bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

sérsmíðun á pústi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6137
Page 1 of 2

Author:  ramrecon [ Sat 22. May 2004 19:12 ]
Post subject:  sérsmíðun á pústi

Sælir, ég er að velta fyrir mér hvað svona er verðið fyrir sérsmíðun á pústi ? mig langar rosalega að sérsmíða púst undir 540 bílinn og aðeins gera hann svona "lekkert" ;) félagi minn lét smíða púst fyrir man ekki 50þús kall en eftir hverju fer það svona, er nokkuð svona viðmiðunar staðall í þeim málum ?

Author:  zazou [ Sat 22. May 2004 20:54 ]
Post subject: 

Farðu til hans Einars, hann smíðar fyrir þig flækjur.

Author:  gstuning [ Sat 22. May 2004 21:20 ]
Post subject: 

Mundu bara að fá segja einari hvað þú vilt fá útur pústinu ekki labba þarna inn og segja ég vil fá "3 púst,, þar sem að hann er nú að reka fyrirtæki þá gerir hann það bara

Author:  gunnar [ Sun 23. May 2004 16:20 ]
Post subject: 

zazou wrote:
Farðu til hans Einars, hann smíðar fyrir þig flækjur.


sagði hann eitthvað um flækjur ?

Og btw ég mundi ekki láta smíða púst undir bimmann hjá þér lalli.. Keyptu þér frekar almennilegt púst að utan ef þú ætlar að gera það.. ( en þetta er rugl annars finnst mér )

Author:  Haffi [ Sun 23. May 2004 16:28 ]
Post subject: 

þú ferð ekkert að drullumixa eitthvað helvítis aftermarket skítapúst undir bílinn hjá þér!!!

Author:  íbbi_ [ Sun 23. May 2004 17:38 ]
Post subject: 

nakvæmlega, ekki myndi ekki myndi eg labba inn með 99 540 steptronicin minn til mixþjonustu kanga knastas 470 seyðisfirði og leti smiða undir hann þar ef þu skilur hva eg a við, safnaðu frekar þangað til þu getur keypt það sem þu villt,

Author:  Svezel [ Sun 23. May 2004 18:20 ]
Post subject: 

Vertu tilbúinn að borga $$$$$$ eða €€€€€€€ ef þú ætlar að kaupa eitthvað almennilegt pústkerfi að utan undir bílinn frá t.d. Supersprint eða G-power.

Author:  zazou [ Sun 23. May 2004 19:46 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
zazou wrote:
Farðu til hans Einars, hann smíðar fyrir þig flækjur.


sagði hann eitthvað um flækjur ?


Til hvers að láta sérsmíða án þess að fá sér flækjur?
3" stút eins og ræsararnir?

Author:  Jón Ragnar [ Sun 23. May 2004 21:10 ]
Post subject: 

púst hjá einari = VONT! hann notar lélegt efni og svona :?

Author:  Schulii [ Sun 23. May 2004 22:11 ]
Post subject: 

ég var nú að vinna á pústverkstæðinu hjá Einari sem unglingur þegar hann var í nóatúni.. hann smíðaði frábært kerfi undir 323i E30 bílinn minn með algjörum snilldarflækjum..

Sko, ég hef séð að menn virðast skiptast í tvær fylkingar varðandi álit á vinnu hans og allt það. Ég get allavega sagt að hann er mjög klár í því sem hann gerir. En einn eins og einhver benti á hérna þá er hann að reka fyrirtæki og kannski er eitthvað til í þessum sögum um að hann sé að smíða úr lélegu efni en þá held ég að það sé eitthvað nýtt.

Honum þykir mjög gaman að fá svona "challenge" þar sem hann hefur mjög gaman að því að skila frá sér skemmtilegu og góðu verkefni.

En Einar er soldið spes.. jámm!!

Author:  íbbi_ [ Sun 23. May 2004 22:13 ]
Post subject: 

einna er lika með pressubeygð rörr, sem er sori.

Author:  Dr. E31 [ Mon 24. May 2004 01:42 ]
Post subject: 

Check this yo.

http://www.supersprint.com/a_prodotti.asp?modello=bmwE3922

http://www.remus.at/product.php?option=1&selPrdID=1&ln=2&selectBrtID=18&selectCatID=300&selectDtlID=616

Author:  joipalli [ Mon 24. May 2004 02:40 ]
Post subject: 

Quote:
Til hvers að láta sérsmíða án þess að fá sér flækjur?
3" stút eins og ræsararnir?


Það er nú ekki "rice" að vera með 3" púst á V8 vél. :D

Ég er samt sammála flestum um að kaupa þér almennilegt kerfi undir bílinn. 8)

Author:  zazou [ Mon 24. May 2004 09:39 ]
Post subject: 

joipalli wrote:
Það er nú ekki "rice" að vera með 3" púst á V8 vél. :D

Það er náttúrulega bara smekksatriði, það eru engar 3" undir hjá mér þó svo vélin sé talsvert stærri :wink: og ekki hef ég enn lesið að það sé alvarlegur flöskuháls 8)

Author:  fart [ Mon 24. May 2004 09:52 ]
Post subject: 

keyptu þér púst undan M5 E39, þá færðu ryðfrítt og 4x stúta.. skítamixaðu það síðan undir ef það passar ekki.

Fullt til af þessu á Ebay, menn í usa eru ansi duglegir við að skipta út Stock og seta supersprint, Dinan eða Kelleners

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/