Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38 Posts: 5953 Location: Akranes
Væri gott að fá ráð núna.
Er að vesenast með Galant sem vælir hrikalega á reimum, er búin að reyna ýmislegt eins og að skipta um reimar, láta verkstæði skipta um reimar, þrífa reimarhjólin en alltaf mjög svipuð útkoma.
Nú er málið áræðanlega að þetta er bara orðið slitið, eru til einhver ráð, spray, betri reimar eða einhver önnur ráð ?
Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM. ██ 1994 BMW E36 332i sedan ██ 1991 Chevrolet Camaro Z28 ██ 1982 Toyota Carina A60 ██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52 Posts: 5326 Location: Keflavík
Ég hef verið að vinna í Renault Kangoo sem var með endalaust reimavæl. Ég hafði einmitt skipt um reimar tvisvar, strekkt á reiminni inn á milli þegar hún byrjaði að væla aftur en alltaf fór þetta í sama farveg.
Síðan komst ég að því að hjólið á alternatornum er með þannig búnað að í aðra áttina (öfugt við þá átt sem vélin snýst) þá fríhjólar hjólið án þess að snúa innvolsi alternatorsins, en í hina áttina snýst alternatorinn alltaf. Þetta hjól var orðið fast þannig að alternatorinn snérist í báðar áttir. Þegar það var slegið af, drepið á bílnum og svoleiðis, þá kom aukið álag á strekkjarann útaf þessu og hann losnaði alltaf.
Hérna er myndband sem útskýrir þetta betur:
Þegar þetta klikkar getur komið endalaust reimavæl og ekkert virðist laga það. Ég mæli með að þú athugir hvort að það sé svona búnaður á alternatornum í bílnum þínum og ef svo er þá hvort þetta sé orðið ónýtt.
_________________ Danni
'01 E46 330iA '99 E46 320i '98 Honda Civic 1.5i '17 VW Polo 1.2 TSi
Users browsing this forum: No registered users and 20 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum