bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dónaskapur í Bílabúð Benna notuðum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6618
Page 1 of 2

Author:  Spiderman [ Tue 29. Jun 2004 18:53 ]
Post subject:  Dónaskapur í Bílabúð Benna notuðum

Ég kom við í Bílabúð Benna notuðum rétt áðan og því miður fyrir þetta annars ágæta fyrirtæki var þjónustan þarna ömurleg. Ég fór þarna gagngert til þess að skoða 4 ára gamlan Boxter. Bíllinn stóð ólæstur í salnum og kíkti ég því inn í hann en þá kom askvaðandi kvenkyns bílasali sem spurði mig í hæðnistón hvort ég hefði týnt einhverju. Ég sagðist nú bara vera að skoða bílinn og spurði hvort ég mætti prófa að setjast uppí bílinn. Þá kom annar bílasali að bílnum og bennti mér vinsamlegast á það að ég kæmist ekki inn í bílinn og skellti honum í lás mjög lúmskt með fjarstýringunni í vasanum. Síðan sagði hann að svona bílar væru of litlir fyrir mig, þetta væri bara einfald. Ég bennti honum kurteislega að þeir 911 sem ég hefði verið farþegi í hefðu verið ágætlega rúmir og labbaði út og settist uppí minn blæjubíl sem er töluvert minni en Boxter. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð vitni að lélegri þjónustu þarna því einn vinur minn spurði um annan Boxter hjá þeim og honum voru ekki veittar þær upplýsingar um verð og akstur sem hann bað um, þar sem sölumaðurinn taldi hann ekki hafa efna á því að kaupa bílinn. Sá strákur staðgreiddi mun dýrari bíl hjá öðru umboði. Ég skil það vel að það sé pirrandi að að þurfa að afgreiða menn allan daginn sem eru einungis að spá og spekúlera en það er hægt að leysa slíkt með öðru en dónaskap. Það er nú líka einu sinnu þannig að karlmenn á þrítugsaldri eru oft á tíðum líklegir kaupendur að sportbílum og þrátt fyrir að bílasalinn taldi sig vera með eitthvað gull í höndunum þá er sem betur fer margir sem geta keypt svona bíla, t.d með ævisparnaði eða pennastriki. Ég vil þó taka það fram að sölumenn í Porsche deild fyrirtækisins eru mjög liðlegir og benntu þeir mér einmitt á þennan bíl. Leit minni að Porsche er hvergi lokið, þrátt fyrir að ég hafi ekki áhuga á því að versla við þessa tvo bílasala í framtíðinni.

Author:  Kristjan [ Tue 29. Jun 2004 19:15 ]
Post subject: 

Þar með fuku sölulaun þeirra útúm gluggann...

Author:  iar [ Tue 29. Jun 2004 19:23 ]
Post subject: 

Mundu bara ef þú færð þér Porsche að líta við hjá þeim. ;-)

Author:  hostage [ Tue 29. Jun 2004 19:34 ]
Post subject: 

Látu mig þekkja þetta !

bílasalar eru allment mjög uppteknir af því hvernig viðkomandi kúnni lítur út eða þessháttar hlutum .. frekkar heldur en að vera liðlegir..

spurning hvort að það koma cirka 40 mans og dag og rúnka sér í hverjum bíl .. en samt.. ég hef heitið því að versla ekki við viðkomandi bílasölur og MUN ég standa við það .. :wink:

Author:  gunnar [ Tue 29. Jun 2004 20:52 ]
Post subject: 

Lenti einmitt í því þegar ég var að skoða mér minn fyrsta bimma, fór og ætlaði að prufa 320 bíl á ónefndri bílasölu, en nei nei hann bara hló að mér og sagði þú átt ekkert efni á þessu... Svo þegar ég keypti mér minn bíl, sem var jú dýrari bíll fór ég þangað og benti honum á það að hann missti af fínum pening.. Sá var hundfúll

Author:  BMW3 [ Tue 29. Jun 2004 22:26 ]
Post subject: 

hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð

Author:  iar [ Tue 29. Jun 2004 22:30 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð


Fyrsta lagi er afslátturinn aðeins 10% og í öðru lagi eingöngu gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Ertu örugglega gildur limur? :-)

Author:  bjahja [ Tue 29. Jun 2004 22:30 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð

Bara spurja um Jóhann, þá ertu save ;)

Author:  Kull [ Tue 29. Jun 2004 22:30 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð


Núnú, segðu okkur betur frá þessu. Ég hef yfirleitt fengið fína þjónustu hjá varahlutunum í B&L, getur verið nokkuð löng bið stundum en ekkert óhóflegt.

Author:  Kull [ Tue 29. Jun 2004 22:31 ]
Post subject: 

Lol, allt vitlaust þegar menn dissa B&L bara, 3 svör á sömu mínútu :lol:

Author:  Spiderman [ Tue 29. Jun 2004 22:33 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð


Ég er aftur á móti mjög sáttur með þá í B og L eftir að ég og vinur minn fengum að prófa glænýjan 530 E60 í vetur einir. Starfsmaðurinn sagði okkur að taka bara svona hálftíma hring og það var nú helmingi dýrari bíll en þessi vesalings Porsche sem ég mátti ekki kíkja inn í.

Author:  iar [ Tue 29. Jun 2004 22:45 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Lol, allt vitlaust þegar menn dissa B&L bara, 3 svör á sömu mínútu :lol:


Magnað!

Author:  Jss [ Wed 30. Jun 2004 09:47 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hehe góður. En ég hef verið var við dónaskap hjá B og L í varahlutaversluninni þar sem ég átti að eiga inni 15% afslátt en fékk hann ekki þannig að ég versla ekki h´já b og l nema í neyð


Þarna ert þú að rugla vinurinn, þessi 15% afsláttur sem þú "áttir að eiga inni" var ekki svo, þú keyptir eina peru sem síðan var vitlaus og þér boðið að koma með vitlausu peruna og fá 15% afslátt af réttu perunni í staðinn, sem þú þáðir ekki heldur fórst og keyptir einhvers staðar annarsstaðar á fullu verði (vænti ég). Það var aldrei talað um að þú ættir að eiga þetta inni.

PS. dónaskapurinn var af þinni hálfu ekki okkar.


Kv.

Jóhann

Varahlutaverslun B&L

Author:  Fyllikall [ Wed 30. Jun 2004 10:33 ]
Post subject: 

B&L hafa alltaf reynst mér mjög vel þannig að ég versla hjá þeim en smekkur manna er mismunandi.

Author:  Austmannn [ Wed 30. Jun 2004 10:36 ]
Post subject: 

Hmmmmmm.....

Leiðindar umræða og röfl.... :cry:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/