Ég endurnýjaði bílinn minn nýlega, fyrir átti ég Toyota MR2 2000 módel og setti ég hann uppí í MR2 2002 sem er örlítið frábrugðin þeim gamla.
Megin munurinn er rauð innrétting og 6 diska magasín, þessi bíll er líka ekinn töluvert minna eða aðeins 10 þúsund.
Bíllinn er svartur tveggja sæta blæjubíll sem er auk þess með hörðum topp. Ég tók hann í þetta skiptið með SMT skiptingu sem er kúplingslaus handskipting sem er að gera verulega góða hluti. Fyrri bíllinn minn var beinskiptur og er þessi engan vegin síðri með þessari skiptingu og ef eitthvað er, þá er þetta bara þægilegra. Sérstaklega þar sem bíllinn skiptir alltaf sjálfkrafa í fyrsta gír þegar stoppar er t.d á ljósum eða þegar maður er kominn á mjög lítin hraða, einnig skiptir bíllinn sjálfkrafa í N ef hann hefur staðið of lengi stopp í D. Þetta er það eina sjálfvirka við skiptinguna, annað er bara handvirkt sem er náttúrulega mjög gott. Maður er ótrúlega fljótur að skipta enda er það bara gert með smá tikki.
Það er fínn kraftur í þessu, bíllinn er 975 kg og 143 hestöfl. Þetta gerir 7 kg / hö sem er alveg ásættanlegt. Togið er 170 nm við 4400 snúninga. Gefinn upp 7,9 í hundraðið. Hámarkshraði er 210.
Vélin er 1,8 lítra VVT-i miðjuvél sem er ansi skemmtilegt, þar sem bíllinn er afturhjóladrifinn með driflæsingu(LSD)
Bíllinn er á Yokohamadekkjum 185/55 að framan og 205/50 að aftan.
Eyðslan á þessu er ekki neitt og hef ég náð honum niður í rúma 6 lítra í langkeyrslu annars rokkar eyðslan á bilinu 8-9,5 lítrar á hundraðið.
Búnaðurinn í mínum bíl er eftirfarandi
14" loftkældir diskar að framan og aftan
ABS
Tveir Airbag
Fjarstýrðar samlæsingar
Belti með forstrekkjara og álagsvörn
Þjófavörn
Rafmagn í speglum
Hægt að læsa bæði húddi og bensínloki með lykli inní bílnum( Nauðsynleg ef maður ætlar að skilja hann eftir topplausan)
Rauðir körfustólar
15 tommu álfelgur
Álpedalar
Leðurstýri
6 diska magasín og 4 hátalarar
Kasettutæki
Rafdrifnar rúður
Aflstýri
Rafdrifið loftnet
Svört blæja og samlitur harður toppur.
Myndir segja meira en þúsund orð
Svo koma tvær góðar af þeim gamla

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual