bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tollur á vélar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=65870
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Wed 16. Apr 2014 14:30 ]
Post subject:  Tollur á vélar

daginn bræður,

nú veit ég að vélaíhlutir eru ekki með neinum vörugjöldum eða toll (bara vsk). Á það sama við um heilar vélar ?

Er að spá í að flytja inn gamla mótorhjólavél.

Author:  bimmer [ Wed 16. Apr 2014 14:58 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

Nei heil vél er tolluð.

EN..... ef þú tekur af henni hlut og gerir hana ógangfæra þá er
hún varahlutur.... :)

Amk. skilst mér að þetta sé svona.

Author:  Zed III [ Wed 16. Apr 2014 15:00 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

á maður þá ekki bara að gaurinn til að kippa henni í sundur og kaupa tvo íhluti.

stupit system

Author:  Daníel Már [ Wed 16. Apr 2014 22:22 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

complete vél er með 15% vörugjöld og svo vsk ofan á það.

Author:  jonar [ Wed 16. Apr 2014 22:23 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

þegar ég flutti inn m60b40 vélina þá keypti ég hana á 210 k í swe náði í hana til swe fór með hana til noregs lét flytja hana frá þrándheimi til skipsins man ekki hvar skipið fór frá noregi, en ég borgaði eitthvað um 20 k fyrir flutning, svo fór mótorinn í skipið og flutningurinn frá noregi til íslands kostaði 30 -50 k.
ég skrifaði mótorinn sem vara hlut , og að ég hafiði keypt hann á 50 k úti, tollurinn stóð fastur á 40 þús semsagt svona 80 % af verði mótrsins, sem var skráð þar að segja. mæli með að taka heddin úr og láta senda þau sér eða eitthvað í þá áttina þá færðu ekki eitthvað fáranlega háa upphæð miðan við verð á mótor.

semsagt ef ég hefði ekki breytt að ég keypti mótorinn á 50k þá hefði það örugglega verið 150-180k í tollinn.

Author:  crashed [ Wed 16. Apr 2014 22:52 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

er nýbúinn að flytja inn 2 mótora. þú borgar 15% vörugjöld og 25,5% virðisauka skatt og svo toll afgreiðslu gjöldin. enn þeir eru engir hálvitar og sjá ansi oft í gegnum eitthvað bull hjá mönnum samanber eflaust það sem er hjá þeim sem er með lýsinguna á undan mér

Author:  Zed III [ Wed 16. Apr 2014 23:19 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

crashed wrote:
er nýbúinn að flytja inn 2 mótora. þú borgar 15% vörugjöld og 25,5% virðisauka skatt og svo toll afgreiðslu gjöldin. enn þeir eru engir hálvitar og sjá ansi oft í gegnum eitthvað bull hjá mönnum samanber eflaust það sem er hjá þeim sem er með lýsinguna á undan mér


gott að vita. eg er alveg sáttur við að greiða það.

Author:  bimmer [ Thu 17. Apr 2014 10:37 ]
Post subject:  Re: Tollur á vélar

Hélt að þetta væri meiri munur. Fyrir 15% tekur það því varla að standa í svona.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/