bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67192
Page 1 of 2

Author:  Omar_ingi [ Tue 02. Sep 2014 23:20 ]
Post subject:  Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Þar sem ég er alltaf í einhverjum felgupælingum öðruhverju, þá langar mig að fá álit ykkar um hvaða stærð hentar E30 best.

Sjálfur fynnst mér 16" tomma allveg frábær undir þeim en 17" eiginnlega farið að verða í stærri kantinum og alls ekki stærra.

Þannig hvort mynduð þið til dæmis velja 16" eða 17"

Ekki væri verra ef fróðugir menn um breddina og offset myndu tjá sig um það líka

Author:  rockstone [ Tue 02. Sep 2014 23:23 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

16" klárlega

Author:  gardara [ Tue 02. Sep 2014 23:32 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

16" að hæð og 10" að breidd.

Author:  Angelic0- [ Wed 03. Sep 2014 00:06 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

17" er geggjað... sjá AZEV A hjá Stefáni.. hef séð 18" undir E30 og það meira að segja lúkkaði...

Author:  Alpina [ Wed 03. Sep 2014 01:34 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Allt spurning um smekk

i 16 er eflaust meira felguúrval hér heima,,, 4x100

en fyrir mig er 17" 5x120 eina vitið... LANGMESTA úrvalið af felgum ........ en kostar 5lug swap

17" 4x100 er ekki algengt hélendis vs 5 x120......... en er alveg til

Author:  Omar_ingi [ Wed 03. Sep 2014 20:53 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Er ekki 10" á breiddina orðið of mikið fyrir að passa undir E30 og smá slammaður í leiðinni.

Það er reindar pæling að fara í þetta 5lug en hvort það gerist fljótlega veit ég ekki :?

Author:  gardara [ Wed 03. Sep 2014 21:07 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Omar_ingi wrote:
Er ekki 10" á breiddina orðið of mikið fyrir að passa undir E30 og smá slammaður í leiðinni.

Það er reindar pæling að fara í þetta 5lug en hvort það gerist fljótlega veit ég ekki :?


nei það er fullkomið

http://bmw-e30.net/e30-335i-wide-and-lo ... rom-socal/

Author:  D.Árna [ Wed 03. Sep 2014 21:18 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Tek undir með Garðari

8.5 á breidd að framan og 10" að aftan og 16" háar er la perfecto :thup:

Author:  Grétar G. [ Sun 14. Sep 2014 20:04 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Ég var með minn á 17" 10,5" að aftan og það er hevý flott en þar ertu í þvílíku dekkjaveseni uppá að geta slammað

17" mega töff

eeeen

16" mun þægilegri og betri uppá slamm og driveið

Author:  Mazi! [ Mon 15. Sep 2014 14:55 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

E30 á 16x9" hringinn offsett 0 er flottast að mínu mati

annas 17x8.5" og 17x10" Offsett 13.

Author:  JonFreyr [ Mon 15. Sep 2014 23:07 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Azev A 17X8,5 og 17X10 ET13 og 60/40 lækkun. Var helsáttur við bílinn, KW fjöðrun undir honum sem var brilliant.

Image

Author:  Tóti [ Mon 15. Sep 2014 23:59 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

JonFreyr wrote:
Azev A 17X8,5 og 17X10 ET13 og 60/40 lækkun. Var helsáttur við bílinn, KW fjöðrun undir honum sem var brilliant.



Azev A er alveg málið undir e30 :thup:

Image

Author:  Stefan325i [ Thu 18. Sep 2014 01:37 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Felgurnar mínar eru 8,5x17 et 13 og 10x17 et 17 lúkkar mjög vel.

Ég fíla líka 9x16 allan hringinn, en það sem ég fíla við 17" þá þarf maður ekki að lækka bílnn eins mikið til að fendergapið verið sem smekklegast, e30 sem er rett slammaður á 16 tommum er orðinn anskoti lár.

Hér eru nokkrar af bílunum mínum.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ég sakna RV048 var alveg geggjaður bíll.

Author:  D.Árna [ Thu 18. Sep 2014 07:15 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

[quote="Stefan325i"]Felgurnar mínar eru 8,5x17 et 13 og 10x17 et 17 lúkkar mjög vel.


Image

What the fuck

Hvernig gerðist þetta?

Author:  JonFreyr [ Thu 18. Sep 2014 09:12 ]
Post subject:  Re: Vantar álit frá E30 eigendum og áhugamönnum

Sólin að setjast kastar þessum lit í gegnum dekkjareykinn. Mögnuð mynd :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/