bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=64084
Page 1 of 3

Author:  arnarz [ Sun 17. Nov 2013 23:06 ]
Post subject:  1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Bimmarnir mínir deila félagsskap í húsnæði með þessum 600SEL. http://www.mbclub.is/spjall/viewtopic.php?f=15&t=22745

Author:  Alpina [ Sun 17. Nov 2013 23:09 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Svona fleki vinnur feitt vel

Author:  Angelic0- [ Mon 18. Nov 2013 01:01 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

sé eftir mínum svona... samt ekki :lol:

Author:  srr [ Mon 18. Nov 2013 01:33 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Svalur bíll fyrir utan þetta rice dót,,,,

Author:  ömmudriver [ Mon 18. Nov 2013 03:22 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Innréttingin í þessum bíl er fáranlega ljót en pottþétt mökkþæginleg sæti fyrir það.

Author:  Jón Ragnar [ Mon 18. Nov 2013 09:06 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

þessi var í eigu eins meðlims hérna fyrir mörgum árum ekki satt?


Var læknir uppi á Akranesi

Author:  íbbi_ [ Mon 18. Nov 2013 17:51 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

jú það passar. þetta er sá

Author:  arnarz [ Mon 18. Nov 2013 21:04 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

srr wrote:
Svalur bíll fyrir utan þetta rice dót,,,,


eina rice dótið eru ljósinn undir mælaborðinu en það er samt alveg að lúkka en það er auðvitað on og off takki fyrir það :thup:


Jón Ragnar wrote:
þessi var í eigu eins meðlims hérna fyrir mörgum árum ekki satt?
Var læknir uppi á Akranesi


jú passar hann heitir Bergþór Björnsson (Benzboy)

ömmudriver wrote:
Innréttingin í þessum bíl er fáranlega ljót en pottþétt mökkþæginleg sæti fyrir það.


það er þín skoðun en hann er ekkert síðri en e32 að innan. Já það er mökkþæginlegt að sitja í honum :D

Author:  Eðalstjarna [ Mon 18. Nov 2013 22:55 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

ömmudriver wrote:
Innréttingin í þessum bíl er fáranlega ljót en pottþétt mökkþæginleg sæti fyrir það.


Sama hvað hver segir að þá er það staðreynd að það er mikið meira lagt í innréttingarnar í W140 Benzinum heldur en nokkurn tímann innréttingarnar frá Bmw E32 T.d í við, sauma og þess háttar.

Ég skora á þig að skoða fyrst almennilegar myndir af svona innréttingu (aðrar en þessar lélegu símamyndir sem ég tók) og bera það saman við innréttingu í samkeppnisaðilanum við W140 Benzinn (BMW E32) :-#

Author:  Angelic0- [ Tue 19. Nov 2013 01:55 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Eðalstjarna wrote:
ömmudriver wrote:
Innréttingin í þessum bíl er fáranlega ljót en pottþétt mökkþæginleg sæti fyrir það.


Sama hvað hver segir að þá er það staðreynd að það er mikið meira lagt í innréttingarnar í W140 Benzinum heldur en nokkurn tímann innréttingarnar frá Bmw E32 T.d í við, sauma og þess háttar.

Ég skora á þig að skoða fyrst almennilegar myndir af svona innréttingu (aðrar en þessar lélegu símamyndir sem ég tók) og bera það saman við innréttingu í samkeppnisaðilanum við W140 Benzinn (BMW E32) :-#


Í hvaða heimi býrð þú :?:

Heimi gormasæta og leðurlíkis :?:

W140 protrude-aði markaðinn og er bíll sem að keppir í raun við E38....

Fyrir utan að innréttingarnar í E32 eru langtum smekklegri en W140 innréttingarnar...

Loftkæld sæti er held ég eini fítusinn sem að ég myndi telja til þess að vera betri í W140 en E32/E38...

Drifrás og Fjöðrun er algjört sorp í W140 t.d. samanborið við E32... og E38 einnig... Flotbryggjufílingur dauðans og comfortið út um gluggann því að það liggur við að maður verði sjóveikur... ekkert þægilegt við það :!:

Hef átt tvo W140 og marga E32... og einnig marga E38.... þannig að ég hef samanburð... vafalaust er misjafn smekkur manna, en mín skoðun er að E38>E32>W140... allan daginn :!:

Var mjög hrifinn af S-Class og hafði alltaf talið hann vera betri (íburðarmeiri) en 7series.... en það álit mitt breyttist fljótlega... þessi Mercedes mýta er gömul og lúin... eflaust voru þetta góðir bílar einhverntímann, en ég hef bara átt tvo góða Mercedes og báðir voru W124....

Author:  Eðalstjarna [ Tue 19. Nov 2013 16:46 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Þú gerir þér grein fyrir því að W140 bíllinn kom á markað árið 1991 og e38 árið 1994. Og árið 1994 breyttist W140 bíllinn mikið og er það bíllinn sem þú getur borið saman við e38. Annars vill ég nú meina að aldrei hafi verið samkeppni milli w140 og e38 heldur aðeins milli w220 og e38. Þó að þú hafir brotið drifið þitt í einhverjum átökum á bílnum sem þú áttir þá réttlætir það ekki að segja það að drifrásin í þessum bílum og fjöðrun sé sorp. Vertu svo ekkert að bera saman gamla flakið sem þú áttir við bílinn okkar.

Author:  sosupabbi [ Tue 19. Nov 2013 16:54 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Þetta er virkilega fallegt eintak svona fyrir utan þessi innréttingarljós :thup: þó ég sé nú alltaf hrifnari af E32/E38 þá finnst mér þessir oft á tíðum ekkert síðri fyrir utan kanski umrædd gormasæti :lol: en varðandi drifrás oþh þá er þetta einfaldlega ekki smíðað fyrir átök, E38 er líka með alveg ömurleg drif hliðiná td E32.

Author:  Eðalstjarna [ Tue 19. Nov 2013 18:02 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Takk fyrir það, já þetta er einstakur litur og mjög sjaldgæfar 19" AMG Monoblock felgur (eftir því sem ég best veit eina settið á landinu af 19") pústið er ekkert rice dót heldur er þetta OEM Brabus púst sem gefur mjög flott sound og setur mikinn svip á bílinn. Annars þykir mér undarlegt hve mörgum BMW mönnum þykja þessi innrétting ljót í bíl sem kostaði yfir 1 billjón dollara í framleiðslu og á endanum þvingað Wolfgang Peter yfirverkfræðing hjá Daimler-Benz samsteypunni til að segja af sér.

Author:  Angelic0- [ Tue 19. Nov 2013 20:26 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

Eðalstjarna wrote:
Þú gerir þér grein fyrir því að W140 bíllinn kom á markað árið 1991 og e38 árið 1994. Og árið 1994 breyttist W140 bíllinn mikið og er það bíllinn sem þú getur borið saman við e38. Annars vill ég nú meina að aldrei hafi verið samkeppni milli w140 og e38 heldur aðeins milli w220 og e38. Þó að þú hafir brotið drifið þitt í einhverjum átökum á bílnum sem þú áttir þá réttlætir það ekki að segja það að drifrásin í þessum bílum og fjöðrun sé sorp. Vertu svo ekkert að bera saman gamla flakið sem þú áttir við bílinn okkar.


Gamla flakið mitt var jafn gamalt og flakið þitt....

Drifið brotnaði ekki í neinum átökum, konan bakkaði út úr innkeyrslunni heima og komst út á horn... og splass... drifrásin í kássu....

Hef átt eins og áður kom fram, fjöldann allan af E32 og E38... og aldrei verið í drif-veseni á þeim.... E32 komu þó allavega með LSD :!:

en eins og sosupabbi tekur fram þá er drifrásin í E38 pjátur við hliðina á E32.... ekkert LSD option :!:

Bíllinn sem að ég átti var gjörsamlega stríheill... fyrir utan drifrás.... nýr mótor ek. 52þ. (kvittanir fylgdu) og mælaborð í stíl....

W140 á aldrei breik í E32 eða E38... sorry... misjöfn er skoðun manna.. þetta er mín skoðun.... þessi V12 mótor er það eina góða..... og hann er það bara þangað til þú þarft að fara að skipta um inngjafarspjöld (770þ stykkið, og það eru tvö til að bila)

Author:  F2 [ Tue 19. Nov 2013 20:36 ]
Post subject:  Re: 1992 Mercedes Benz S600 (Bornit Metallic)

afhverju ætti að vera option í þessu að hafa lsd :roll:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/