bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

óvenju sver leigubíll á bilasolur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63660
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Tue 22. Oct 2013 18:55 ]
Post subject:  óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

rakst á þetta apprat inni á bilasolur.is.

þetta er alveg xxl ökutæki svo ekki sé meira sagt. ég man vel eftir því þegar hann kom inn, svo kom annar hvítur sem var málaður grár.

ég tók eflaust skemmtilegustu spyrnu minna daga við hann,

verðið á honum er nú bara gott, fyndið að sjá S 500 sömu árgerðar ekinn 8þús meira á 3m minna, en s500 kostuðu frá 11m á meðan S65 kostaði frá 36m

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=2

Author:  bimmer [ Tue 22. Oct 2013 19:19 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Borgar sig ekki að selja svona græjur út?

Author:  íbbi_ [ Tue 22. Oct 2013 19:25 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

hann er nú eflaust nokkuð mikils virði úti, grín akstur á honum.

en ég held að þetta séu ekki hot sellers neinstaðar,

ég vona nú að þetta hangi hérna, ég hef lengi ætlað mér að eignast annahvort þennan eða hinn þegar þeir ná aldri :D

Author:  Thrullerinn [ Tue 22. Oct 2013 21:42 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Sjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ef þetta er ekki ultimate flekinn !

Author:  Spiderman [ Tue 22. Oct 2013 23:13 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

bimmer wrote:
Borgar sig ekki að selja svona græjur út?


Þessi bíll var seldur út úr þrotabúi nýlega. Skiptastjóri hefur væntanlega bara selt hann hæstbjóðanda.

Author:  Angelic0- [ Wed 23. Oct 2013 02:34 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Vanskapað apparat, veit einhver númerið á honum :?:

Author:  fart [ Wed 23. Oct 2013 07:29 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Þetta er eins og albinói í eyðimörk,, alveg gersamlega út í hött bíll fyrir Ísland :lol:

En mikið apparat, ef rétti vegurinn finnst.

Author:  íbbi_ [ Wed 23. Oct 2013 09:24 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

hafandi haft v12 twin turbo benz til afnota á tímabili.(w220 600) þá varð ég ekki varir við að mér fyndist ég ekki getað notið hans hérna.

þótt þetta sé 600hö+ þá er þetta nú það mikill fleki,
auðvitað eru S classar almennt og 7 línur ekki beint á heimavelli. en þetta eru fyrst og fremst lúxusbílar, og við getum alveg notið lúxussins hérna heima.

Author:  Aron M5 [ Wed 23. Oct 2013 10:50 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Seldist hann ekki á "klink" úr þessu þrotabúi ?

var buinn að heyra töluna man hana bara ekki í augnlablikinu hehe.

Author:  fart [ Wed 23. Oct 2013 11:09 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

íbbi_ wrote:
hafandi haft v12 twin turbo benz til afnota á tímabili.(w220 600) þá varð ég ekki varir við að mér fyndist ég ekki getað notið hans hérna.

þótt þetta sé 600hö+ þá er þetta nú það mikill fleki,
auðvitað eru S classar almennt og 7 línur ekki beint á heimavelli. en þetta eru fyrst og fremst lúxusbílar, og við getum alveg notið lúxussins hérna heima.

Þetta er langur AMG S-class.

Þetta er eins og kvennkyns sundfatamódel í greddukasti á eyðieyju... Jújú það má alveg rúnkast um, en það er ekkert hægt að fræsa

Author:  Jökull [ Wed 23. Oct 2013 12:50 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Var stundum að vinna á þessum bíl 2007-8 og man ég eftir að við vorum 4 í bílnum held ég þegar við spyrntum við Ívar ég var ekki að keyra samt, en það háði þessum bíl alltaf að vera rwd, man að ég lenti á móti á STI á honum og hann var kominn 3ja gír þegar ég var en að ná gripi og losna við spólvörnina (enda ekki bíll til að spyrna á), þetta var reyndar í rigningu, samt sem áður er þetta mjög mikill bíll og ljúft að keyra þetta, var að fara með ca 25+ lítra hér í bænum á rúntinum og sama hvert maður fór þá tók fólk eftir honum, lenti í því meira að segja að þurfa að vísa fólki frá því það hélt að þetta væri TAXI :)

Author:  íbbi_ [ Wed 23. Oct 2013 13:04 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

já það passar. við vorum 4 í c32 líka.

c32 gat líka bara verið mjög erfiður að elta. með smá lagni var hægt að gefa honum fulla gjöf frá núlli án þess að spóla og þá rauk þetta af stað eins og maður er vanari að sjá 4wd bíla gera. ég spyrnti þessum svarta og öðrum sem ég var með fyrr við sti hjá félaga mínum, orginal þá hafði prezan ekki c32 úr núlli. en eftir 3" púst og e-h smotterí þá vorum við hnífjafnir, nema að benzinn var svo lengi að skipta að súbbinn færðist alltaf aðeins framúr meðan hann skipti.

Author:  Angelic0- [ Wed 23. Oct 2013 14:25 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

Jökull wrote:
Var stundum að vinna á þessum bíl 2007-8 og man ég eftir að við vorum 4 í bílnum held ég þegar við spyrntum við Ívar ég var ekki að keyra samt, en það háði þessum bíl alltaf að vera rwd, man að ég lenti á móti á STI á honum og hann var kominn 3ja gír þegar ég var en að ná gripi og losna við spólvörnina (enda ekki bíll til að spyrna á), þetta var reyndar í rigningu, samt sem áður er þetta mjög mikill bíll og ljúft að keyra þetta, var að fara með ca 25+ lítra hér í bænum á rúntinum og sama hvert maður fór þá tók fólk eftir honum, lenti í því meira að segja að þurfa að vísa fólki frá því það hélt að þetta væri TAXI :)


Hefði nú eflaust hjálpað líka ef að hann væri með LSD, ég átti samræður við Eyþór (heitir hann það ekki, eða varst það kannski þú Jökull?) sem að var á þessum bíl um tíma og hann kvartaði einmitt mikið undan þessari hugmynd Mercedes um að LSD væri óþarft með þetta fullkomna ASR kerfi :lol:

Fannst allavega fyndið að vera á E39 M5 og það er eitthvað annað og kraftmeira fyrir framan... að fjarlægast.... frekar hratt... :)

En man einhver númerið á bílnum :?:

Author:  saemi [ Wed 23. Oct 2013 14:31 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

fart wrote:

Þetta er eins og kvennkyns sundfatamódel í greddukasti á eyðieyju... Jújú það má alveg rúnkast um, en það er ekkert hægt að fræsa


Stundum er alveg nóg að horfa bara..... maður bara sættir sig við að það sé ekki hægt að fræsa :loveit:

(p.s. þetta gildir ekki um Sveinka)

Author:  fart [ Wed 23. Oct 2013 15:13 ]
Post subject:  Re: óvenju sver leigubíll á bilasolur.is

saemi wrote:
fart wrote:

Þetta er eins og kvennkyns sundfatamódel í greddukasti á eyðieyju... Jújú það má alveg rúnkast um, en það er ekkert hægt að fræsa


Stundum er alveg nóg að horfa bara..... maður bara sættir sig við að það sé ekki hægt að fræsa :loveit:

(p.s. þetta gildir ekki um Sveinka)

Ég var að meina að hún væri ein á þessari eyju,, enginn Sveinki eða ég til að horfa á hana eða fræsa :squint:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/