bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Fékk ég góða hugmynd að keppnisbraut? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6426 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Sun 13. Jun 2004 21:43 ] |
Post subject: | Fékk ég góða hugmynd að keppnisbraut? |
Ég var á rölti út í Örfyrisey áðan og fékk allt í einu snilldar hugmynd. Þar sem kaffivagninn er eru verðbúðir í röðum og ég horfði löngunaraugum á einn skúrinn og hugsaði með mér, þetta væri FRÁBÆR bílskúr fyrir bíladellumenn sem eru skúralausir... maður ætti að leigja sér aðstöðu þarna og áður en maður veit af verða nágrannar manns með fullt að skemmtilegum bílum í röðum í þessum húsum. En - þegar fram líða stundir og við verðum svona tíu árum eldri, efnaðari og áhrifameiri þá væri þetta svæði auðvitað þrælsniðugt sem keppnissvæði. Það væri braut hringinn í kringum skúrana og keppt um helgar þegar engin starfsemi er á höfninni (eða húnu bara færð á meðan) og skúrarnir væru svo pitturinn ![]() Þarna er allt til staðar sem þarf, bara kippa staurunum í burtu og breyta lýsingunni, setja færanlega Guard Rail a la Monaco og VOILA! Keppnissvæði fyrir lítið ![]() |
Author: | bimmer [ Sun 13. Jun 2004 21:45 ] |
Post subject: | |
Granda Prix!!!! |
Author: | Alpina [ Sun 13. Jun 2004 21:52 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Granda Prix!!!!
hahahaha ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Sun 13. Jun 2004 22:20 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: bimmer wrote: Granda Prix!!!! hahahaha ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Svezel [ Sun 13. Jun 2004 22:21 ] |
Post subject: | |
Við(útgerðin okkar) erum með eina og hálfa verbúð þarna) og Það væri fínt fyrir bíladellukall að eiga heima þarna. Fínt pláss fyrir bíl og öll verkfæri á jarðhæð en lítil íbúð á efri hæðinni. Það eru nokkrar skemmtilegar beygjur þarna og mætti náttúrlega bæta við til að gera fína braut. EN þetta er og á að vera vinnusvæði sem ég sé engan tilgang í að breyta |
Author: | bebecar [ Sun 13. Jun 2004 22:33 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Við(útgerðin okkar) erum með eina og hálfa verbúð þarna) og Það væri fínt fyrir bíladellukall að eiga heima þarna. Fínt pláss fyrir bíl og öll verkfæri á jarðhæð en lítil íbúð á efri hæðinni.
Það eru nokkrar skemmtilegar beygjur þarna og mætti náttúrlega bæta við til að gera fína braut. EN þetta er og á að vera vinnusvæði sem ég sé engan tilgang í að breyta Þetta er svona tvíþætt - það væri ekki slæmt fyrir dellukarlana að geta leigt sér skúra þarna og svo væri ekki fúlt heldur að geta lokað götunni í nokkra klukkutíma annað slagið - eflaust væri hægt að ganga þannig frá þessu að bæði þrífist á staðnum. En - eins og ég segi ég horfði bara löngunaraugum á þessa skúra. Varla eru þeir allir í notkun er það? |
Author: | iar [ Sun 13. Jun 2004 22:42 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Granda Prix!!!!
![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |