bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67062
Page 1 of 1

Author:  bimmer [ Tue 19. Aug 2014 20:27 ]
Post subject:  Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

Vantar vefhönnuð/forritara í verktakavinnu.

Datt í hug að tékka hvort einhver leyndist hér á Kraftinum, ekki verra að
geta líka spjallað um BMW, ekki bara verkefnin :)

Þarf að hafa reynslu af responsive vefhönnun, PHP, basic gagnagrunnsforritun.
Reynsla af Joomla væri kostur.

Ef einhverjir hafa áhuga, sendið mér EP.

Author:  Alpina [ Thu 21. Aug 2014 20:37 ]
Post subject:  Re: Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

Team be er með fólk á sinni könnu,,,,,, top vélakost osfrv

Image

Author:  bimmer [ Fri 22. Aug 2014 00:48 ]
Post subject:  Re: Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

Alpina wrote:
Team be er með fólk á sinni könnu,,,,,, top vélakost osfrv

Image


Verð í bandi þegar mig vantar Fortran aðstoð.

Author:  ppp [ Sat 23. Aug 2014 11:19 ]
Post subject:  Re: Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

bimmer wrote:
PHP

Image

:mrgreen:

Author:  bimmer [ Sat 23. Aug 2014 13:13 ]
Post subject:  Re: Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

ppp wrote:
bimmer wrote:
PHP

Image

:mrgreen:


Erum ekki að smíða geimskutlur og þetta hentar fínt :)

Hvað vilt þú nota?

Author:  ppp [ Sat 23. Aug 2014 17:09 ]
Post subject:  Re: Vefhönnuðir/forritarar á Kraftinum??

bimmer wrote:
Erum ekki að smíða geimskutlur og þetta hentar fínt :)

Hvað vilt þú nota?

Nei ég vefforrita reyndar ekki, en ég þekki og hef unnið með nokkrum -- og sá sem er fremstur af þeim í dag er held ég alveg örugglega mest hrifinn af node.js og Angular.

Við vorum t.d. með smá verkefni sem byrjaði í apache/php, og var svo portað yfir á node, og það var eiginlega bara bilað hversu miklu hraðvirkara allt varð. Það varð bara eins og hann væri bara hýstur á lani, en ekki á server í allt öðru landi. Og það hafði *mikið* að segja með hversu gott vibe maður fékk af því að vafra um á honum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/