bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=64752
Page 1 of 4

Author:  Audrius [ Thu 16. Jan 2014 23:00 ]
Post subject:  Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Góðan dag/kvöld er með eina spurningu hérna, Er með bíl sem er því miður ekki BMW en langar samt að spurja út í þetta.

Hvað getur verið að þegar maður gefur í eða bremsar snögglega að stýrið fer mjög langt til vinstri eða hægri ? Veit að það gerist smá alltaf en þetta er gríðarlega mikið sem beygist til hliða.

Author:  crashed [ Thu 16. Jan 2014 23:39 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

ónít lega öðrum meiginn, boginn dempari, bremsar of lítið einum meiginn, og vitlaust hjólabil t.d.

Author:  Audrius [ Fri 17. Jan 2014 00:37 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Það er allavega ekkert bilað eða brotið eða neitt svoleiðis. Þetta gerðist þegar ég skipti um dekk og fór í stærri. Sem sagt úr 14" yfir í 17". Er eithvað sem þarf að gera við bílinn þegar maður stækkar svona ? fyrir utan að balance dekkinn ? :-k

Author:  eiddz [ Fri 17. Jan 2014 00:44 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Audrius wrote:
Það er allavega ekkert bilað eða brotið eða neitt svoleiðis. Þetta gerðist þegar ég skipti um dekk og fór í stærri. Sem sagt úr 14" yfir í 17". Er eithvað sem þarf að gera við bílinn þegar maður stækkar svona ? fyrir utan að balance dekkinn ? :-k

Er réttur loftþrýstingur?
Gæti verið of lítið öðrumegin

Author:  srr [ Fri 17. Jan 2014 00:45 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Audrius wrote:
Það er allavega ekkert bilað eða brotið eða neitt svoleiðis. Þetta gerðist þegar ég skipti um dekk og fór í stærri. Sem sagt úr 14" yfir í 17". Er eithvað sem þarf að gera við bílinn þegar maður stækkar svona ? fyrir utan að balance dekkinn ? :-k

Hjólastilling gæti verið vitlaus. Verður meira vandamál með stærri dekkjum.

Author:  Audrius [ Fri 17. Jan 2014 00:47 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Já hugsaði það sjálfur að það gæti verið ekki sami þrýstingur eða ekki nægilega balanced. Það ætti ekki að vera neitt mál að láta laga það ? hugsa að ég fer aftur á staðinn sem ég lét gera þetta.

En er eithvað meira sem gæti komið til greina ? :-k

Author:  Audrius [ Fri 17. Jan 2014 16:29 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Spjallaði við mannin sem gerði þetta og hann sagði að þetta gæti verið annað hvort diskarnir á bílnum eða ég ætti að hjólastilla hann.

Á erfitt með að trúa að þetta séu diskarnir þannig gæti það passað að það þarf að hjólastilla bílinn við svona breytingar ? Ef svo hvar er best að gera þetta ? svona bang for buck ?

Author:  eiddz [ Fri 17. Jan 2014 21:32 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Gæti líka verið að spyrnufóðringar séu orðnar slappar?

Hvernig bíll er þetta annars?

Author:  Audrius [ Fri 17. Jan 2014 23:11 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

VW Polo 2012. Á mjög erfitt með að trúa að eithvað sé ónýtt eða sé búið finnst líklegast að þetta sé eithver stilling.

ATH Þetta gerist ekki fyrir en ég skipti yfir í 17" felgur og Low Profile dekk. :thup:

Author:  BjarkiHS [ Sat 18. Jan 2014 11:35 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Hefuru prufað að setja 14" undir aftur og taka rúnt ?

Author:  Audrius [ Sat 18. Jan 2014 14:10 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

BjarkiHS wrote:
Hefuru prufað að setja 14" undir aftur og taka rúnt ?
Þá verður þetta allt fínt aftur.

Author:  Angelic0- [ Sat 18. Jan 2014 18:46 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

rétt offset á felgunum...

Author:  Audrius [ Sat 18. Jan 2014 21:11 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Angelic0- wrote:
rétt offset á felgunum...
Núna kem ég eins og dummie, Ekki allveg að fylgja þér þarna, hvað ertu að meina með offset ?

Author:  Aron [ Sat 18. Jan 2014 21:17 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Audrius wrote:
Angelic0- wrote:
rétt offset á felgunum...
Núna kem ég eins og dummie, Ekki allveg að fylgja þér þarna, hvað ertu að meina með offset ?




Author:  Audrius [ Sun 19. Jan 2014 01:50 ]
Post subject:  Re: Spurningar varðandi bíl (Stýris tengt)

Aron wrote:
Audrius wrote:
Angelic0- wrote:
rétt offset á felgunum...
Núna kem ég eins og dummie, Ekki allveg að fylgja þér þarna, hvað ertu að meina með offset ?



Ok hvernig ég skil þá er þetta ekki vandamálið, Dekkinn eru en undir bílnum, sem sagt fara ekkert út fyrir.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/