bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ná myglu úr blæju?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63463
Page 1 of 1

Author:  Hreiðar [ Wed 09. Oct 2013 17:35 ]
Post subject:  Ná myglu úr blæju?

Sælir, er einhver hér inná sem getur sagt mér leið hvernig maður þrífur myglu úr blæju?

Var að þrífa bílinn í gær og sé að það eru nokkrir litlir grænir blettir á blæjunni sem eru að fara virkilega í taugarnar á mér. Ég sápaði blæjuna með mildri sápu en blettirnir fóru ekkert. Þeir sjást ekki vel en ég veit af þeim og þeir fara í taugarnar mér og ekki vill ég eiga myglaðan bíl! :lol:

Öll ráð þegin :)

Author:  JOGA [ Wed 09. Oct 2013 19:53 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Reyna að komast e-h staðar í alvöru gufuhreinsi tæki (Dry Steam). Eitthvað með góðum hita.
Veit ekki hverjir eiga svona í bænum en þetta væri klárlega góð lausn.

Author:  Zed III [ Thu 10. Oct 2013 10:54 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

rodalon ætti að virka líka, það er sveppadrepandi.

Author:  thorsteinarg [ Thu 10. Oct 2013 13:34 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Svo er líka til allskyns mygluhreinsir, veit um einn frá Cillit bang eða Vanish man ekki hvort merkið. Rodalon gæti virkað líka einsog Zed segir.

Author:  Hreiðar [ Thu 10. Oct 2013 15:16 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Takk fyrir þetta strákar :) Skoða þetta.

Author:  fart [ Thu 10. Oct 2013 15:31 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

passaðu bara að kaupa ekki efni sem er með klór...

Author:  Hreiðar [ Thu 10. Oct 2013 16:12 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Passa mig á því :)

Author:  Romeo [ Thu 10. Oct 2013 21:50 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

við reyndum einhverntíman að þrífa blæjuna á hvíta e36 cabrioinum, var keyptur einhver spes blæju hreinsir frá bmw virkaði ekkert,, spurning um að tala við einhverja seglagerð, en já eins og fart sagði passaðu að fá klórlaust efni annars gætirðu lent í því að það kæmu hvítir blettir í blæjuna :)

Author:  Hreiðar [ Thu 10. Oct 2013 23:48 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Held að það sé málið að finna sér Steam vél!



virðist virka mjög vel á þessu myndbandi auk þess að þar eru engin aukaefni.

Author:  Angelic0- [ Sat 12. Oct 2013 00:43 ]
Post subject:  Re: Ná myglu úr blæju?

Romeo wrote:
við reyndum einhverntíman að þrífa blæjuna á hvíta e36 cabrioinum, var keyptur einhver spes blæju hreinsir frá bmw virkaði ekkert,, spurning um að tala við einhverja seglagerð, en já eins og fart sagði passaðu að fá klórlaust efni annars gætirðu lent í því að það kæmu hvítir blettir í blæjuna :)


Blettirnir verða reyndar rauð-bleik-hvítir.... frekar fyndið :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/