Svezel wrote:
Eg myndi fá mér smellu pedala og skó ef þú ert ekki búinn að því, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla í alvöru hjólaskóm með læsingum.
edit: Já og flott hjól, XT skiptar, vökvabremsur og smá carbon. BARA í lagi
takk fyrir það! það komu shimano smellupedalar á hjólinu orginal en ég henti þessum á þangað til ég fæ mér skó, næst á dagskrá er eitthvað hlýtt fyrir veturinn
er alveg hrikalega ánægður með hjólið, það er alveg fáránlega gaman að hjóla á því og virkilega vel búið, skiptarnir skipta alveg þvílíkt hratt og það kemur ekkert hik þegar maður skiptir upp/niður þegar maður er t.d að hjóla upp brekku, það er svo deore höbbar, diore 5xx bremsur, recon race loftdempari, stillanlegur á alla vegu og með motion control þ.e.a.s hann læsir sér sjálfur þegar maður t.d situr og er á malbiki, en dempar svo þegar það kemur e-h áhveðið álag, heyrist alltaf í honum eins og blow off ventli þegar maður þrumar framm af gangstétt t.d
stellið er úr kinesis superligth, triple butted og með carbon "seatstay"

já mér er farið að langa dáldið að prufa keppni, hef jafnvel hug á því næsta sumar, þá verð ég vonandi í formi fyrir það