bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 19:27

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 57 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 12:20 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Er farið að langa að færa mig upp frá 3dyra 15 ára gömlum 1L Toyota Yaris sem ég hef átt í nokkuð langan tíma og hefur þjónað mér gríðarlega vel á þeim tíma.

Er að byrja að hugleiða hvaða bíl ég ætti að stefna á að versla næst.

Kröfur:
Verð á bilinu 1-2 m.kr.
Ekinn undir 120.000
4/5 dyra
Hófleg eyðsla innanbæjar
Lág bilanatíðni
Góður akstursbíll

Hef verið að horfa einstaklega mikið til Toyota Avensis og Skoda Octavia, þá meira til Avensis þar sem að mér finnst Octavian ekkert sérstaklega fallegur bíll. Þeir eru þó hugsanlega í stærri kantinum á því sem okkur vantar (erum tvö, en það bætist eflaust einhverntíman í fjölskylduna). Þá er spurning með bíla eins og Focus, i30, Ceed o.s.frv.

Hvað segja menn? Ef þið væruð í þessum sporum hvert mynduð þið horfa?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 13:09 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
Myndi gleyma öllu sem er framleitt af VW(ss vw, audi, skoda) einfaldlega afþví að það er drasl og bilar fyrir allan peninginn, ég myndi persónulega skoða að kaupa mér hondu accord eða subaru legacy, þeir kanski eyða aðeins meira en þeir bila sama sem ekkert, toyota kæmi þó líka til greina en gæðin hafa þó dvalað á síðustu árum hjá þeim. Ef planið er að eiga bílinn til lengri tíma myndi ég líka forðast nýrri dísel bíla þótt þeir séu freistandi kaup, þegar þeir bila er viðgerðakostnaðurinn alveg himin hár (þaes á vélartengdum bilunum).

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 14:18 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 27. Sep 2006 22:15
Posts: 710
fljótt á litið. ef þig vantar bara svona a-b bíl sem er sæmilega þægilegur og ekki með dósafíling, þá segi ég toyota avensis bensínbíl

_________________
BMW 735i E32
Subaru 1800 Turbo Yoda


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 14:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Oct 2012 21:28
Posts: 1514
Location: On the other side
BMW E46 316/320D

Getur fengið hann í Touring(station) útgáfu ef það hentar betur.

_________________
Honda Civic EK4 turbo 99
Honda Civic EK vti í rifi 00

Image

|E34 x1 | E36 x10 | E38 x2 | E39 x2 |

( [ o o ] [][] [ o o ] )


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 18:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Mar 2005 16:35
Posts: 2042
Orri Þorkell wrote:
fljótt á litið. ef þig vantar bara svona a-b bíl sem er sæmilega þægilegur og ekki með dósafíling, þá segi ég toyota avensis bensínbíl


Avensis hefur nú alveg verið þekktur fyrir að það skemmist í honum stýrisliður og svo það sem verra er eru margir af þeim að brenna olíu.
Legacy inn er fínn en 165 ha vélin eyðir of miklu miðað við hvernig hún vinnur og svo hafa verið að fara sjálfskiptingar í þeim.

Ef ég væri að reyna að finna mér bíl fyrir 1-2 millj. myndi ég frekar fara í lítið ekinn 1.6l bensín octaviu með góða þjónustusögu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 19:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Oct 2012 21:28
Posts: 1514
Location: On the other side
Dóri- wrote:
Orri Þorkell wrote:
fljótt á litið. ef þig vantar bara svona a-b bíl sem er sæmilega þægilegur og ekki með dósafíling, þá segi ég toyota avensis bensínbíl


Avensis hefur nú alveg verið þekktur fyrir að það skemmist í honum stýrisliður og svo það sem verra er eru margir af þeim að brenna olíu.
Legacy inn er fínn en 165 ha vélin eyðir of miklu miðað við hvernig hún vinnur og svo hafa verið að fara sjálfskiptingar í þeim.

Ef ég væri að reyna að finna mér bíl fyrir 1-2 millj. myndi ég frekar fara í lítið ekinn 1.6l bensín octaviu með góða þjónustusögu.



VW og allt sem því fylgir (skoda,audi) verður bara vandamál.. þetta bilar kannski ekkert að ráði svona fyrst en þegar þetta er orðið ekið svolítið þá verður þetta bara vesen t.d. rafmagnsbilanir sem engin nennir að standa í, mælaborðið er eins og jólatré loga öll heimsins ljós.

Það er hægt að fá svo margt annað hagstæðara á sama pening.. bara spurning um að leita í réttu tegundina (bmw sem er ekki orðinn alltof gamall,sama gildir með benz,legacy/impreza 2003+ og margt fl.

Gangi þér vel :)

_________________
Honda Civic EK4 turbo 99
Honda Civic EK vti í rifi 00

Image

|E34 x1 | E36 x10 | E38 x2 | E39 x2 |

( [ o o ] [][] [ o o ] )


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 19:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Hef einmitt verið í sömu pælingum og þú Jónas.

Vantar nýrri fjölskyldu bíl handa konunni. Hef verið að skoða svolítið Toyota Avensis ca. 2005-2007.

Hægt að fá þessa bíla frekar lítið ekna, station með krók og jafnvel leðri osfv á fínu verði.

Hef verið á svona bíl í vinnunni og líkar eiginlega bara afar vel. Finnst bíllinn afar vel hannaður og eldist bara rosalega vel.

En það var talað um hér að ofan um olíubrennslu? Var það eitthvað x tímabil eða eru þessir 1.8vvti mótorar ekki að gera sig? Hef ekki heyrt af þessu.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 19:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
L473R wrote:
Dóri- wrote:
Orri Þorkell wrote:
fljótt á litið. ef þig vantar bara svona a-b bíl sem er sæmilega þægilegur og ekki með dósafíling, þá segi ég toyota avensis bensínbíl


Avensis hefur nú alveg verið þekktur fyrir að það skemmist í honum stýrisliður og svo það sem verra er eru margir af þeim að brenna olíu.
Legacy inn er fínn en 165 ha vélin eyðir of miklu miðað við hvernig hún vinnur og svo hafa verið að fara sjálfskiptingar í þeim.

Ef ég væri að reyna að finna mér bíl fyrir 1-2 millj. myndi ég frekar fara í lítið ekinn 1.6l bensín octaviu með góða þjónustusögu.



VW og allt sem því fylgir (skoda,audi) verður bara vandamál.. þetta bilar kannski ekkert að ráði svona fyrst en þegar þetta er orðið ekið svolítið þá verður þetta bara vesen t.d. rafmagnsbilanir sem engin nennir að standa í, mælaborðið er eins og jólatré loga öll heimsins ljós.

Það er hægt að fá svo margt annað hagstæðara á sama pening.. bara spurning um að leita í réttu tegundina (bmw sem er ekki orðinn alltof gamall,sama gildir með benz,legacy/impreza 2003+ og margt fl.

Gangi þér vel :)

Sannari orð hafa ekki verið sögð, þetta eru alveg einstaklega lélegir bílar, þeir bila og bila og bila og bila sem væri allt í lagi ef þeir gæfu eitthvað til baka annað en að vera a-b drusla. Honda og subaru eru besti kosturinn að mínu mati, myndi skoða mözdu líka ef varahlutir í þá væru ekki svona dýrir, varðandi toyotu þá hafa þeir aðdáendur sem ég hef talað við talað um dvínandi gæði frá og með árinu 2005, þekki það ekki frekar.

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 20:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Eyðir Honda Accord með 2L mótor ekki bara rosalega miklu, svipað og Subaru Legacy hefur maður heyrt.

Einhverjum 12-13 lítrum.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 20:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 27. Sep 2006 22:15
Posts: 710
ef þú ert að pæla í innanbæjareyðslu mikið, þá er bmw diesel samt alveg málið. þarft ekki að vera hræddur við aksturinn ef þeim er rétt við haldið. ef þú ert að keyra mikið innanbæjar þá ertu ekki lengi að spara það sem þú borgar meira fyrir diesel bíl. 3.0 M57 stendur í 8.5 hjá mér. það er ansi mikill munur á 8.5-9.5 og 12-13.
2.0 lítra diesel bmw mótorinn er að fara með ennþá minna en ég hef enga reynslu eða þekkingu hvernig þeir eru að endast.
Ég hugsa það gæti verið sterkur leikur samt að spjalla við þá hjá eðalbílum ef þú villt skoða bmw

_________________
BMW 735i E32
Subaru 1800 Turbo Yoda


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 20:48 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Tue 22. Apr 2008 16:20
Posts: 1318
Location: Selfoss
Mér finnst fremur fyndið að menn tali um að VW og Skoda bili en mæla svo með 11-12 ára BMW.

Bróðir pabba á 2008 árgerð af skoda keyrðan 160 þús og það er bara eðlilegt viðhald á honum, hef svipaða sögu að segja um Passat frá sama tímabili. Ef þú hugsar almennilega um bílinn þá fyrirbyggiru þetta vesen, nánast sama hvaða tegund af bíl er um að ræða.

Subaru Legacyinn er flottur en eyðir frekar miklu. Sjálfur myndi ég velja mér Octaviu eða einhverja Toyotu ef ég væri í þessum pælingum.

_________________
Enginn bíll eins og er.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 21:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
gunnar wrote:
Eyðir Honda Accord með 2L mótor ekki bara rosalega miklu, svipað og Subaru Legacy hefur maður heyrt.

Einhverjum 12-13 lítrum.

Hugsa að þeir séu í kringum 11-12 lítrum jú, en persónulega vill ég frekar eyða 2 lítrum meira á hverja 100km ekna heldur en að vera með skodan minn alltaf á verkstæði, fyndið hvað margir vw eigendur eru með stockholm syndrome, kaupa sér alltaf nýjan og nýjan samt var gamli alltaf bilaður :lol:

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 21:12 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 27. Sep 2006 22:15
Posts: 710
Vlad wrote:
Mér finnst fremur fyndið að menn tali um að VW og Skoda bili en mæla svo með 11-12 ára BMW.

Bróðir pabba á 2008 árgerð af skoda keyrðan 160 þús og það er bara eðlilegt viðhald á honum, hef svipaða sögu að segja um Passat frá sama tímabili. Ef þú hugsar almennilega um bílinn þá fyrirbyggiru þetta vesen, nánast sama hvaða tegund af bíl er um að ræða.

Subaru Legacyinn er flottur en eyðir frekar miklu. Sjálfur myndi ég velja mér Octaviu eða einhverja Toyotu ef ég væri í þessum pælingum.

allir þeir sem ég þekki sem hafa átt octaviu 2007+ hafa verið ánægðir. sjálfur átti ég octaviu 2002 með 1600cc og eina sem ég gerði var að fara með hann í smurningu og bremsur. svo átti ég passat 2004 með 1.9tdi og það fór túrbína í honum en annað var það ekki nema viðhald. Eftir að ég seldi hann fór rafkerfið eitthvað í rugl en það var afþví framrúðan var vitlaust sett í og lak slatta inn. Enginn af þessum bílum voru með mælaborð sem var eins og jólaseria og enginn af þeim með tölvuvesen.
Er svosem ekki að rengja þá sem segja að þetta séu drasl bílar, en þeir mættu koma með betri rök, og hvað þetta er sem er alltaf að bila þegar þeir eru keyrðir eitthvað af viti. Svo er það líka eins og Vlad segir, eigandinn skiptir öllu máli

_________________
BMW 735i E32
Subaru 1800 Turbo Yoda


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 21:16 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 27. Sep 2006 22:15
Posts: 710
sosupabbi wrote:
gunnar wrote:
Eyðir Honda Accord með 2L mótor ekki bara rosalega miklu, svipað og Subaru Legacy hefur maður heyrt.

Einhverjum 12-13 lítrum.

Hugsa að þeir séu í kringum 11-12 lítrum jú, en persónulega vill ég frekar eyða 2 lítrum meira á hverja 100km ekna heldur en að vera með skodan minn alltaf á verkstæði, fyndið hvað margir vw eigendur eru með stockholm syndrome, kaupa sér alltaf nýjan og nýjan samt var gamli alltaf bilaður :lol:

og hverskonar fólk er það? hvað var að gamla bílnum? hvernig bilaði nýji bíllinn? fara þeir vel með bílana sína? vita þeir eitthvað um bíla? hver sá um viðhaldið á þeim?
er ekki að segja þetta séu góðir eða slæmir bílar það vantar bara allt sem heitir rök í þetta

_________________
BMW 735i E32
Subaru 1800 Turbo Yoda


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bíl?
PostPosted: Wed 05. Feb 2014 21:45 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 01. Apr 2008 14:00
Posts: 339
Hvað með Volvo v40/50 2.0d ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 57 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group