bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spjaldtölvupælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=62393
Page 1 of 1

Author:  T-bone [ Mon 15. Jul 2013 22:11 ]
Post subject:  Spjaldtölvupælingar

Ekki í fyrsta skiptið sem spjaldtölvupælingar rata hingað inn.

Ég þarf að fá mér nýtt tab. Valið stendur á milli Samsung galaxy note tab, og ASUS Transformer TF700T


Á pappír lítur ASUS betur út. Reyndar er bara 1 gíg í mynni á honum en 2 á samsung, en hins vegar er þetta eina gígabæt 1600MHz DDR3 mynni.

Er það þá ekki betra en 2 gíg sem eru í samsung?


En allavega, ræðið. Er eitthvað sem mælir á móti ASUS gæjanum? Þetta lyklaborðsdæmi heillar mig alveg slatta.

Kv. Anton Örn

Author:  Jón Ragnar [ Mon 15. Jul 2013 22:16 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Ég hata apple vörur

En fáðu þér ipad :lol:

Author:  T-bone [ Mon 15. Jul 2013 22:21 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Jón Ragnar wrote:
Ég hata apple vörur

En fáðu þér ipad :lol:



Ipad er ekki inní myndinni ;)

Ætla ekki að fara útí apple vs. allt annað hérna ;) hahaha

Author:  Jón Ragnar [ Mon 15. Jul 2013 22:27 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Af þessu tvennu, þá mundi ég taka Samsunginn.

Author:  T-bone [ Mon 15. Jul 2013 22:29 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Jón Ragnar wrote:
Af þessu tvennu, þá mundi ég taka Samsunginn.


ok.

Er einhver ástæða fyrir því? Önnur en bara geðþóttaákvörðun?

Author:  IceDev [ Mon 15. Jul 2013 22:48 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Myndi taka Asusinn any day. Hann fær uppfærslur frekar fljótt á meðan Samsung vörurnar eru oft seinir eða sleppa því einfaldlega að uppfæra yfir í nýjasta release. Einnig eru þær breytingar sem að Asus gerir á android ekki eins kjánalegar og Samsung gerir með Touchwiz.

Ég á Nexus 7, hreinlega eeelska stærðina á þessu. Ég keypti þetta til að nota í skólanum fyrir bækur og kennsluefni og virkar það fínt í það. Plús að það skaðar ekki að vera með pure android á þeirri græju. Þessi form-factor, þ.e.a.s 7" er að mínu mati betri en 10" græjurnar, þetta er bara svo handhægt.

Aðal málið er hinsvegar í hvað þú ætlar að nota þetta?

Ef að þú ætlar actually að framkvæma eitthvað af viti á þessu, þ.e.a.s sem laptop replacement, þá eru spjaldtölvur einfaldlega ekki að virka að mínu mati.

Sem létt netráp/leikja/glápgræja/ebook fyrir fólk sem skortir athygli til að lesa lengi, þá er þetta fínt.

Author:  T-bone [ Mon 15. Jul 2013 23:01 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Við vorum með galaxy tab orginalinn sem lenti í slysi og þurfum því að velja nýja tölvu.

þetta er náttúrulega aðallega notað í eithvað internetráp, leiki og þess háttar, en þessi möguleiki með lyklaborðið heillar mig soldið líka, svona til að vera með í skólanum og svona.

Mér líst betur á ASUS, en bara þekki ekki ASUS nógu vel til að geta hoppað á hana svona án þess að heyra álit manna á henni ;)

Author:  Jón Ragnar [ Mon 15. Jul 2013 23:55 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

T-bone wrote:
Jón Ragnar wrote:
Af þessu tvennu, þá mundi ég taka Samsunginn.


ok.

Er einhver ástæða fyrir því? Önnur en bara geðþóttaákvörðun?



Samsung tæki hafa reynst mér vel

Ég er hinsvegar með Nexus 7 sem er Asus tölva. Virkilega góð líka

Author:  SteiniDJ [ Mon 15. Jul 2013 23:56 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Flestar ASUS Transformer tölvurnar hafa fengið gífurlega góða dóma og oft taldar vera með betri Android tablets. Það var ein sem "floppaði" þegar að þeir föttuðu ekki að málm-bakhliðin gæti truflað WiFi sendingar og var sú vél með lélegt samband.

Hrikalega mikið til af samanburðarmyndböndum af þessu á YouTube, mæli með þeim! :)

Author:  tolliii [ Tue 16. Jul 2013 20:03 ]
Post subject:  Re: Spjaldtölvupælingar

Mæli líka með vörum frá ASUS .. að mínu mati bestu tölvurnar yfir höfuð :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/