bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nesradío https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6526 |
Page 1 of 4 |
Author: | gunnar [ Tue 22. Jun 2004 20:09 ] |
Post subject: | Nesradío |
Komiði sæl, Þar sem þessi þráður heitir "Off Topic", þá langaði mig aðeins að tjá mig hérna.. Ég fór í Nesradío núna um daginn til þess að versla mér hátalara, nánar tiltekið Alpine hátalara. Þegar ég kom inn í búðina þá svipaðist ég aðeins um og strax og ég kom inn í þessa búð fannst mér eitthvern veginn eins og ég væri bara ósýnilegur.. Ég fékk ekki aðstoð nærri því strax jafnvel þótt það væri enginn annar inn í búðinni nema ég.. Loksins kemur frekar roskin kona og talar við mig, spyr mig hvað mig vantar og þaðan af. Og ég segi henni að mig vanti 13 cm hátalara í sæta bimmann minn ( BMW E36 320ia ). Og hún spyr mig, hvernig bmw er þetta, og ég segi henni, bmw e36, en þá segir hún eins og ég sé gjörsamlega þroskaheftur, nei HVERNIG BMW!, er þetta 320 eða 325? Og ég tjái henni að það skipti nú sáralitlu máli þar sem boddíið á þessum bílum sé nákvæmlega það sama.. Skiptir ekki máli... Ég ákvað að láta ekki fara í taugarnar á mér að mér væri sinnt eins og litlu smábarni sem gekk inn í Herrafataverslun með 500 kall.. Ég spurði hana hvaða hátalara hún ætti til og hvort ég gæti fengið að heyra í eitthverjum. Hún kom með eitthverja hátalara af loftinu þarna hjá sér og sagði að þetta væri það sem væri til í augnarblikinu, ég var búinn að skoða mig aðeins um en þeir sem mér leyst best á voru ekki til. Þannig ég fór að spurja um fleirri hátalara og sagði að verð væri ekki neitt endilega fyrirstaða, og þá kom eitthver maður fram og lét mig hafa eitthverja 20.000 króna hátalara.. NEMA! kerlingin, sölukvendi djöfulsins sagði að ég kæmi þessu ALDREI í bílinn hjá mér.. Nú jæja.. hví ekki spurði ég.. Og þá tjáði hún mér að ég kynni ekkert að setja græjur í bíla? HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM VEIT HÚN ÞAÐ? Svo kemur sonur þeirra þarna út held ég.. OG segist hafa nú sett 2x svona pör í akkúrat E36 bimma.. Nei nei hún segir bara við mig.. Þú kannt ekkert á þetta, taktu þessa ódýrari.. Ég hef aldrei áður gengið inn í svona búð áður.... Og eftir þessa reynslu verð ég bara að segja að ég get bara hreinlega ekki verslað við þessa búð þannig ef þið vitið um góða hljómtækjabúð sem selur góða 13 cm hátalara sem passa beint í BMW þá endilega bendið mér á hana.. |
Author: | bjahja [ Tue 22. Jun 2004 20:14 ] |
Post subject: | |
![]() ![]() ![]() Ég hef nú lent í þessari kjellu en sjiiiii ekkert þessu líkt ![]() |
Author: | force` [ Tue 22. Jun 2004 20:19 ] |
Post subject: | |
Fyrst þetta er byrjað, þá langar mig að bæta við. Það fer ekki frammhjá mörgum að ég flutti mér inn bmw 750 í fyrra. Nújæja, ég fer þangað og ætlaði að forvitnast með þjófavörn, mér finnst fínt að hafa hana. Ég labba þarna inn og þessi sama kona fer að ræða við mig, eftir dolitla bið, og sýnir mér ýmsar þjófavarnir. Mjög áhugavert og hafði ég sagt henni að ég hefði nú hugsanlega áhuga á einni þarna hjá henni fyrir einhver tæp 40þús og það alveg rosaflottur pakki. Nei það sem snéri mínu áliti alveg við og varð til þess að ég ákvað að versla ekki hjá þessu fólki er hreinlega þessi : Bíllinn minn stóð fyrir utan, við ræddum það vel og lengi hverskonar bíl þetta ætti að fara í, að þegar ég segi henni að ég ætli að spá í þessu og ræða við hana aftur fyrir þákomandi helgi, þá kveður hún mig með þessum orðum (þó ekki orðrétt er ekki með ÞAÐ gott minni) : Já farðu svo heim og þvoðu þvottinn hjá mömmu, skúra og svona, og kanski slá grasið og safna þér klinki, þetta safnast upp á endanum, bara vera dugleg í sumar HA, gangi þér vel! Ég átti ekki orð, stóð í hurðinni og gapti..... svo sagði ég bara "já ef ég væri bara ennþá SMÁBARN þá myndi það kanski ganga, peningar eru ekki vandamálið hérna" og snéri mér á hæli og skellti á eftir mér. Ég stíg ekki fæti inní þessa verslun aftur. |
Author: | gunnar [ Tue 22. Jun 2004 20:29 ] |
Post subject: | |
Ég held að eigendur þessarar verslunar ættu að endurskoða afgreiðslufólkið sitt til muna.. Ekki nema hún eigi í þessari búð, then their fucked.... ![]() |
Author: | force` [ Tue 22. Jun 2004 20:39 ] |
Post subject: | |
Það bara virkar ekki að reka verslun þegar afgreiðslufólk/eigendur gera fátt annað en að tala niðrandi til viðskiptavina. Bara just doesent WORK. |
Author: | ta [ Tue 22. Jun 2004 22:00 ] |
Post subject: | |
ég fór þarna inn um dagin. það kom strax maður til mín. ég sagðist vilja bæta hljóminn í bílnum mínum, og spurði hann hvar ég ætti að byrja, á hátölurum eða? hann spurði mig hvernig bíl ég væri á, ég sýndi honum hann. hann sagði leifðu mér að hlusta, við settumst út í bíl og hlustuðum. þetta voru ráðleggingarnar; ég mundi fyrst fá mér cd, erfitt að átti sig á hljomnum bara með útvarp. ég á handa þér magazín fyrir 37000. ég mundi byrja á því og skoða svo framhaldið. þannig að ég er sáttur við þjónustuna, fanst hún bara mjög góð. en þessi kona er ekki að gera góða hluti fyrir búðina, sammála því. |
Author: | gunnar [ Tue 22. Jun 2004 22:05 ] |
Post subject: | |
Já það er eldri maður að vinna þarna sem er mjög vingjarnlegur.... Hann einmitt var kurteis við mig og ekki með nein hortugheit.. en kerlinguna fyrirlít ég eins og fiat multipla |
Author: | Heizzi [ Tue 22. Jun 2004 22:29 ] |
Post subject: | |
jamm, þessi kelling er bara stórt NEI... ![]() ...EN svo er þarna fullorðinn maður sem kæmi mér ekki á óvart að ætti búðina, hann reyndist mér alveg einstaklega vel. Ég kom þarna og keypti millistykki fyrir græjur sem ég var að plugga í hjá mér og ég verandi algjörlega óvanur svona dóti (hafði aldrei sett bíltæki í bíl á þessum tíma) spurði hann svona um basicið hvernig ætti að tengja þetta og hann sagði mér það. Hann lánaði mér einnig verkfæri og gaf mér hosur til að plugga saman. Ekki var þetta alveg að ganga hjá mér þrátt fyrir það og ég fór inn aftur og sagði honum frá vandræðum mínum. Hann sendi þá strák af verkstæðinu út í bíl til mín að hjálpa mér og á endanum tókst okkur þetta. Ég borgaði bara fyrir þetta plug sem kostaði 300-400 kall og keyrði bara mjög sáttur í burtu... |
Author: | Benzari [ Tue 22. Jun 2004 22:30 ] |
Post subject: | |
![]() Konan er eiginkona almennilega (Gumma) mannsins og er SPES svo ekki sé meira sagt. Ef þið vitið nákvæmlega hvað ykkur vantar og viljið að það sé vel græjað í bílinn þá farið þið í NESRADÍÓ og vonandi er hún í kaffi ![]() |
Author: | Kull [ Tue 22. Jun 2004 22:34 ] |
Post subject: | |
Maðurinn sem vinnur þarna er mjög góður, hef fengið topp þjónustu hjá honum. Konan getur verið ansi stutt í spuna, best að reyna að hitta á kallinn ![]() |
Author: | Haffi [ Tue 22. Jun 2004 22:45 ] |
Post subject: | |
haha ég elska að rugla í henni ![]() Þegar hún kemst í ham ... þá kemst haffi kallinn í ham ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 22. Jun 2004 23:14 ] |
Post subject: | |
Svona fólk hata ég bara... selja skotleyfi á þessi helvíti.. Félagi minn hefur brennt sig líka á þessu, þau hafa misst af tveimur viðskiptarvinum bara í mínum vinarhóp útaf þessu... And problably still is counting! |
Author: | Svezel [ Tue 22. Jun 2004 23:31 ] |
Post subject: | |
Ha ha Jónína frænka er solid ![]() Ég tala bara alltaf við Kára eða Gumma ef svo stendur á, þeir klikka aldrei. Svo er Jónína fín ef maður þekkir hana. |
Author: | Thrullerinn [ Wed 23. Jun 2004 00:34 ] |
Post subject: | |
Ég þekki engan annan en Kára þarna... Hann er toppnáungi. |
Author: | joipalli [ Wed 23. Jun 2004 05:01 ] |
Post subject: | |
Úff maður lifandi, ég lenti einnig í henni. Fór að röfla um hversu mörg ár í skóla ég þurfti til að geta þrætt snúrur um bílinn minn, þegar ég var að spurjast fyrir um kit sem ég keypti nú samt. Ég kannast vel við bróðir hennar sem vill svo til að er læknir og reyndi að koma því inní umræðuna til að geta kastað kveðju og verið vingjarnlegur. Því var snúið upp í að ég ætti ekki að hefja læknisaðgerð sjálfur því ég hafði ekki reynslu né vitsmuni til neins. Líkt og með rafmagns námið sem hún nefndi áður. ![]() ![]() ![]() ![]() Svezel þeir sem þekkja hana vel verja hana alveg, svo þetta hlýtur nú að vera fín manneskja inn við beinið...innst inn við beinið ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |