Viggóhelgi wrote:
Var með svona í STI hjá mér. Tein er flott kerfi en mér skilst að endingin á því hér á Íslandi sé alls ekki góð, saltið fer víst afar illa með það. Mitt kerfi var víst ónýtt eftir um 4 ára notkunn. Ég var með EDFC, það hjálpaði mikið til með það ef þú varst að leika þér á bílnum. En eins og Maggi talaði um þá notaði maður yfirleitt eina stillingu.
Enda mun þetta ekki vera á bíl sem er fyrir vetra tímann
Maggi B wrote:
var einusinni með svona í bíl hjá mér, fann fljótt rétta stillingu, notaði þetta ekkert eftir það nema til að sýna að þetta sé hægt.
gardara wrote:
Þú ert ekkert að fara að hringla í þessu, skellir bara í stífasta og hreyfir þetta svo ekki meir
Þetta er til dæmis flott ef maður er að nota bílinn í venjulegri keyrslu, svo ætlar maður að spóla og leika sér þá stífur maður bílinn upp, þarft ekkert að fara út og stilla.
En svosem bara mín skoðun.
Hver þarf rafmagnssæti þegar maður situr alltaf í sömu stellinguni að keira
