bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vonandi góðar fréttir um olíuframleiðslu og bensínverð.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6286
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Thu 03. Jun 2004 15:21 ]
Post subject:  Vonandi góðar fréttir um olíuframleiðslu og bensínverð.

Ráðherrar OPEC samþykkja að auka framleiðslu


Image
Verkamaður við loka á olíuleiðslu í Daura-olíuvinnslunni, sem er rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks.
AP

Olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna eru sagðir hafa komist að samkomulagi um það á fundi sínum í Beirút í Líbanon að auka olíuframleiðslu um 2 milljónir tunna á dag í júlí eða um 8%. Þá verður framleiðsla aukin um hálfa milljón tunna á dag til viðbótar í ágúst ef þörf þykir, að sögn ráðherranna. Olíuverð hefur hækkað á mörkuðum í dag og fór á ný yfir 40 dali tunnan á markaði í New York. Sérfræðingar segja óvíst hvort þessi framleiðsluaukning nægi til að koma ró á olíumarkaðinn.
Ákvörðun fulltrúa OPEC í Beirút var málamiðlun milli þeirra ríkja, eins og Sádi-Arabíu, sem vildu auka framleiðslu þegar í stað um 2,5 milljónir tunna á dag, og ríkja á borð við Íran, sem vildi hækka framleiðsluþakið í að minnsta kosti tveimur skrefum.

Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði við blaðamenn að samþykkt hafi verið að hækka framleiðsluþakið í 25,5 milljónir tunna á dag frá og með 1. júlí og í 26 milljónir 1. ágúst en ráðherrarnir munu koma saman 21. júlí í Vín til að fara yfir stöðuna og meta hvort þörf sé á aukningunni í ágúst.

Aðrir ráðherrar staðfestu þetta en formleg yfirlýsing verður gefin út síðar í dag. Bijan Namdar Zangeneh, olíumálaráðherra Írans, sagði að nauðsynlegt væri að auka framleiðsluna í 2 skrefum þar sem í raun væri ekki um að ræða olíuskort á markaði og því yrðu ríkin að fara varlega í að auka framleiðsluna.

Aðildarríki OPEC framleiða nú um 2,3 milljónum tunna meiri olíu á dag en framleiðsluþakið segir til um og með samkomulaginu í Beirút er í því raun verið að staðfesta núverandi framleiðslu.

Tekið af MBL.IS

Author:  gstuning [ Thu 03. Jun 2004 15:23 ]
Post subject: 

Það verður frábært þegar vatnsbensínið kemur á markað,,
45% minna bensín í því en núverandi bensíni


má búast við svona 5-10árum enn að það komi til íslands

Author:  bebecar [ Thu 03. Jun 2004 15:24 ]
Post subject: 

Enn betri fréttir eru þær að vísindamenn telja að olíubirgðir jarðarinnar séu vanáætlaðar hundraðfalt og ekki nóg með það heldur séu þær endurnýjanlegar, m.ö.o að þetta séu ekki gamlar risaeðlur :wink:

Author:  gstuning [ Thu 03. Jun 2004 15:36 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Enn betri fréttir eru þær að vísindamenn telja að olíubirgðir jarðarinnar séu vanáætlaðar hundraðfalt og ekki nóg með það heldur séu þær endurnýjanlegar, m.ö.o að þetta séu ekki gamlar risaeðlur :wink:


Það er líka meira í gangi t,d uppáhaldið mitt roller cams, það er allt betra við svoleiðis loft stýrikerfi á vélum en venjulegir ventlar

Málið er bara að ná að skipta um orkugjafa sem mengar ekki,, ég veðja á vetni eins og BMW, það er svo mikið líka af tækninýjungum sem myndu gera vetni langt best, eins og t,d twin turbo vetnis 700 bílarnir sem BMW er að hanna núna,,, 300hö mega spega tog og mengar samt ekki,,

Author:  Svezel [ Thu 03. Jun 2004 16:25 ]
Post subject: 

Það verður farið í alkóhól næst sem brennslugjafa því vetni er svo gífurlega dýrt í framleiðslu ásamt því sem framleiðslan á því er mjög óumhverfissvæn(menn notast ekki við rafgreiningu).

Verður fínt að setja svona 45l af alkóhóli á bílinn og svona 1l á sjálfan sig þegar maður kemur heim :lol:

Author:  gunnar [ Thu 03. Jun 2004 22:48 ]
Post subject: 

Já vonandi fara þessir anskotar að lækka bensín verðið aðeins, týpiskt þó það lækki úti helst það jafn helvíti hátt hérna heima. :evil: :evil:

Author:  benzboy [ Thu 03. Jun 2004 23:01 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Já vonandi fara þessir anskotar að lækka bensín verðið aðeins, týpiskt þó það lækki úti helst það jafn helvíti hátt hérna heima. :evil: :evil:


Já birgðastaðan maður...........

Author:  jonthor [ Fri 04. Jun 2004 07:51 ]
Post subject: 

Í gær lækkaði síðan olíutunnan á futures markaðnum í 38$ tunnan.

Hvar fannstu þessar upplýsingar Bebecar? Hefði áhuga á að lesa þetta? Hef aldrei heyrt kenningar um að þetta sé renewable að öðru leiti til en á þúsundum ára með samþjöppuðum risaeðlum :D

Nú er ég einmitt að taka mastersverkefni í hagkvæmri leið til að framleiða vetni með því að nýtast við háhitasvæðin á Íslandi. Ég held að Olían eigi einmitt ekki endilega eftir að klárast á okkar líftíma en mér finnst þó líklegt að Vetni taki við henni. Þó það sé ekki framleitt í dag að meirihluta með umhverfisvænum hætti þá á það eftir að breytast eins og allt annað. Ég byggi t.d. mínar rannsóknir á franskri rannsókn um að framleiða vetni í Kjarnorkuveri. Sama hvað fáfróðir umhverfissinar segja þá er það mjög hrein orka og líklega eina raunverulega lausnin sem til er í dag á orkuvandamáli heimsins.

Author:  bebecar [ Fri 04. Jun 2004 08:31 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Í gær lækkaði síðan olíutunnan á futures markaðnum í 38$ tunnan.

Hvar fannstu þessar upplýsingar Bebecar? Hefði áhuga á að lesa þetta? Hef aldrei heyrt kenningar um að þetta sé renewable að öðru leiti til en á þúsundum ára með samþjöppuðum risaeðlum :D

Nú er ég einmitt að taka mastersverkefni í hagkvæmri leið til að framleiða vetni með því að nýtast við háhitasvæðin á Íslandi. Ég held að Olían eigi einmitt ekki endilega eftir að klárast á okkar líftíma en mér finnst þó líklegt að Vetni taki við henni. Þó það sé ekki framleitt í dag að meirihluta með umhverfisvænum hætti þá á það eftir að breytast eins og allt annað. Ég byggi t.d. mínar rannsóknir á franskri rannsókn um að framleiða vetni í Kjarnorkuveri. Sama hvað fáfróðir umhverfissinar segja þá er það mjög hrein orka og líklega eina raunverulega lausnin sem til er í dag á orkuvandamáli heimsins.


voila!
http://worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=38645

Author:  Nökkvi [ Fri 04. Jun 2004 08:33 ]
Post subject: 

Heyr heyr Jón Þór! Gaman að einhver sér ljósið varðandi kjarnorkuna, færð ekki mikið umhverfisvænni orku í dag (fyrir utan vatnsorku, jarðvarma og annað slíkt).

Það verður spennandi að sjá hvort vetnið nær að ryðja sér til rúms til að knýja bíla eða hvort það verður jafnvel rafmagn úr rafgeimum. En það er alveg sama hvaða leið verður farin, það verða alltaf til kraftmiklir og snöggir bílar. Það er bara vanþekking að segja að vetnis- og rafmagnsbílar séu kraftlausir og seinir, það er bara meiri áhersla í dag að búa til þannig bíla, hitt kemur seinna. Það er ekkert tæknilegt sem kemur í veg fyrir það.

Við hérna á Íslandi getum t.d. boðið okkur fram við að taka ýmsa vetnisbíla til prófunar því við getum framleitt vetni 100% umhverfisvænt. Ég hefði ekkert á mót því t.d. að hafa einn 745h til reynslu :lol:

Author:  jonthor [ Fri 04. Jun 2004 08:38 ]
Post subject: 

Nökkvi wrote:
Heyr heyr Jón Þór! Gaman að einhver sér ljósið varðandi kjarnorkuna, færð ekki mikið umhverfisvænni orku í dag (fyrir utan vatnsorku, jarðvarma og annað slíkt).

Það verður spennandi að sjá hvort vetnið nær að ryðja sér til rúms til að knýja bíla eða hvort það verður jafnvel rafmagn úr rafgeimum. En það er alveg sama hvaða leið verður farin, það verða alltaf til kraftmiklir og snöggir bílar. Það er bara vanþekking að segja að vetnis- og rafmagnsbílar séu kraftlausir og seinir, það er bara meiri áhersla í dag að búa til þannig bíla, hitt kemur seinna. Það er ekkert tæknilegt sem kemur í veg fyrir það.

Við hérna á Íslandi getum t.d. boðið okkur fram við að taka ýmsa vetnisbíla til prófunar því við getum framleitt vetni 100% umhverfisvænt. Ég hefði ekkert á mót því t.d. að hafa einn 745h til reynslu :lol:


Já hvernig væri það, gastu ekki bara látið konuna nappa einu stykki áður en hún hætti? :D - Hefði ekkert á móti því að vinna hjá BMW í "vetnis"-deildinni eftir að ég hætti hér.

Author:  Nökkvi [ Fri 04. Jun 2004 08:45 ]
Post subject: 

Það var nú á dagskránni að orða það að fá einn til reynslu 8)
Kannski full langsótt samt.

E68 vetnisbíllinn fer í "almenna sölu" og ég held að það sé búið að selja (leasa) alla bílana sem í boð verða. Það eru kallar eins og til dæmis Joska Fisher (formaður Græningja í Þýskalandi) sem fá eintak. Síðast þegar ég vissi var samt enginn E68 farinn að keyra opinberlega á vetni þannig að þetta er enn í vinnslu. Allar auglýsingamyndir sem til eru af E68 vetnisbílnum eru bara útlitið, undir húddinu er bara bensín.

Author:  jonthor [ Fri 04. Jun 2004 08:59 ]
Post subject: 

Nökkvi wrote:
Það var nú á dagskránni að orða það að fá einn til reynslu 8)
Kannski full langsótt samt.

E68 vetnisbíllinn fer í "almenna sölu" og ég held að það sé búið að selja (leasa) alla bílana sem í boð verða. Það eru kallar eins og til dæmis Joska Fisher (formaður Græningja í Þýskalandi) sem fá eintak. Síðast þegar ég vissi var samt enginn E68 farinn að keyra opinberlega á vetni þannig að þetta er enn í vinnslu. Allar auglýsingamyndir sem til eru af E68 vetnisbílnum eru bara útlitið, undir húddinu er bara bensín.


Iss það eru nú meiri leiðindin.

p.s. Mögnuð grein Bebecar!

Author:  bebecar [ Fri 04. Jun 2004 09:21 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Nökkvi wrote:
Það var nú á dagskránni að orða það að fá einn til reynslu 8)
Kannski full langsótt samt.

E68 vetnisbíllinn fer í "almenna sölu" og ég held að það sé búið að selja (leasa) alla bílana sem í boð verða. Það eru kallar eins og til dæmis Joska Fisher (formaður Græningja í Þýskalandi) sem fá eintak. Síðast þegar ég vissi var samt enginn E68 farinn að keyra opinberlega á vetni þannig að þetta er enn í vinnslu. Allar auglýsingamyndir sem til eru af E68 vetnisbílnum eru bara útlitið, undir húddinu er bara bensín.


Iss það eru nú meiri leiðindin.

p.s. Mögnuð grein Bebecar!


Ég var nú reyndar búin að heyra um þetta áður fyrir nokkru síðan, menn fóru víst að pæla í þessu fyrir sirka 15 árum síðan þegar olíulindir sem voru tómar byrjuðu að leka aftur.

Author:  jonthor [ Fri 04. Jun 2004 09:30 ]
Post subject: 

Já mjög áhugverð pæling!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/