Einhver hérna sem getur leitt mann í sannleika um það að hverju þarf að huga við tryggingar, bifreiðagjöld og annan kostnað við að eiga bíl í Þýskalandi?
Er aðallega að fiska eftir því hvað þeir refsa manni mikið fyrir að vera á kraftmiklum/eyðslufrekum bíl sem uppfyllir kannski ekki nýjasta nýtt í mengunarvarnarstöðlum vs. bíl með "skynsamlegri" vélarkosti. Til að hafa einhver viðmið þá hef ég t.d. verið að velta fyrir mér þessum bílum:
Ódýrari flokkurinn:
MB E500 ca. '92, BMW 7xx E38
Dýrari flokkurinn
BMW M5 ('99), Audi S6 ('00)
Svo mega menn endilega láta góðar hugmyndir og reynslusögur af þessum eða öðrum svipuðum bílum flakka... hafa samt í huga að það verður helst að vera pláss fyrir fjóra fullorðna og ferðatöskur
ps. verð í München ef það hefur eitthvað að segja - vantar líka íbúð
