bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
CB 750 - 1979 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6170 |
Page 1 of 1 |
Author: | Þórir [ Mon 24. May 2004 20:48 ] |
Post subject: | CB 750 - 1979 |
Jæja. Nú var strákurinn að fá sér hjól. Gripurinn er ekki af lakari endanum enda jafn gamall eigandanum, 1979 módel. Hjólið var búið að vera í kyrrstöðu í nokkur ár þegar félagi minn keypti hjólið og var búinn að gera það upp að nokkru leyti en þegar hann fékk þær slæmu fréttir að hann mætti ekki hjóla lengur að læknisráði. Hjólið er ekið 22.000 km, og er bara allt hið besta. Annars ætlaði ég bara að deila með ykkur mynd af gripnum. ![]() Kveðja |
Author: | bebecar [ Mon 24. May 2004 20:50 ] |
Post subject: | |
Virkilega flott! CB hjólin eru kúl - viltu ekki selja það? ![]() |
Author: | Þórir [ Mon 24. May 2004 20:54 ] |
Post subject: | Vá |
Fljótt reply maður. Hehehehe. Nja, það er ekki til sölu sem stendur nema gott verð/boð fáist. Annars hef ég verið skotinn í þessu hjóli frá því að ég prófaði það fyrst. CB er líka svona "old school racer" og er líka svona skemmtilega kenjótt, svona "sál" í því. Svo þó ég segi sjálfur frá þá er lakkið á því alveg sérstaklega skemmtilegt, sést ekki alveg nógu vel nema maður sjái það svona upclose. Liturinn er nefnilega alveg frá því að vera rauður út í að vera gylltur, án þess þó að vera effect-legur. Kveðja. |
Author: | bebecar [ Mon 24. May 2004 21:01 ] |
Post subject: | |
Ég er bara alveg veikur, verð að fá hjól... Þarf samt að bíða allavega fram í júlí mánuð, þá fer ég á stúfana úti en þá er stefna tekin á K100 eða R65 - þ.e. BMW að sjálfsögðu ![]() K100RS R65 |
Author: | gunnar [ Mon 24. May 2004 21:09 ] |
Post subject: | |
Mjög smekklegt hjól hjá þér þórir |
Author: | Þórir [ Mon 24. May 2004 21:12 ] |
Post subject: | |
Ég þakka. Ingvar. Ég á hérna heima buyers guide fyrir BMW hjól ef þú hefur áhuga, það væri lítið mál að lána þér hana. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |