author:  gardara [ Wed 06. May 2015 18:44 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

burger wrote:
kannski maður prófi þetta, er með póleraðar felgur þannig sótið er hundleiðinlegt


Væri gaman að vita hvernig þetta fer með póleringunni... ég þori ekki að úða hvaða efni sem er á póleraðar felgur

Author:  thisman [ Sat 09. May 2015 22:05 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Þetta er bara skrambi magnað. En hvernig er virknin í þessu? Verða felgurnar súper sleipar og rykið festist því síður á þeim?

Author:  SteiniDJ [ Sat 09. May 2015 23:18 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

thisman wrote:
Þetta er bara skrambi magnað. En hvernig er virknin í þessu? Verða felgurnar súper sleipar og rykið festist því síður á þeim?


Ég er enginn efnafræðingur, en ég giska á að þetta efni myndi hjúp á felgunum sem bremsusót á erfitt með að bindast við.

Author:  Zed III [ Fri 07. Aug 2015 14:54 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

keypti svona í hádeginu, brúsinn er kominn í tæpann 2000 kall.

Úða felgurnar í kvöld.

Author:  Mazi! [ Thu 13. Aug 2015 11:51 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Hvar fæst þetta?


Væri til í að prófa þetta,

Author:  Zed III [ Thu 13. Aug 2015 12:05 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Amk í bílanaust

Author:  Kristjan PGT [ Thu 13. Aug 2015 15:32 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Ég ítreka það að úðun og þornun er lykilatriði varðandi þetta efni :)

Author:  gardara [ Mon 17. Aug 2015 10:30 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Það er líka til svona dót frá Meguiars, hefur einhver prófað það?

Author:  Yellow [ Thu 10. Mar 2016 16:36 ]
Post subject:  Re: *Umsögn* Armour All Wheel Protectant

Þónokkuð gamall þráður en..

Þegar maður er búinn að sprauta þessu á felgunar, skolar maður þetta af tekur það af með tusku/klút ?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/