bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Smurning? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63442 |
Page 1 of 2 |
Author: | Jónas [ Tue 08. Oct 2013 08:48 ] |
Post subject: | Smurning? |
Hvert er ráðlagt að fara með Yaris í smurningu í Reykjavík? Hef farið í Kvikkfix en hef ekki fengið góða þjónustu þar undanfarið þannig að ég er hættur að fara þangað. Er ekki einhver millivegur milli 5k sem kostar í Kvikkfix og 12-14k sem kostar hjá N1? |
Author: | kristjan535 [ Tue 08. Oct 2013 10:01 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
smur54 hafnarfirði |
Author: | Jónas [ Tue 08. Oct 2013 12:38 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Ekkert í Reykjavík? |
Author: | Yellow [ Tue 08. Oct 2013 13:12 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Jónas wrote: Ekkert í Reykjavík? Munar það miklu að fara í Hafnafirðinn? |
Author: | rockstone [ Tue 08. Oct 2013 13:19 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Fara bara í Garðabæ í Toyota með toyotu..... |
Author: | íbbi_ [ Tue 08. Oct 2013 14:31 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Yellow wrote: Jónas wrote: Ekkert í Reykjavík? Munar það miklu að fara í Hafnafirðinn? ef þú ert að reyna að spara þér nokkra þúsundkalla, já þá munar um að vera ekki að keyra lengri leið þangað |
Author: | Benzari [ Tue 08. Oct 2013 15:18 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Hef fengið fína þjónustu í Smurstöðinni Skógarhlíð. Einhver afsláttur út á Orkulykilinn, man ekki hversu mikill. |
Author: | Hreiðar [ Tue 08. Oct 2013 16:05 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Bílaáttan á smiðjuvegi eru fínir. Alltaf fengið góða þjónustu frá þeim. |
Author: | íbbi_ [ Tue 08. Oct 2013 17:14 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
fór á N1 um daginn, man ekki eftir því að ég hafi látið smyrja bílinn minn áður..(minn þ.e.a.s) kostaði 4800, kom með olíuna sjálfur, hafði lítið út á þá að setja nema að það tók ógurlegan tíma að gera þetta. beið í um 40mín eftir að bíllinn fór inn, þegar ég spurðist fyrir hvers vegna þetta hafi tekið svo langan tíma og fékk svörin "við gerum þetta bara almennilega" sem útskýrir ekki fyrir mér hvernig það gat tekið allann þennan tíma að tappa 3.5l af bílnum og bæta 4.25l á hann |
Author: | rockstone [ Tue 08. Oct 2013 17:31 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
íbbi_ wrote: fór á N1 um daginn, man ekki eftir því að ég hafi látið smyrja bílinn minn áður..(minn þ.e.a.s) kostaði 4800, kom með olíuna sjálfur, hafði lítið út á þá að setja nema að það tók ógurlegan tíma að gera þetta. beið í um 40mín eftir að bíllinn fór inn, þegar ég spurðist fyrir hvers vegna þetta hafi tekið svo langan tíma og fékk svörin "við gerum þetta bara almennilega" sem útskýrir ekki fyrir mér hvernig það gat tekið allann þennan tíma að tappa 3.5l af bílnum og bæta 4.25l á hann Keyra inn og opna húdd. Losa upp á síu til að fá öndun í gegn, fer meira af, Taka tappann úr, bíða meðan það lekur allt af, tekur styttri tíma ef hann er heitur. Mælt með að bíða í minnst ca. korter til að fá mest af. Skipta um koparskinnu á olíutappa og setja tappann í og herða. Skipta um olíusíu og þéttihring á bollanum. setja síuna í ásamt bollanum og hreinsa ef einhvað slettist framhjá. Hella olíu á bílinn og mæla hvort rétt olíumagn er komið, setja svo í gang í smá stund, svo olía fer líka í síuhúsið, mæla svo aftur og bæta á ef þarf. Skoða hvort vanti rúðupiss. Skrifa í smurbók og stimpla. Og keyra út. Skil alveg þennan tíma ef þetta er vel gert. |
Author: | íbbi_ [ Tue 08. Oct 2013 17:36 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
sían er nú bara beint fyrir framan mann. bíllinn var heitur. |
Author: | sosupabbi [ Tue 08. Oct 2013 18:49 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
íbbi_ wrote: sían er nú bara beint fyrir framan mann. bíllinn var heitur. Sían er auðveld, sömuleiðis að tappa af og bæta á en það þarf að tjekka á stýrisvökva, mæla frostþol, smyrja lamir og það er allt auðvelda dótið, en að athuga loftsíuna í þessum bílum er þvílíkt vesen og tekur bara tíma. |
Author: | Danni [ Tue 08. Oct 2013 19:35 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
íbbi_ wrote: sían er nú bara beint fyrir framan mann. bíllinn var heitur. 30-40 mín er alveg eðlilegur tími í basic smurþjónustu. Ekki mikið lengra en það samt. |
Author: | Angelic0- [ Tue 08. Oct 2013 19:45 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
sosupabbi wrote: íbbi_ wrote: sían er nú bara beint fyrir framan mann. bíllinn var heitur. Sían er auðveld, sömuleiðis að tappa af og bæta á en það þarf að tjekka á stýrisvökva, mæla frostþol, smyrja lamir og það er allt auðvelda dótið, en að athuga loftsíuna í þessum bílum er þvílíkt vesen og tekur bara tíma. 318i ![]() Myndi skilja þetta ef að þetta væri 320d... en 318i er með basic loftsíubox bara... |
Author: | sosupabbi [ Tue 08. Oct 2013 19:52 ] |
Post subject: | Re: Smurning? |
Danni wrote: íbbi_ wrote: sían er nú bara beint fyrir framan mann. bíllinn var heitur. 30-40 mín er alveg eðlilegur tími í basic smurþjónustu. Ekki mikið lengra en það samt. Þetta er mjög breytilegt eftir bílum, hef tekið yaris á 7 min og svo góðan klukkara í infinity. Svo er vw grúppan oft soldið tímafrek líka. BMW eru samt alltaf frekar fljótlegir, bara loftsían sem er pínu verk á n42. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |