bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67742
Page 1 of 1

Author:  tkp12 [ Tue 18. Nov 2014 02:30 ]
Post subject:  Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

Er með Yaris 2000 1.0 vvti. Ég gef bílnum inn í botn og það er einsog það komi flat spot til skiptis við aflsaukningu. Einsog loftflæði sé ekki nóg eða þá eitthvað annað? Bíllinn er fínn á idle og það er ekkert vesen með start, heldur engin ljós í mælaborði. Gæti þetta verið kertin eða þá kannski þarf að þrífa innaní throttlebody? Hef heyrt að þetta gæti verið MAF skynjari sé skítugur og þá kannski skipta um MAP skynjara. Gætu þetta verið aðrir O2 skynjarar?

Er einhver sem veit hvað þetta gæti verið?

Btw ef þetta eru MAF skynjari hvernig er best að þrífa hann?


Offtopic: hvernig er best að losna við skrölt inní bílnum? Losa plast og festa betur eða setja eitthvað á milli sem deyfir hávaðann?

Author:  gardara [ Tue 18. Nov 2014 09:45 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

háspennukefli?

Author:  tkp12 [ Tue 18. Nov 2014 10:24 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

gardara wrote:
háspennukefli?


Heldur betur vandræðalegt en ég veit ekkert hvað háspennukefli gerir eða hvar það er statt í bílnum. Hvað fær þig til að halda að það sé háspennukeflið?

Með fyrirfram þökk.

EDIT:

Þetta er kefli sem hleður sig upp til að senda straum í gegnum þræðina á kertin.

Ef þú opnar húddið á bílnum hjá þér og eltir þræðina frá kertunum þá leiða þeir allir í eitt stykki sem heitir á ensku distributor(man ekki á íslensku) Úr distributorinum fer svo einn þráður áfram inn í háspennukeflið eða ignition coil á ensku.

Author:  sosupabbi [ Tue 18. Nov 2014 13:45 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

Prufaðu að hreinsa mafinn með bremsuhreinsi og taka rafgeymirinn úr sambandi í 10min.

Author:  tkp12 [ Tue 18. Nov 2014 14:04 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

sosupabbi wrote:
Prufaðu að hreinsa mafinn með bremsuhreinsi og taka rafgeymirinn úr sambandi í 10min.


Takk fyrir. Ég prufa þetta.

Author:  Mazi! [ Tue 18. Nov 2014 17:08 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

Ég hef nú ekki mikið vit á svona löguðu en þetta hljómar samt alveg einsog mögulega léleg kerti eða skynjara vesen einsog kanski loftflæðiskynjari.

Væri ekkert vitlaust einsog Markús (sosupabbi) segir að prófa hreinsa hann upp.

Author:  tkp12 [ Tue 18. Nov 2014 17:13 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

Mazi! wrote:
Ég hef nú ekki mikið vit á svona löguðu en þetta hljómar samt alveg einsog mögulega léleg kerti eða skynjara vesen einsog kanski loftflæðiskynjari.

Væri ekkert vitlaust að skoða einsog Markús (sosupabbi) segir að prófa hreinsa hann upp.


Takk fyrir

Author:  tkp12 [ Mon 24. Nov 2014 10:30 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

fyrir þá sem eru með hökt á vél eftir að gefa bílnum inn er sterkur leikur að hreinsa MAF skynjara með CRC Mass Air Flow Sensor Cleaner. Ég gerði það og þetta keyrir smooth núna.

Author:  demi [ Tue 25. Nov 2014 21:09 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

tkp12 wrote:
fyrir þá sem eru með hökt á vél eftir að gefa bílnum inn er sterkur leikur að hreinsa MAF skynjara með CRC Mass Air Flow Sensor Cleaner. Ég gerði það og þetta keyrir smooth núna.


Hvar fékkstu þetta efni og hvað kostaði ?

Author:  tkp12 [ Tue 30. Dec 2014 20:14 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

demi wrote:
tkp12 wrote:
fyrir þá sem eru með hökt á vél eftir að gefa bílnum inn er sterkur leikur að hreinsa MAF skynjara með CRC Mass Air Flow Sensor Cleaner. Ég gerði það og þetta keyrir smooth núna.


Hvar fékkstu þetta efni og hvað kostaði ?


N1, 5000 kall minnir mig.

Author:  sosupabbi [ Tue 30. Dec 2014 20:56 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

tkp12 wrote:
demi wrote:
tkp12 wrote:
fyrir þá sem eru með hökt á vél eftir að gefa bílnum inn er sterkur leikur að hreinsa MAF skynjara með CRC Mass Air Flow Sensor Cleaner. Ég gerði það og þetta keyrir smooth núna.


Hvar fékkstu þetta efni og hvað kostaði ?


N1, 5000 kall minnir mig.

Getur líka sparað þér 4200krónur og farið og keypt þér venjulegan Bremsuhreinsir.

Author:  JonFreyr [ Thu 01. Jan 2015 18:50 ]
Post subject:  Re: Yaris 1.0 VVTi inngjafarvesen

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/