bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Zazou og Jaguar XJ12 Sovereign - gaman gaman https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6355 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Tue 08. Jun 2004 10:47 ] |
Post subject: | Zazou og Jaguar XJ12 Sovereign - gaman gaman |
Zazou og ég fórum í gagnkvæmann reynsluakstur á bílunum. Þessi Jagúar er afskaplega fallegur og ég held ég hafi bara ekki séð meiri eðal innréttingu en í þessum bíl og hún er bara algjörlega eins og ný! Vélin var fornvitnileg og skemmtileg og aflið greinilega til staðar en vegna (vacum vandamála/ ekki víst samt) þá byrjar hún ekki að toga almennilega fyrr en í 4 þús snúningum. Þetta er nánast hljóðlaust í akstri og bíllinn er geysilega solid. það væri nú gaman að sjá jagúarinn og 750 bíl taka run þegar heilsan er komin í samt lag. Mér finnst þetta snilldar bílar og ef ég væri ekki svona smeykur við bremsukerfið (viðgerðir) þá væri þessi bíll mun ofar á innkaupalistanum hjá mér - en hann er þar nú samt. Svo er auðvitað spurning hvort það séu samskonar bremsur í XJR bílunum af yngri gerðinni. Takk fyrir túrinn - þetta var mjög gaman! |
Author: | Einsii [ Tue 08. Jun 2004 11:17 ] |
Post subject: | |
hvaða vandamál er í bremsukerfinu á þessum bílum ?? |
Author: | bebecar [ Tue 08. Jun 2004 12:22 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: hvaða vandamál er í bremsukerfinu á þessum bílum ??
Ekkert vandmál svosem, þær eru bara dálítið spes, það eru ekki hefðbundnir bremsudiskar úti við felgu, heldur eru bremsurnar innundir bílnum sem þýðir að það þarf að taka allt hjólastellið undan til að skipta um diska og kostar það víst FORMÚGU! |
Author: | íbbi_ [ Tue 08. Jun 2004 14:57 ] |
Post subject: | |
jaguar eru bilar fyrir vandlata menn sem eiga eða eða eru til i að kosta reksturinn a slikum bil, verður enginn svikin af þvi aðkeyra eða sitja io jaguar, en rekstur-inn a þeim er ekki fyrir hvern sem er. |
Author: | zazou [ Tue 08. Jun 2004 18:33 ] |
Post subject: | |
Þakka þér sömuleiðis Bebecar. Ég hafði mikla ánægju af því að keyra E21 bílinn, þetta er pjúrað leikfang. Sá hvíti kom vissulega skemmtilega á óvart með því hvað togið í honum er sólid frá lágum snúningi. Þetta með afturstellið á Jaguar er ekki eitthvað sem er framkvæmt á hverjum degi. Til dæmis er einungis fárra mínútna verk að skipta um bremsuklossa ef bíllinn er á lyftu. Hins vegar var í mínu tilviki kominn tími á hjólalegur og bremsudiska svo ég lét skipta um allt heila klabbið. Reikningurinn var hár en bíllinn er jú kominn í tæp 200þ. km. |
Author: | Alpina [ Tue 08. Jun 2004 22:00 ] |
Post subject: | Re: Zazou og Jaguar XJ12 Sovereign - gaman gaman |
bebecar wrote: Þessi Jagúar er afskaplega fallegur
Vélin var fornvitnileg og skemmtileg og aflið greinilega til staðar en byrjar ekki að toga almennilega fyrr en í 4 þús snúningum. Þetta er nánast hljóðlaust í akstri og bíllinn er geysilega solid. það væri nú gaman að sjá jagúarinn og 750 bíl taka run Þessi bíll á ekki ,,,,,,,,,,,,,,,MÖGULEIKA,,,,,,,,,,,, vs E32 M70 og EKKI koma með mótbárur þær duga ,,,því miður ekki í þessu tilviki,, En annars ###### heilmikill vagn ##### |
Author: | gunnar [ Tue 08. Jun 2004 23:26 ] |
Post subject: | |
Skemmtilega orðað svar ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 09. Jun 2004 10:03 ] |
Post subject: | Re: Zazou og Jaguar XJ12 Sovereign - gaman gaman |
Alpina wrote: bebecar wrote: Þessi Jagúar er afskaplega fallegur Vélin var fornvitnileg og skemmtileg og aflið greinilega til staðar en byrjar ekki að toga almennilega fyrr en í 4 þús snúningum. Þetta er nánast hljóðlaust í akstri og bíllinn er geysilega solid. það væri nú gaman að sjá jagúarinn og 750 bíl taka run Þessi bíll á ekki ,,,,,,,,,,,,,,,MÖGULEIKA,,,,,,,,,,,, vs E32 M70 og EKKI koma með mótbárur þær duga ,,,því miður ekki í þessu tilviki,, En annars Þú misskilur - það væri gaman að sjá þessa bíla taka run... ég er nokkuð viss um bimminn stingur af yfir 100 km enda er SMÁ aldursmunur á vélunum. En svona jagúar á víst að vera 7 sek í 100 kmh en bimminn frá 6.7 og í 7.7 ![]() ###### heilmikill vagn ##### |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |