bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
DeLorean... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6639 |
Page 1 of 1 |
Author: | Moni [ Wed 30. Jun 2004 22:06 ] |
Post subject: | DeLorean... |
Var að skoða áðan eina eintakið af DeLorean DMC-12 á Íslandi... Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að tala um bílinn sem er eins og sá sem er í Back to the future... Þetta er snilldar bíll, flottur og klassískur í útliti(harðar línur) Úr ryðfríu stáli, sem sagt í staðinn fýrir að bóna hann þá verður maður að taka fituhreinsi til að fjarlægja fingraför.. hehehe ![]() En það yrði samt heldur leiðinlegt að mæta á spyrnuna á þessum bíl, svona sérstaklega þar sem að hann er bara 140 hestar og rétt um 200 NM Vél: 2,8l Volvo vél - V6... Ég spjallaði aðeins við manninn sem var að gera við bílinn, það er maður sem hefur dálæti á amerísku vöðvabílunum og hann sagði að hann væri til í þennan bíl og henda í hann Cadillac vél, nánar tiltekið Northstar 32v vélinni, 300 hp... (mætti líka mín vegna alveg vera 5,0 M5 vél ![]() Það yrði snilld, því DeLoreaninn er með vélina aftur í og þá yrði tractionið sennilega ekki vandamál... Ákvað bara aðeins að deila þessu með ykkur ![]() ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Wed 30. Jun 2004 23:21 ] |
Post subject: | |
Ó þetta eru svo kúl bílar, mig langar í. |
Author: | Twincam [ Thu 01. Jul 2004 02:14 ] |
Post subject: | |
mér finnst þeir óendanlega svalir, toppurinn væri náttúrulega að eiga 2stk, einn normal og hinn breyttan í Back To The Future Style.. Og þá með vél í rassinum sem léti þig halda að þú værir að ná "tímaferðalagshraða" ![]() ![]() |
Author: | gstuning [ Thu 01. Jul 2004 10:06 ] |
Post subject: | |
Þar sem að þetta er alveg geðveikt sjaldgæfir bílar og ég hef í alvöru skoðað að kaupa svona bíl þá finnst mér ekki við hæfi að skipta um vél Hann er ekki úr ryðfríu stáli heldur, allaveganna ekki alveg, boddý panelar eru úr fiberglass með ryðfríu stáls panel yfir sem er 1mm þykkur eða svo Og já vélin er sko ekkert til að hrópa húrra fyrir en er þarna samt sem áður, hún var smíðuð af Volvo Renualt og einhverjum í viðbót þetta var og er ekki performance bíll heldur bara bíll sem hefði getað komið DMC á kortið fyrir annað en kókain kaup, og það var fínt að gerast nema kauði kom sér í frekar slæm mál, Þeir kostuðu $25k nýjir og þegar ég var að skoða þá kostuðu þeir $25k 18ára gamlir, nokkuð gott það |
Author: | fart [ Thu 01. Jul 2004 10:09 ] |
Post subject: | |
DeLorean verður að vera stock. |
Author: | Raggi M5 [ Thu 01. Jul 2004 10:35 ] |
Post subject: | |
Þetta eru bara cool bílar væri alveg til í að prófa svona. ![]() |
Author: | fart [ Thu 01. Jul 2004 10:41 ] |
Post subject: | |
Ég væri einmitt ekki til í að prufa.. fínt að hafa þetta sem svona nett myth... |
Author: | Thrullerinn [ Thu 01. Jul 2004 13:03 ] |
Post subject: | |
fart wrote: DeLorean verður að vera stock.
Sammála, ég mætti þessum bíl niður í Sundagörðum, hann virðist því vera gangfær. |
Author: | Raggi M5 [ Thu 01. Jul 2004 13:21 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Ég væri einmitt ekki til í að prufa.. fínt að hafa þetta sem svona nett myth...
Væri samt svalt að hafa keyrt svona bíl bara svona uppá funnið ![]() |
Author: | srr [ Sat 17. Jul 2004 19:52 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: Sammála, ég mætti þessum bíl niður í Sundagörðum, hann virðist því vera gangfær. Engin furða að hann hafi verið þar....skráður eigandi er Sindra-Stál ![]() Eins fyndið og það nú er...hehehe ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |