bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63751 |
Page 1 of 1 |
Author: | Spiderman [ Mon 28. Oct 2013 00:53 ] |
Post subject: | G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í fyrstu skipulögðu ferðina á vegum Öskju til Graz í Austurríki. Tilgangur ferðarinnar var að skoða framleiðsluna á G-class í Magna Steyr verksmiðjunum og prófa kosti bifreiðarinnar annars vegar á braut og hins vegar í austurísku Ölpunum. Hópurinn sem fór út samanstóð af 9 mönnum sem ég leyfi mér að fullyrða að séu allir haldnir G-veiru á lokastigi (ef einhver var það ekki fyrir ferðina þá er hann það ábyggilega í dag). Hópurinn flaug út fimmtudaginn 14. mars sl. og fór sá dagur að mestu í ferðalög (Keflavík - München - Graz). Þegar út var komið hittum við fulltrúa Mercedes Benz, þ.m.t. sölustjóra fyrirtækisins í Evrópu. Morguninn eftir vorum við sóttir snemma af rútu og ferjaðir á athafnasvæði Magna Steyr. Á þessum tímapunkti höfðu slegist í hópinn tveir fulltrúar frá Mercedes Benz umboðinu á Fílabeinsströndinni. Dagskráin í Magna Steyr hófst með kynningu/morgunverði í sýningarsal Mercedes Benz en þar gafst mönnum tækifæri til að kynna sér sýningarbifreiðar, þ.m.t. blæjuútfærslu af G-class en framleiðsla á henni mun senn renna sitt skeið. ![]() ![]() ![]() ![]() Einnig gafst tækifæri til að máta G63 AMG bifreið sem notuð var í kvikmyndinni A Good Day To Die Hard. ![]() Eftir ítarlega kynningu var hópurinn sóttur af bílstjórum Mercedes Benz og ferjaður á nærliggjandi braut en þar fengum við að kynnast ýmsum útfærslum bifreiðarinnar við mismunandi aðstæður (þ.m.t. í bleytu). ![]() ![]() ![]() Að því búnu var verksmiðjan skoðuð og fylgst með handsmíði bifreiðarinnar frá A-Ö. Eðli málsins samkvæmt var óheimilt að taka myndir af því. Eftir hádegi var keyrt út úr Graz og stefnan sett á austurísku Alpana en þar fengum við að prófa bifreiðarnar í snjó (félagar okkar frá Fílabeinsströndinni afþökkuðu það reyndar enda voru þeir að sjá snjó í fyrsta skipti). ![]() ![]() ![]() Eftir síðdegisverð í fjallakofa var keyrt niður brattar og grýttar fjallshlíðar á miklum hraða og haldið aftur í verksmiðjurnar þar sem allir voru leystir út með veglegum gjöfum. Morgunin eftir var svo haldið heim á leið (Graz-Vín-Köben-Keflavík). |
Author: | íbbi_ [ Mon 28. Oct 2013 00:57 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
gaman að þessu, þetta væri maður til í enda með G bakteríuna |
Author: | Fatandre [ Mon 28. Oct 2013 08:09 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Þetta eru svakalegir bílar |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 28. Oct 2013 13:00 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Öfund! Geländewagen eru fokking svalir bílar ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Mon 28. Oct 2013 13:32 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
G vagnar eru skemmtilegir jeppar.. sérstaklega gaman að ferðast á svona tæki. Drifbúnaðurinn er bara rugl, en ef ég fengi mér aftur svona bíl þá væri það dísel herbílaútgáfa, allt þetta blessaða rafmagn er bara shit. |
Author: | Angelic0- [ Mon 28. Oct 2013 22:28 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Prófaði svona G55 AMG eitt sinn.... var með G-vírus fyrir.... væri illa til í að prófa G63 AMG... Get samt í sannleika sagt... sagt... að ég myndi aldrei kaupa mér öðruvísi Mercedes en kannski bara Geländewagen... |
Author: | fart [ Tue 29. Oct 2013 06:40 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Þetta hefur örugglega verið gaman. Komst ansi nálægt því að kaupa G400D 2006, en hætti snarlega við þegar ég komst að því að standard svona bíll kemst ekki inn í flest bílastæðahúsin þar sem að hann er svo hár. |
Author: | íbbi_ [ Tue 29. Oct 2013 12:53 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í |
Author: | Spiderman [ Tue 29. Oct 2013 14:48 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
íbbi_ wrote: það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í Nkvl., maður hefur heyrt þetta, þ.e.a.s. að 2,9 lítra V6 diesel vélin sé miklu áreiðanlegri. |
Author: | Angelic0- [ Wed 30. Oct 2013 08:20 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
íbbi_ wrote: það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í Mamma var næstum búin að fjárfesta í W164 420CDI nýlega, ábyggilega fínt í 3ár.... svo hvað ?? veit að þessir 400CDI hafa reynst illa, þessvegna er ekki boðið upp á þessa mótora í W166, eða hvað ?? |
Author: | Yellow [ Wed 30. Oct 2013 08:25 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Angelic0- wrote: íbbi_ wrote: það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í Mamma var næstum búin að fjárfesta í W164 420CDI nýlega, ábyggilega fínt í 3ár.... svo hvað ?? veit að þessir 400CDI hafa reynst illa, þessvegna er ekki boðið upp á þessa mótora í W166, eða hvað ?? Ma og Pa eiga svoleiðs, fínir og skemmtilegir bílar ![]() |
Author: | Angelic0- [ Wed 30. Oct 2013 08:27 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Alveg ábyggilega, þetta mökkast úr sporunum allavega... Tæki hinsvegar X5 40d eða M50d framyfir... |
Author: | Yellow [ Wed 30. Oct 2013 08:31 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Angelic0- wrote: Alveg ábyggilega, þetta mökkast úr sporunum allavega... Tæki hinsvegar X5 40d eða M50d framyfir... Algörlega ![]() Hann stóð sig mjög vel í 6. mars óveðrinu og það á sléttum sumardekkjum. |
Author: | íbbi_ [ Wed 30. Oct 2013 10:06 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
hef lítið heyrt af því hvernig 420cdi bílarnir hafa gengið. en gömlu 400 voru afar viðhaldsfrekir og þá sérstaklega dýrir í viðhaldi, en það á nú svosum við um flr þýska þetta stóra dieselmótora. |
Author: | Thrullerinn [ Mon 04. Nov 2013 10:33 ] |
Post subject: | Re: G-Class Driving Experience, Graz 14. - 16. mars 2013 |
Áhugavert myndband Chris Harris G63 |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |