bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Mercedes-Benz C55 AMG '05 - lítið upd. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63611 |
Page 1 of 2 |
Author: | Hreiðar [ Sat 19. Oct 2013 23:04 ] |
Post subject: | Mercedes-Benz C55 AMG '05 - lítið upd. |
Fékk mér nýjan bíl fyrir helgi, seldi M3 sem var sjúklega erfið andleg ákvörðun (ennþá að jafna mig á því) ![]() Mercedes-Benz C55 AMG - 2005 árgerð - Keyrður 111.800 KM. Bíllinn er með góðum aukabúnaði eins og t.d. rafmagn í öllu, minni og hiti í sætum, svart leður, 6 diska magasín í hanskahólfi, skjár með navi, Harman Kardon hljóðkerfi, glertopplúga, xenon og 20% filmur allan hringinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig er búið að fjarlægja einhverja kúta úr pústinu og hljóðið í honum er heavy flott! Bíllinn var fluttur inn árið 2007 og kemur hann með stærra bremsukerfi, stærra læstu drifi sem original C55 er ekki með (allt gert í AMG verksmiðju), einnig mappaður af Mr. X. Bíllinn hefur fengið góða þjónustu og lítur afskaplega vel út. Það sem ég þarf að gera fyrir hann er að henda honum í smurningu, skipta um klossa allan hringinn og skipta um peru í kastara. Verður farið í það nú á næstu dögum! En annars er lítið af plönum fyrir þennan bíl nema að þjónusta hann 110% og fara vel með hann ![]() Plön: -LED perur í alla innréttingu og númeraljós -Hvítar perur í stöðuljós - done -Laga felgur (smá kantaðar) Ekkert meira sem ég hef hugsað mér.. Nokkrar myndir af gripnum þegar ég var nýbúinn að fá hann. ![]() ![]() ![]() |
Author: | thorsteinarg [ Sat 19. Oct 2013 23:11 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Til hamingju með þennann ![]() ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 19. Oct 2013 23:42 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Þetta hlýtur nú að strumpast áfram !! uppgefinn 4,7sek í hundraðið? |
Author: | rockstone [ Sun 20. Oct 2013 00:02 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Til hamingju mjög flottur. en persónulega fengi ég mér aðrar felgur ![]() http://www.oijoij-hd.com/images/2013/08 ... 066896.jpg http://www.oijoij-hd.com/images/2013/08 ... 066881.jpg http://www.oijoij-hd.com/images/2013/08 ... 066922.jpg |
Author: | Schulii [ Sun 20. Oct 2013 00:22 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Sá þennan í dag þegar ég hitti Hreiðar. Mjög flottur!! |
Author: | Hreiðar [ Sun 20. Oct 2013 00:49 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Takk ![]() Já þessi bíll þýtur áfram. Held að hann se orginal 363 hestöfl ef ég man rétt. Hann var mappaður í Þýskalandi og ég er ekki viss hvað hann er mörg í dag. En ég hef heyrt í kringum 400.. Sel það ekki dýrara en ég kaupi það ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 20. Oct 2013 11:58 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Flottur þessi. Til hamingju. C55 bílanir eru töff ![]() |
Author: | Aron M5 [ Sun 20. Oct 2013 12:23 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Þetta er hrikalega skemmtilegur bíll og flott eintak ![]() C32 eru svo leiðinlegir bílar hiðinná þessu. |
Author: | SteiniDJ [ Sun 20. Oct 2013 12:59 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Hrikalega svalur!! Til hamingju. |
Author: | Ásgeir [ Sun 20. Oct 2013 13:04 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Aron M5 wrote: Þetta er hrikalega skemmtilegur bíll og flott eintak ![]() C32 eru svo leiðinlegir bílar hiðinná þessu. Ég hef keyrt C32 og það þótti mér rosalega skemmtileg. Hef þó reyndar prófað bíl með sama mótor og þessi og það var alveg ólýsanlega skemmtilegt. Til hamingju með flottan bíl! |
Author: | íbbi_ [ Sun 20. Oct 2013 13:56 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
átti C32 og hann var alveg æðislegur. hef keyrt svona c55 líka og þeir eru bara betri, munar minna á orkuni í þeim en maður myndi halda, það er ég búinn að sannreyna oftar en einu sinni ![]() til hamingju með þennan, hann er þrælflottur |
Author: | Angelic0- [ Sun 20. Oct 2013 22:08 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Fékk rúnt í þessum fyrir svolitlu.... þetta BARA virkar ![]() Allavega tæki ég þetta framyfir C32 allan daginn, finnst það bara plain óspennandi bílar... |
Author: | Alpina [ Thu 24. Oct 2013 17:44 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 |
Þetta er massa flottur bíll með akkúrat alvöru upgrade i drifi og bremsum pakka sem skiptir máli.. ![]() ![]() ![]() ég er persónulega alls ekki hrifinn af W203 ,, en liturinn og allt á þessum bíl er alveg mega flott combo ![]() |
Author: | Hreiðar [ Mon 28. Oct 2013 16:18 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 - lítið upd. |
Þessi fór í hjólastillingu í dag. Allt annað að keyra hann núna, stýrið var svoldið skakt og bíllinn var innskeifur. Keypti líka bláhvítar flotta stöðuljósaperur til þess að matcha xenonið. Sami litur á þeim, 4200k. Kemur miklu betur út heldur en Xenon + gul pera.. Bónaði hann líka um helgina, gaman að þessu ![]() Næst á dagskrá er smurning, nýir klossar allan hringinn og ný pera í kastarann bílstjóramegin. ![]() ![]() Þetta er alls ekki svona blátt í alvörunni, þetta er alveg hvítt. Miklu flottara ![]() ![]() ![]() ![]() Ætla líka að láta filma silfurlituðu listana inn í bílnum í carbon fiber.. Aðalega útaf því að listarnir eru orðnir svo rispaðir, hefði samt frekar viljað halda þeim silfurlituðu, en ég held að carbon fiber muni koma vel út, hef séð svona bíl með þannig filmu yfir þessu og það var mjög flott. Hvað haldið þið? ![]() Svoldið upplýst og ljót mynd af innréttingunni.. |
Author: | Maggi B [ Mon 28. Oct 2013 17:42 ] |
Post subject: | Re: Mercedes-Benz C55 AMG '05 - lítið upd. |
það er komið helvíti flott filma frá 3m sem mér finst flottari en carbon https://www.google.is/search?q=3m+brush ... 1&ie=UTF-8 |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |