bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=65874
Page 1 of 1

Author:  Audrius [ Thu 17. Apr 2014 13:53 ]
Post subject:  Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Góðan dag, ég verslaði um daginn felgur 4x100 á bíl sem er 4x100 og þær passa ekki undir.

Vandamálið útskýrist þannig að miðjan, sem felgu miðja fer yfir er of lítil og passar ekki á sjálfan bílinn. Virðist vera að það munar um 2-4mm svo að felgurnar myndu passa.

Er hægt að gera eithvað í þessu ? eða ætti maður bara að skila felgunum ?

Author:  BjarkiHS [ Thu 17. Apr 2014 13:55 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

Það er hægt að láta renna úr miðjunum

Author:  Audrius [ Thu 17. Apr 2014 14:01 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

BjarkiHS wrote:
Það er hægt að láta renna úr miðjunum
Þarna ertu búin að missa mig. Hvað er það ? ](*,)

Author:  BjarkiHS [ Thu 17. Apr 2014 14:15 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

Ferð með þær á renniverkstæði og lætur fræsa úr miðjunum. =Stækkar miðjugötin

Author:  Audrius [ Thu 17. Apr 2014 14:20 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

Hvaða staðir taka sé að gera svona ? og veistu nokkuð hvað það kostar ?

Author:  sosupabbi [ Thu 17. Apr 2014 15:00 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

Skerpa í hafnarfirði taka svona að sér eins og flest öll renniverkstæði.

Author:  Audrius [ Thu 17. Apr 2014 15:03 ]
Post subject:  Re: Vandræði með felgur

sosupabbi wrote:
Skerpa í hafnarfirði taka svona að sér eins og flest öll renniverkstæði.
Vara að googla þetta og komu margar niðurstöður upp.

En með hverjum mælið þið fyrir þetta ? er líka að leitast eftir því að þetta sé mjög ódýrt.

Author:  Mazi! [ Thu 17. Apr 2014 18:34 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Renniverkstæði Ægis
Lynghálsi 11, 110 RVK

Sími: 587-1560

Author:  Audrius [ Thu 17. Apr 2014 21:00 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Veit eithver hvað þetta gæti sirka kostað ? Felgurnar kostuðu ekki meira en 20.000,- kall.

Author:  Eggert [ Fri 18. Apr 2014 00:57 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Mazi! wrote:
Renniverkstæði Ægis
Lynghálsi 11, 110 RVK

Sími: 587-1560


x2

Færir menn og gott verð!

Author:  Audrius [ Fri 18. Apr 2014 01:43 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Eggert wrote:
Mazi! wrote:
Renniverkstæði Ægis
Lynghálsi 11, 110 RVK

Sími: 587-1560


x2

Færir menn og gott verð!
Búin að fá ábendingar frá mörgum með þá en fæ engin verð eða sirka hvað þetta gæti kostað.

Author:  sosupabbi [ Fri 18. Apr 2014 02:48 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Audrius wrote:
Eggert wrote:
Mazi! wrote:
Renniverkstæði Ægis
Lynghálsi 11, 110 RVK

Sími: 587-1560


x2

Færir menn og gott verð!
Búin að fá ábendingar frá mörgum með þá en fæ engin verð eða sirka hvað þetta gæti kostað.

Þú hringir bara á þriðjudaginn og spyrð þá hvað þeir taka fyrir að renna smá úr felgonum hjá þér, fáir rennismiðir inná þessu spjalli.

Author:  Audrius [ Sun 20. Apr 2014 14:47 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Var að fá nokkur verð og það var sagt við mig að þetta kostar sirka 10-15.000 milli staða. Svo þarf ég að af felga, felgurnar þannig ég enda bara við að skila og skipta í eithvað annað.

Dáldið dýrt að gera þetta fyrir ódýrar felgur.

Author:  saemi [ Sun 20. Apr 2014 15:28 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

Hvað myndir þú taka í tímakaup á verkstæði ef þú værir með vélar, húsnæði og borga mannskap laun fyrir þetta :P

Ekki beint dýrt, en þú ert með ódýrar felgur :o

Author:  Audrius [ Sun 20. Apr 2014 15:35 ]
Post subject:  Re: Besta Verð & staður Til að fræsa felgur.

saemi wrote:
Hvað myndir þú taka í tímakaup á verkstæði ef þú værir með vélar, húsnæði og borga mannskap laun fyrir þetta :P

Ekki beint dýrt, en þú ert með ódýrar felgur :o
Þetta er mjög skiljanlegt, þessi verð þetta eru allt 3x fasa vélar hugsa ég sem taka mikin kraft og orku. :thup:

Hehehe var bara smá vongóður en gaman að svala þessari forvitni :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/