Var að skoða áðan eina eintakið af DeLorean DMC-12 á Íslandi...
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að tala um bílinn sem er eins og sá sem er í Back to the future...
Þetta er snilldar bíll, flottur og klassískur í útliti(harðar línur)
Úr ryðfríu stáli, sem sagt í staðinn fýrir að bóna hann þá verður maður að taka fituhreinsi til að fjarlægja fingraför.. hehehe
En það yrði samt heldur leiðinlegt að mæta á spyrnuna á þessum bíl, svona sérstaklega þar sem að hann er bara 140 hestar og rétt um 200 NM
Vél: 2,8l Volvo vél - V6...
Ég spjallaði aðeins við manninn sem var að gera við bílinn, það er maður sem hefur dálæti á amerísku vöðvabílunum og hann sagði að hann væri til í þennan bíl og henda í hann Cadillac vél, nánar tiltekið Northstar 32v vélinni, 300 hp... (mætti líka mín vegna alveg vera 5,0 M5 vél

)
Það yrði snilld, því DeLoreaninn er með vélina aftur í og þá yrði tractionið sennilega ekki vandamál...
Ákvað bara aðeins að deila þessu með ykkur

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE