bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Slæm meðferð á góðum bíl
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=68048
Page 1 of 1

Author:  98.OKT [ Wed 14. Jan 2015 22:01 ]
Post subject:  Slæm meðferð á góðum bíl

Rakst á þennan ágæta benz á uppboðinu hjá krók http://bilauppbod.is/auction/view/17733 ... nz-e-e-500

Hvernig í ósköpunum fer fólk að því að fara svona illa með bíla og þá sérstaklega dýra bíla eins og þennan?? :shock: :shock:

Sumir virðast enga virðingu bera fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Augljóslega hefur hann lent í hnjaski en bara dekkin, ónýtar bremsur, abs skynjararnir, Loftdælan og það að hann hefur ekki farið í skoðun síðan 2011 segir mér að meðferðin hefur verið vægst sagt LÉLEG :? :? :?

Author:  Hjalti123 [ Fri 16. Jan 2015 12:50 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

98.OKT wrote:
Rakst á þennan ágæta benz á uppboðinu hjá krók http://bilauppbod.is/auction/view/17733 ... nz-e-e-500

Hvernig í ósköpunum fer fólk að því að fara svona illa með bíla og þá sérstaklega dýra bíla eins og þennan?? :shock: :shock:

Sumir virðast enga virðingu bera fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Augljóslega hefur hann lent í hnjaski en bara dekkin, ónýtar bremsur, abs skynjararnir, Loftdælan og það að hann hefur ekki farið í skoðun síðan 2011 segir mér að meðferðin hefur verið vægst sagt LÉLEG :? :? :?


Þetta er svona svipað og gerist þegar menn fá sér M5 og hafa ekki efni á að reka hann. :lol:

Author:  Yellow [ Fri 16. Jan 2015 21:32 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

Ég er svo mikið sammála þér með þetta, finnst það ömurlegt að sjá dýra og flotta bíla með beyglur hér og þar og lakk ónýtt og rusl inn í þeim og margra vikna gömul drulla á þeim.

En þetta er eins og Hjalti segir hér fyrir ofan að menn eru að kaupa sér bíla og svo magnast viðhaldið meira og meira og er kostnaðurinn kominn upp í himinn háa tölu.

Author:  98.OKT [ Fri 16. Jan 2015 22:32 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

Já það getur kostað sitt að reka þetta en að fólk (fullorðið fólk eins og fyrri eigandi þessa benz) átti sig ekki á þessu og selji bílinn áður en þetta gerist skil ég ekki. Get skilið að ungir strákar (undir 25) kaupi sér flotta bíla einsog t.d. BMW M5 jafnvel þó þeir hafi ekki almennilega efni á að reka þá og viðhalda þeim enda er löngunin sterkari en skysemin en hjá fullorðnu fólki ætti þetta ekki að gerast. Það er kona fædd árið 1970 sem átti hann seinustu fjögur árin áður en Hömlur tóku hann

Author:  Angelic0- [ Sat 17. Jan 2015 14:59 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

E39 M5 hafa verið að tínast hratt út að undanförnu....

Fleiri og fleiri fábjánar sem að hafa efni á að kaupa (verðið orðið gott) en bílarnir orðnir gamlir og menn yfirleitt bara að kaupa með það í huga að fræsa malbik og svo er ekkert viðhald...

Þessi Benz virðist nú bara hafa lent í vörslusviptingarpakkanum, eigandanum verið skítsama afþví að hann var ekki að borga og bara keyrt þangað til hann var hirtur...

Author:  Alpina [ Sat 17. Jan 2015 15:39 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

Angelic0- wrote:
E39 M5 hafa verið að tínast hratt út að undanförnu....

Fleiri og fleiri fábjánar sem að hafa efni á að kaupa (verðið orðið gott) en bílarnir orðnir gamlir og menn yfirleitt bara að kaupa með það í huga að fræsa malbik og svo er ekkert viðhald...

Þessi Benz virðist nú bara hafa lent í vörslusviptingarpakkanum, eigandanum verið skítsama afþví að hann var ekki að borga og bara keyrt þangað til hann var hirtur...


Akkúrat það sem ég tel að sé málið

Author:  íbbi_ [ Thu 22. Jan 2015 21:10 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

já þessi var alveg í þeim pakkanum,

það er samt ekki alveg að marka þetta. þessir bílar eru teknir gjörsamlega í nefið af matsmönnum á vegum lánafyrirtækjana,

flottur bíll samt, 500 bíll með amg útliti og alveg gjörsamlega loadaður

Author:  valdi b [ Tue 27. Jan 2015 00:24 ]
Post subject:  Re: Slæm meðferð á góðum bíl

hefur verið smekklegur áður fyrr.. e55 amg framstuðari,amg afturstuðari en svo virðist vera búið að láta setja amg merki í sætin sem eru ekki amg sæti. hvað ætli lágmarksverðið hafi verið... ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/