bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurning Dagsins
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67547
Page 1 of 3

Author:  tolliii [ Thu 23. Oct 2014 01:38 ]
Post subject:  Spurning Dagsins

Hvað haldið þið að það líði langur tími, þangað til fyrsta skotinu verður hleipt af í "aðgerð" lögreglunar?
Visað til Frétta umræðurnar sem er búin að vera í gangi: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/22/aetla_ad_maeta_vopnud_til_motmaela/

Ég held það verði ekki langur tími :aww: og samt er lögreglan alveg búin að hafa aðgang að slotvopnum allan þennan tíma samkvæmt
lögreglumanni á Austurlandi, góðar heimildir fyrir því :thup:
og ef svo er, til hvers er þá verið að flytja inn ólöglegar hríðskotabyssur?? :Löggan að sína gott fordæmi ;) :lol:

Held að þetta leiði til væðingu fleiri óskráðra vopna á Íslandi :whistle: :whistle: :whistle:

Image

Author:  D.Árna [ Thu 23. Oct 2014 03:31 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

3-4 mán

Author:  Páll Ágúst [ Thu 23. Oct 2014 13:01 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Bara það að almenningur hafi haldið það að lögreglan sé ekki búin að vera vopnuð er algjört grín

Auðvitað er lögreglan vopnuð, hún þarf að vera viðbúin öllu.

Þetta er líka mjög einfalt, hagið ykkur þannig að það þurfi ekki að skjóta ykkur. :thup:

Author:  saemi [ Thu 23. Oct 2014 14:43 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Stormur I vatnsglasi.

Breytir engu. Loggan er ekki 13 ara unglingur.

Author:  Angelic0- [ Thu 23. Oct 2014 15:38 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

saemi wrote:
Stormur I vatnsglasi.

Breytir engu. Loggan er ekki 13 ara unglingur.


Það eru samt virkilega til menn innan veggja lögreglunnar sem að haga sér eins og þeir séu 10ára...

Einnig er spilling gífurleg og á meðan að þetta hefur gengið eins vel og það hefur gert á þeim tíma sem að lögreglan hefur verið "óvopnuð"... þá er engin ástæða til þess að breyta því...

Vopn kalla á vopn, held að það sé nokkuð öruggt mál...

Get talið á ÖLLUM fingrum mér... aðeins í embætti lögreglunnar í Keflavík, menn sem að ekki er treystandi fyrir að ganga með skotvopn á sér... fleiri en einn sem að eflaust myndu ekki standast hlutlaust skapgerðarmat !

Þá veit ég um allavega fjóra í embætti lögreglunnar á Akureyri og ég efast ALLS EKKI um að það séu enn fleiri á höfuðborgarsvæðinu...

Ég á svo ótrúlegar sögur af sumum þessum fábjánum að þeim verður aldrei trúað... þó að vissulega séu menn þarna sem að vinna vinnuna sína vandlega og eru ekki hlutdrægir þegar að kemur að því að stunda starfið... því miður verður svo að teljast að þeir séu í minnihlutahóp... þetta er mín reynsla !

AronM5 var nú vitni að einni handtökunni á mér, þar sem að engin var "motive" til handtöku, heldur bara svona afþví að einum langaði það... þá var ég laminn, traðkaður og í endann sett MP5 í hnakkann á mér...

Ég hef ekki enn verið dæmdur fyrir þær sakir sem að voru upp á mig bornar, og má geta þess að lögsókn mín á hendur ríkinu er enn í "biðstöðu" og mun sennilega vera það þangað til að málið fyrnist... sem að er eftir 2ár..

Spurning hvort að maður vopni sig ekki bara sjálfur upp ef að þetta gengur í gegn...

Author:  HPH [ Thu 23. Oct 2014 16:35 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Löggan þarf ekki vopn í almenna löggubíla Löggan er með sérsveit sem sér um vopnaða einstaklinga.
Þurfum ekki að fara lengra en á þessa síðu til þess að vita að hér inni eru menn sem ekki eru treistandi fyrir skotvopnum.

Author:  tolliii [ Thu 23. Oct 2014 17:06 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Glæpamenn munu búa sig betur í frammhaldinu :evil:

http://www.visir.is/bandarikjamenn-furd ... 4141029433

http://www.visir.is/thad-sem-vid-vitum- ... 4141029552

Almúrgurinn er landið, við höfum líðræði, þetta er mikilmenskudæmi með þessar byssur.

Author:  D.Árna [ Thu 23. Oct 2014 17:19 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Það eru alveg 2 skelfilegir fúlumúlar á Selfossi sem hafa ekkert með skotvopn að gera :thdown:

Author:  saemi [ Thu 23. Oct 2014 17:39 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Alveg merkilegt hvað Íslenskur almenningur veit alltaf betur hvað er best að gera :lol:

Author:  D.Árna [ Thu 23. Oct 2014 17:42 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

saemi wrote:
Alveg merkilegt hvað Íslenskur almenningur veit alltaf betur hvað er best að gera :lol:


Mér finnst samt sjálfsagt að lögreglan beri vopn og mér finnst til háborinnar skammar að það sé árið 2014 og lögreglumenn séu að fá vopn fyrst núna, Þetta hefði átt að gerast fyrir mörgum árum.

Var bara að benda á að það eru amk 2 menn sem hafa ekkert með vopn að gera enda er maður liggur við handtekinn af þeim fyrir að henda tyggjó út á götu haha, en so be it löngu kominn tími til að lögreglumenn beri vopn en eina sem ég hugsa að sé að hræða fólk er að lögreglumenn geti farið að misnota vald sitt og gripið til vopna þegar ekki þörf er á :thup:

Author:  Páll Ágúst [ Thu 23. Oct 2014 17:51 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Það er eitthver misskilningur, lögreglan er ekki að fara bera þessar byssur

Þær verða í læstum skápum í lögreglubifreiðum og mikið efast ég það að hver og einn lögreglumaður hafi heimild/lykilorðið að þessu skáp.

Author:  tolliii [ Thu 23. Oct 2014 19:03 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

saemi wrote:
Alveg merkilegt hvað Íslenskur almenningur veit alltaf betur hvað er best að gera :lol:


Haha auðvitað, Almenningur eða við Íslendingar eigum rétt á skoðunum á þessu, enda lýðræðisríki..

http://www.visir.is/bandarikjamenn-furda-sig-a-byssusyki-islendinga/article/2014141029433

http://www.visir.is/bandarikjamenn-furda-sig-a-byssusyki-islendinga/article/2014141029433

Held þetta muni leyða til væðingar á óskráðum stórskotabyssum.

Author:  gstuning [ Thu 23. Oct 2014 21:08 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

saemi wrote:
Alveg merkilegt hvað Íslenskur almenningur veit alltaf betur hvað er best að gera :lol:


Þótt að einstaklingur sé lögreglumaður þá er ekkert sama sem merki við því að sá hinn sami hafi neitt að gera með skotvopn í starfi sínu,
það eru nú alveg nógu margar sögurnar til af erlendum og ég tala nú ekki um af bandarískum lögreglumönnum sem hafa ákveðið að taka í gikkinn á hinum rangasta tíma, og það er ekki bara mannlega mistök, því saklaust fólk hefur legið fyrir lögreglumönnum að sinna sínu starfi.

Það að bera skotvopn er alveg stórkostleg ábyrgð, í raun ein mesta ábyrgð sem hægt er að veita einstaklingi. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessum byssum verður rástafað enn ég myndi halda að sálfræði próf væri það minnsta sem væri hægt að gera til að reyna greina hvort að ákveðinn einstaklingur getur borið byssu í vinnu.

Author:  Alpina [ Thu 23. Oct 2014 21:15 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

saemi wrote:
Alveg merkilegt hvað Íslenskur almenningur veit alltaf betur hvað er best að gera :lol:


þARNA ERUM VIÐ FLUGSTJÓRINN SAMMÁLA :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:

Author:  Aron M5 [ Thu 23. Oct 2014 21:42 ]
Post subject:  Re: Spurning Dagsins

Ekki hef ég áhyggjur af þessu, það eru sennilega svona sýbrotamenn sem þurfa að hafa áhyggjur af þessu og ekki vorkenni ég þeim ef þeir verða fyrir skoti...

Held það þurfi helvíti mikið að ganga á svo þessar byssur verða teknar úr skottinu.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/