bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Auroracoin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=65624
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Wed 26. Mar 2014 14:19 ]
Post subject:  Auroracoin

Jæja, eru menn búnir að sækja sína aura? Hvað eru menn búnir að safna miklu? Hafið þið lennt í einhverju basli með authentication eða að færslur fari ekki í gegn?

Ég lét konuna mína senda mér sína sama með bróður minn en bara önnur færslan fór í gegn. Ég veit samt ekki hvor því að ég notaði sömu addressuna fyrir báðar.

Ég er búinn að heyra um nokkra sem voru snöggir að skipta þessu út fyrir bitcoin, ég ákvað að halda í mínar, en á meðan lækkaði verðið úr 12$ á AUR í 6$ á AUR.

Mér finnst gaman að skoða þetta en hef ekkert sérstaka trú á því að þetta eigi eftir að virka.

Hvað segið þið um þetta, er framtíð í AUR?

Ef þið hafið engan áhuga og viljið henda í mig ykkar aurum þá getið þið lagt inn á: AN7hJFV5TwQ8GUGUUPSrveW3VGy35Sf577

Author:  thorsteinarg [ Wed 26. Mar 2014 15:13 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Þegar Bitcoin byrjaði, þá kostaði eitt Bitcoin 10$. Hafði eflaust enginn trú á þessu á þeim tíma. En nú kostar eitt bitcoin 587$.
Ég ætla að halda í mína aura ;)

Author:  Misdo [ Wed 26. Mar 2014 16:25 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Hvar get ég náð í þetta eða er maður orðinn of seinn ?

Author:  IceDev [ Wed 26. Mar 2014 16:40 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

thorsteinarg wrote:
Þegar Bitcoin byrjaði, þá kostaði eitt Bitcoin 10$. Hafði eflaust enginn trú á þessu á þeim tíma. En nú kostar eitt bitcoin 587$.
Ég ætla að halda í mína aura ;)


Þegar bitcoin byrjaði þá kostaði einn bitcoin 0.0000000 dollara. Svo hækkaði þetta eftir framboð og eftirspurn.

Author:  Haffer [ Thu 27. Mar 2014 13:28 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

kemur altaf upp eitthverjar villur um ad buid se ad sækja fyrir thessa kennitölu og eitthvad bla. :argh: kan ekkert a thetta

Author:  Danni [ Thu 27. Mar 2014 17:36 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Ég er kominn með mína, en langar í meira. Hvernig fær maður meira? :D

Author:  Jón Ragnar [ Thu 27. Mar 2014 21:08 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Danni wrote:
Ég er kominn með mína, en langar í meira. Hvernig fær maður meira? :D



Leechar family :lol:

Author:  Kristjan PGT [ Fri 28. Mar 2014 00:38 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Hvernig í fjaaandanum kem ég prentuðum Auroracoins inn í sýndarveskið?

Author:  Eggert [ Fri 28. Mar 2014 17:27 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Kristjan PGT wrote:
Hvernig í fjaaandanum kem ég prentuðum Auroracoins inn í sýndarveskið?


Ferð í console og skrifar "importprivkey *lykill*", setur private lykilinn þinn í staðinn fyrir "*lykill*", svo tekur það smá tíma að koma inn..

Author:  Kristjan PGT [ Sat 29. Mar 2014 00:03 ]
Post subject:  Re: Auroracoin

Eggert wrote:
Kristjan PGT wrote:
Hvernig í fjaaandanum kem ég prentuðum Auroracoins inn í sýndarveskið?


Ferð í console og skrifar "importprivkey *lykill*", setur private lykilinn þinn í staðinn fyrir "*lykill*", svo tekur það smá tíma að koma inn..


Inni í Aurora.qt? Hvaða forrit ertu að nota? :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/