Ég ákvað að pósta þessu hérna frekar en í leikjaþræðinum, þar sem þetta höfðar kannski til fleiri hérna en bara leikjanörda.
Allavega, ég rakst á link á þennan "leik" á Live2cruize og ákvað að prófa, og ég verð að segja að hann kom mér vel á óvart.
Ég segi "leik" því að þetta er allt í vinnslu hjá þeim, og leikurinn sjálfur er ekki tilbúinn, en maður getur samt sem áður downloadað demoinu, smíðað vélar og testað þær.
Fínt skemmtun, og þeir útskýra allt mjög vel, þannig að ég lærði líka hitt og þetta.
Kom mér líka vel á óvart hvað tölurnar virðast ekki vera algjört bull í þessu. Ég t.d. fann specs fyrir M54B30 (330i E46) og ákvað að smíða eina svoleiðis vél, og sjá hvaða tölur ég fengi.
Alvöru M54B30 er:
231hp @ 5900 RPM
300Nm @ 3500 RPM
Og það sem ég fékk í leiknum er:
224hp @ 6200 RPM
295Nm @ 3000 RPM
Og ég er viss um að með smá tweaks þá væri hægt að fá þessi extra hestöfl og eflaust gott betur.

Allavega, downloadið er hérna:
http://automationgame.com/ og það kostar ekki nema 25 dollara að preordera, sem ég gerði, og það unlockar V8, I6 og turbochargers fyrir demoið -- og svo auðvitað fulla leikinn þegar hann klárast.
Mæli með þessu!