Sælir ákvað að setja inn myndir af því sem ég hef verið að bardúsa síðustu mánuði.
Það hafa sjálfsagt einhverjir gaman að þessu.
Ég hef alltaf langað til að eiga góðan Civic EF 88-91 árg.
Hef fílað þetta body alveg í ræmur.
Tók mig nokkra mánuði að finna rétta bílinn í þetta, en planið var að setja í hann B18C6 sem er mótor og kassi úr Honda Integra Type-R.
1800cc 190hö
læst drif í gírkassa.
Revar 9000+ rpm
Það er svolítið mál að setja svona ofaní en ég var búin að liggja aðeins yfir internetinu og skoða þetta og fór að fá alltaf meiri og meiri áhuga á þessu.
ætla láta myndirnar tala sínu máli en þetta er ekki búið ég er bara nýbúinn að geta burrað á honum.
Bíllinn.
1990 Civic DX ég er þriðji eigandinn, var almálaður 2011.




Test fit á felgur og búin að setja á hann rauða rönd, (felgurnar verða málaðar í öðrum lit).

Mótor komin úr.

Honda CRX sæti komið í farþegameginn, hitt á eftir að fara í en ég var að láta bólstra það.

búið að tilla vélinni í, mikil vinna að koma þessu fyrir.
Þurfti að beygja og hita hluti til að þetta rækist ekki í.
síkkaði mótorinn niður aðeins svo hægt væri að loka húddinu.



Integru Type-R mælaborði komið fyrir - MOMO stýri og Integru gírnhúa.

Rafgeymir lagður aftur í skott ásamt búið til festingar.

Setti í hann bensíndælu og lagði leiðslur fyrir það þar sem þetta var blöndungsbíll.
Baldur Gíslason vel þekktur í turbo heiminum græjaði fyrir mig allar tengingar, mikill meistari.

Kúl að vera með
10K á snúningmælinum.

Til að fá kúplinguna til að virka þurfti að breyta töluvert þar sem þessi bíll kemur orginal með barkakúplingu en gírkassinn er með vökvakúplingu, annað hvort að fá sér braket til að nota barkakúplingu á kassan en menn mæla ekki með því. Eða breyta yfir í vökvakúplingu.
Ég ákvað að smíða braket á pedalasettið sjálfur og leggja þar með vökvakúplingu í bílinn.

kúplað

snar virkar

Þá er allt klárt í húddinu og ALLT saman virkar.


Hérna er síðan test run í bleytu, svolítið riskí að spóla svona á báðum.
Sérstaklega þegar það er beygja....
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151723657487093Á eftir að setja undir hann pústkerfi,
stærri bremsur úr 93 VTi framan og aftan.
Svo spæna á þessu og hafa gaman.
Kem kannski með fleiri myndir þegar heildar lookið er komið á hann.
Þetta er í mínum huga ''ultimate hot hatch/pocket rocket''.
kv.
AJH