bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

það voru svo margir M5 og M3 í kringum mig...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6489
Page 1 of 1

Author:  ramrecon [ Sat 19. Jun 2004 20:18 ]
Post subject:  það voru svo margir M5 og M3 í kringum mig...

Jæja ég er þá kominn frá akureyri og var þetta merkileg ferð.... ég fór niður á tjaldstæði til að hitta nokkra félaga, en viti menn þá sagði einhver "þetta er gaurinn sem á 540 bílinn" ég svona leit við og sá nokkra stráka sem voru að tala um bílinn og spurðu mig eitthva blablabla (þeir voru komnir vel í glas) ég þekkti þá ekkert og þeir fóru svona að spurja mig út í bílinn og svona hreyttu spurningum í mig og komu með svona comment "isss ég rústa þér í spyrnu" og eitthvað álíka, ég bara svona horfði fram hjá því og bara reyndi að vera ágætur svona síðan var þetta farið að ganga út í svona hálf böggandi dæmi þar sem maður var orðinn svona umkringdur hálfvitum sem að töluðu allir ofaní hvorn annan og yfir mig og bara rugl sko.
Síðan fór einn drengurinn að halda því fram að hann ætti M5 og endurtók það svona 80x hvað hann gæti tekið mig í spyrnu og ég sagði "já veistu mér er nú bara alveg sama en hvað segirðu hvernig M5 er þetta ? hvernig boddí og hvaða árg?" og þessi skemmtilegi einstaklingur svaraði svona skemmtilega "þetta er bmw M5 og hann er blár" og ég svona "já..... en hvernig boddí og árgerð?" hann svaraði svona 3-4x aftur þangað til að ég fékk uppúr honum að þetta hefði verið '99 árg. og boddíið væri CS-55 ........ :roll: setti upp svona svip og þagði í smástund, síðan gekk ég burtu meðan þeir stóðu og töluðu ofaní hvor aðra um alla M3 og M5 bílana sem að þeir hefðu átt og hreyttu rugli framan í hvorn annan... mér leið eins og ég væri í The Twilight Zone og tek það fram að þessir drengir voru svona tjahh 17 ára jafnvel uppí 20 aldurinn þori samt ekkert að fullyrða því að þetta var svo skrítið og mér leið bara mjög illa þarna, þetta voru mestu ræflar sem ég hef hitt í langan tíma ;) en já ég heilsaði Jóni Ragnari :D flottur. En já annars var fjör á akureyri hvað um ykkur ?

Author:  Kull [ Sat 19. Jun 2004 21:20 ]
Post subject: 

Þú hefðir bara átt að slengja honum út og draga upp tommustokkinn :roll:

Author:  gunnar [ Sun 20. Jun 2004 02:27 ]
Post subject: 

Rofl, kjafturinn á fólki er oft stærri en buddan :twisted:

Author:  saemi [ Sun 20. Jun 2004 12:54 ]
Post subject: 

Ég hefði haft svo gaman að þessu. Pappakassar eru bara til að hlægja að þeim :lol:

Það pirrar mig nákvæmlega núll þegar bullukollar eru að steypa og bulla í manni, bara gaman að heyra fávisku þeirra :P

Author:  ramrecon [ Sun 20. Jun 2004 13:41 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Ég hefði haft svo gaman að þessu. Pappakassar eru bara til að hlægja að þeim :lol:

Það pirrar mig nákvæmlega núll þegar bullukollar eru að steypa og bulla í manni, bara gaman að heyra fávisku þeirra :P


Heh já þetta er alveg merkielgt ég hef aldrei lent í öðrum eins ösnum ég stóð þarna og sagði nánast ekkert meðan þeir töluðu lýgina oní hvorn annan hægri vinstri og ég stóð þarna bara og husgaði... "jemundur hvað ertu búinn að koma þér í maður.. you are surrounded by idiots" var svona að reyna að lauma mér burtu tók svona hænuskref mjög sneeky ;)

Author:  Svezel [ Sun 20. Jun 2004 16:33 ]
Post subject: 

Þú hefur kannski lent í http://www.bmwkraftur.is/papakassi/pappir.html ?

En þetta hefur verið vel súr hópur...sem ég man a.m.k ekki til í að hafa verið í :lol:

Author:  GK [ Mon 21. Jun 2004 03:02 ]
Post subject: 

svipað og gaur sem ég er að vinna með hann fékk alveg 13 hestöfl úr "kraftpústinu" sínu og hefur átt fjóra nissan sunny 1600 bíla sem voru allir yfir 200 hestöfl

:D ótrúlegt hvað sumir halda að maður viti ekki neitt

Author:  Jón Ragnar [ Tue 22. Jun 2004 20:20 ]
Post subject: 

Auhh já hitti þig einmitt :D

Author:  aronjarl [ Wed 23. Jun 2004 00:37 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Þú hefðir bara átt að slengja honum út og draga upp tommustokkinn :roll:


hahahaha.. :lol: snilld..

mér finst gaman að tala við svona vitleisinga sem halda að k&n síja og opið púst geri mikið meira power og halada að sé bara ekkert mál að tjúnna vélar ''bara skrúfa eina skrúfu'' :?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/