bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Router/myndlyklavesen https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=63285 |
Page 1 of 2 |
Author: | Johnson [ Tue 24. Sep 2013 14:00 ] |
Post subject: | Router/myndlyklavesen |
Sælir, er að spá hvort aðrir séu í sama veseni og ég. Þannig er að það er bara eitt símatengi í íbúðinni minni og það er svo svakalega langt frá þar sem ég er með sjónvarpið og myndlykilinn frá Símanum. Er með snúru sem liggur með parketlistum en er einnig með einn 7 mánaða gutta sem finnst ekkert skemmtilegara að reyna að naga þessa snúru. Spurningin er hvort það sé til einhver búnaður/sendir sem maður getur sett aftan í Routerinn og myndlykilinn? Ef svo er hvernig er þá reynslan af því? Lélegari myndgæði? |
Author: | gardara [ Tue 24. Sep 2013 14:03 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Getur prófað að setja upp 2 Access punkta, annan við router og hinn við sjónvarpið. Er annars engin laus dós við sjónvarpið? t.d. dós með coax sem væri hægt að draga úr og setja cat kapal í staðin |
Author: | BuB [ Tue 24. Sep 2013 15:43 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Myndi nota ethernet yfir rafmagn, t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TPL-406E2K eða eitthvað sambærilegt, fæst víða. |
Author: | thorsteinarg [ Tue 24. Sep 2013 16:02 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
BuB wrote: Myndi nota ethernet yfir rafmagn, t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TPL-406E2K eða eitthvað sambærilegt, fæst víða. Sammála. Keypti mér svona í Att.is, hefur virkað mjög vel í þann tíma sem ég hef átt þetta. C.a 2 mánuðir síðan ég keypti mér þetta, mjög auðvelt í uppsetningu og lítið sem ekkert snúruvesen ![]() http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 537c36ed7c |
Author: | gardara [ Tue 24. Sep 2013 19:12 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Nei nei nei, ekki kaupa powerline/heimatengi. Ert að bjóða vadræðunum heim með þannig |
Author: | Wolf [ Tue 24. Sep 2013 20:29 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Net yfir rafmagn er síðan enn verri hugmynd ef að þú ert með HD lykil. Kanna hvort coax lögn er í einhverju færi... |
Author: | bimmer [ Tue 24. Sep 2013 20:47 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
BuB wrote: Myndi nota ethernet yfir rafmagn, t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TPL-406E2K eða eitthvað sambærilegt, fæst víða. Ég hef alveg hræðilega reynslu af svona dóti, bara vont stuff. |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 24. Sep 2013 21:22 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Hef verið með svona powerline tengi í 2 ár og ALDREI klikkað ![]() |
Author: | Twincam [ Tue 24. Sep 2013 23:12 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Ég fræsti bara upp úr gólfinu hjá mér og lagði rör fyrir svona snúrur... fræsti svo í leiðinni rör fyrir heimabíóhátalara og setti tengidósir á sitthvorn enda... en ég var reyndar að skipta um gólfefni, svo það hjálpar þér ekkert.. ![]() |
Author: | gardara [ Tue 24. Sep 2013 23:50 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Jón Ragnar wrote: Hef verið með svona powerline tengi í 2 ár og ALDREI klikkað ![]() þú ert undantekningin sem sannar regluna Jón ![]() í 99% tilfella virkar þetta ekki nógu vel, sjónvarpið pixlast osfrv vegna pakkataps. (virkar þó fínt fyrir vafri á netinu þar sem fólk tekur oftast ekki eftir pakkatapi þar). |
Author: | Jón Ragnar [ Wed 25. Sep 2013 09:18 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
gardara wrote: Jón Ragnar wrote: Hef verið með svona powerline tengi í 2 ár og ALDREI klikkað ![]() þú ert undantekningin sem sannar regluna Jón ![]() í 99% tilfella virkar þetta ekki nógu vel, sjónvarpið pixlast osfrv vegna pakkataps. (virkar þó fínt fyrir vafri á netinu þar sem fólk tekur oftast ekki eftir pakkatapi þar). Ég er að horfa á HD á myndlyklinum og ekkert pakkatap Þið búið bara í fúlum húsum ![]() |
Author: | fart [ Wed 25. Sep 2013 09:46 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Ég nota net yfir rafmang og hef gert lengi, og þetta virkar fínt |
Author: | Johnson [ Mon 30. Sep 2013 10:14 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
þakka góð en misvísandi svör ![]() |
Author: | Benz [ Tue 01. Oct 2013 10:53 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
Johnson wrote: þakka góð en misvísandi svör ![]() Spurning bara um að skipta um parketlista? Er með parketlista þar sem ég get falið a.m.k. 2 rafmagnssnúrur bak við listann og "málið dautt" ![]() Fékk mína lista hjá Álfaborg - tær snilld, þurfti ekkert að negla eða líma og ekkert mál að losa listann aftur ef maður þarf t.d. að mála ![]() Var með svona "ethernet yfir rafmagn" dót. Það virkaði misvel þar sem raflagnirnar voru helst til langar. Þá skipti það líka máli hvar búnaðurinn var staðsettur í fjöltengjunum - sem maður neyðist víst oftast til að vera með .... ![]() Búnaðurinn verður að vera fremstur í fjöltengingu, annars lendir maður í veseni... Ef breyttir parketlistar leysa ekki málið hjá þér þá myndi ég frekar skoða þetta með access punktana. |
Author: | BuB [ Tue 01. Oct 2013 14:58 ] |
Post subject: | Re: Router/myndlyklavesen |
bimmer wrote: BuB wrote: Myndi nota ethernet yfir rafmagn, t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TPL-406E2K eða eitthvað sambærilegt, fæst víða. Ég hef alveg hræðilega reynslu af svona dóti, bara vont stuff. Þessu hefur farið fram síðan þetta kom á markaðinn í kringum 2003. Hef sett upp nokkur svona án neinna vandræða en það getur svo sem verið að þetta virki misvel. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |