Daginn,
Ég var orðinn mjög þreyttur á hversu hratt felgurnar urðu sótaðar hjá mér svo ég google-aði smá og datt inn á þetta efni.

Ég keypti þetta í Bílanaust fyrir um 1.500 kr. og lét til skara skríða. Skv. leiðbeiningum skal sprauta þessu á felgurnar og leyfa þessu að þorna í að lágmarki klukkutíma við +18°C. Fyrir bestu virkni skal efnið látið þorna yfir nótt.
Framkvæmd:Felgurnar voru ekki undir bílnum þegar ég spreyjaði þessu á svo þetta var nokkuð þægilegt í vinnslu. Ég sprautaði felgurnar ökumannsmegin en sleppti þeim farþegamegin til að sjá hver munurinn yrði.
Hér eru myndir af framfelgunum fyrir:
Sprautuð með Armour All Wheel Protectant:

Ómeðhöndluð:
Samanburður:Eftir um 200 km af innanbæjarakstri með nokkrum öflugum bremsunum má sjá muninn. Það verður ekki annað sagt en að ég sé sannfærður. Munurinn er eiginlega bara fáránlegur.
Sprautuð með Armour All Wheel Protectant:

Ómeðhöndluð:
Niðurstaða:Eins og sjá má af myndunum stendur efnið fyllilega undir væntingum. Svo gott sem ekki arða af bremsusóti á meðhöndluðu felgunni.
Það að spreyja efninu á getur verið eilítið vandasamt þar sem efnið er að sjálfsögðu glært og því þarf að vanda til verksins svo maður hylji alla hluti felgunnar. Annars safnast bremsusótið á ómeðhöndlaða staði á felgunni og verða þeir þá kolsvartir.
Eins sýnist mér að efnið fari nokkuð auðveldlega af. Þ.e. ef maður strýkur af felgunni þá safnast sótið á þá staði. Hér má þó vera að efnið festist betur á ef það fær að þorna inni við rétt hitastig yfir nótt.
Ég get allavega mælt með þessu efni. Bara vanda sig við að setja þetta á og þá þrælvirkar það.
(Svona þangað til að maður kaupir sér ceramic klossa)