bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Reimavesen https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=64745 |
Page 1 of 1 |
Author: | jens [ Thu 16. Jan 2014 08:09 ] |
Post subject: | Reimavesen |
Væri gott að fá ráð núna. Er að vesenast með Galant sem vælir hrikalega á reimum, er búin að reyna ýmislegt eins og að skipta um reimar, láta verkstæði skipta um reimar, þrífa reimarhjólin en alltaf mjög svipuð útkoma. Nú er málið áræðanlega að þetta er bara orðið slitið, eru til einhver ráð, spray, betri reimar eða einhver önnur ráð ? |
Author: | gardara [ Thu 16. Jan 2014 10:03 ] |
Post subject: | Re: Reimavesen |
Hvað með strekkjarann, getur verið að hann sé e-ð vanstilltur? Að strekkja of aggresíft kannski? |
Author: | eiddz [ Thu 16. Jan 2014 21:11 ] |
Post subject: | Re: Reimavesen |
lega í leiðarahjóli, alternator eða stýrisdælu? |
Author: | Danni [ Thu 16. Jan 2014 23:21 ] |
Post subject: | Re: Reimavesen |
Ég hef verið að vinna í Renault Kangoo sem var með endalaust reimavæl. Ég hafði einmitt skipt um reimar tvisvar, strekkt á reiminni inn á milli þegar hún byrjaði að væla aftur en alltaf fór þetta í sama farveg. Síðan komst ég að því að hjólið á alternatornum er með þannig búnað að í aðra áttina (öfugt við þá átt sem vélin snýst) þá fríhjólar hjólið án þess að snúa innvolsi alternatorsins, en í hina áttina snýst alternatorinn alltaf. Þetta hjól var orðið fast þannig að alternatorinn snérist í báðar áttir. Þegar það var slegið af, drepið á bílnum og svoleiðis, þá kom aukið álag á strekkjarann útaf þessu og hann losnaði alltaf. Hérna er myndband sem útskýrir þetta betur: Þegar þetta klikkar getur komið endalaust reimavæl og ekkert virðist laga það. Ég mæli með að þú athugir hvort að það sé svona búnaður á alternatornum í bílnum þínum og ef svo er þá hvort þetta sé orðið ónýtt. |
Author: | jens [ Fri 17. Jan 2014 09:00 ] |
Post subject: | Re: Reimavesen |
Takk fyrir þetta ![]() Skoða það í kvöld. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |