bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Verkfræði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=61254
Page 1 of 3

Author:  BMW_Owner [ Tue 30. Apr 2013 16:48 ]
Post subject:  Verkfræði

Sælir, nú er ég að fara byrja í verkfræði í HR eftir að hafa klárað frumgreinadeildina á sama stað, og því var ég að velta fyrir mér ef einhver hér væri í verkfræði í hí eða hr, gefið manni tips um hvað maður gæti farið yfir áður en ég hef nám núna í haust.
já og svo er líka gaman að sjá hverjir eru í þessu og hvernig þeim líkar þetta. :thup:

Author:  olinn [ Tue 30. Apr 2013 16:59 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Svo ég nýti nú sama þráðinn.... Hvernig varstu að fíla frumgreinanámið? varstu í fullu námi eða varstu bara að bæta við aðra mentun?

Author:  rockstone [ Tue 30. Apr 2013 17:06 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

ég fer í frumgreinanámið eftir sumarið :) byrja á 2. önn því ég er búinn með sveinsprófið.

Author:  BMW_Owner [ Tue 30. Apr 2013 19:30 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Námið er mjög krefjandi og krefst mikils tíma. Ég er Húsasmiður að mennt og byrjaði því á 2.önn í frumgreinadeildinni með vissum hópi af fólki en kannski helmingurinn af því fólki útskrifaðist. Kennararnir eru flestir yfirlærðir og viðmótið almennt gott, að fara í frumgreinadeildina er líklega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið og frábært nám ef fólk vill bæta við sig menntun eftir að hafa klárað eitthvað iðnnám.
Frumgreinadeildin samanstendur af öllum þeim mikilvægu áföngum sem nýtast þér í framhaldsnámi,
hver áfangi er 1.5 hluti af venjulegum áfanga (eins og að taka stæ102 og 50% af stæ122 í einu) og þegar þú ert í 2-3 stærðfræði áföngum í einu + efnafræði og eðlisfræði og öllu hinu sem auðvitað lúta sama kerfi, þá er oft svolítið mikið að gera hjá manni.
ég tel mig nú nokkuð kláran einstakling en ég var samt sem áður oft lærandi til miðnættis eða lengur til þess að halda í námsefnið og tilhlökkunin að það sé að koma helgi er fljót að fara þegar þú ert í frumgreinadeildinni..En álagið venst fljótt og eftir fyrstu önnina (2.önn) þá er maður orðinn vanur þessu.
En ég mæli eindregið með þessu námi :thup:

Author:  demi [ Tue 30. Apr 2013 19:39 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Ég er í Vélaverkfræði við HR og klára BSc. næstu jól.

Hvaða verkfræði ertu að fara í ?

Sakar ekki að hafa tvinntölur, diffrun og heildun á kristaltæru fyrir stærðfræðina.
Vera góður í fyrri bókinni í eðlisfræði.

Og ef þú hefur þvílíkan tíma í sumar myndi ég læra á matlab, auðvelt forrit í notkun en krefst þess að fikta sig áfram.

Author:  BMW_Owner [ Tue 30. Apr 2013 20:03 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Ég er að fara í fjármálaverkfræði en já matlab hvar get ég nálgast svoleiðis? :P

Author:  demi [ Tue 30. Apr 2013 20:16 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Ahh, já ætli þú þurfir ekki license á það.
Færð svoleiðis í skólanum í haust :P

Author:  bimmer [ Tue 30. Apr 2013 20:18 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

BMW_Owner wrote:
Ég er að fara í fjármálaverkfræði en já matlab hvar get ég nálgast svoleiðis? :P


http://deildu.net/details.php?id=101705

Author:  olinn [ Tue 30. Apr 2013 22:03 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

BMW_Owner wrote:
Námið er mjög krefjandi og krefst mikils tíma. Ég er Húsasmiður að mennt og byrjaði því á 2.önn í frumgreinadeildinni með vissum hópi af fólki en kannski helmingurinn af því fólki útskrifaðist. Kennararnir eru flestir yfirlærðir og viðmótið almennt gott, að fara í frumgreinadeildina er líklega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið og frábært nám ef fólk vill bæta við sig menntun eftir að hafa klárað eitthvað iðnnám.
Frumgreinadeildin samanstendur af öllum þeim mikilvægu áföngum sem nýtast þér í framhaldsnámi,
hver áfangi er 1.5 hluti af venjulegum áfanga (eins og að taka stæ102 og 50% af stæ122 í einu) og þegar þú ert í 2-3 stærðfræði áföngum í einu + efnafræði og eðlisfræði og öllu hinu sem auðvitað lúta sama kerfi, þá er oft svolítið mikið að gera hjá manni.
ég tel mig nú nokkuð kláran einstakling en ég var samt sem áður oft lærandi til miðnættis eða lengur til þess að halda í námsefnið og tilhlökkunin að það sé að koma helgi er fljót að fara þegar þú ert í frumgreinadeildinni..En álagið venst fljótt og eftir fyrstu önnina (2.önn) þá er maður orðinn vanur þessu.
En ég mæli eindregið með þessu námi :thup:


Takk fyrir þetta :thup: Ég er reyndar búinn með eitt ár í lögfræðinni, þannig ég þekki það að læra langt fram á nætur :lol: en langar mun meira að fara í tæknivæddara nám og vél- og orkufærknifræði, rafmagnsfræði og vélaverkfræði er nú efst á listanum.
Ég þarf aðeins að bæta við mig stærfræði og eðlisfræði, þannig ég tek þetta líklega á tveimur önnum, hlakka bara til :thup:

Author:  BMW_Owner [ Tue 30. Apr 2013 23:17 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

olinn wrote:
BMW_Owner wrote:
Námið er mjög krefjandi og krefst mikils tíma. Ég er Húsasmiður að mennt og byrjaði því á 2.önn í frumgreinadeildinni með vissum hópi af fólki en kannski helmingurinn af því fólki útskrifaðist. Kennararnir eru flestir yfirlærðir og viðmótið almennt gott, að fara í frumgreinadeildina er líklega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið og frábært nám ef fólk vill bæta við sig menntun eftir að hafa klárað eitthvað iðnnám.
Frumgreinadeildin samanstendur af öllum þeim mikilvægu áföngum sem nýtast þér í framhaldsnámi,
hver áfangi er 1.5 hluti af venjulegum áfanga (eins og að taka stæ102 og 50% af stæ122 í einu) og þegar þú ert í 2-3 stærðfræði áföngum í einu + efnafræði og eðlisfræði og öllu hinu sem auðvitað lúta sama kerfi, þá er oft svolítið mikið að gera hjá manni.
ég tel mig nú nokkuð kláran einstakling en ég var samt sem áður oft lærandi til miðnættis eða lengur til þess að halda í námsefnið og tilhlökkunin að það sé að koma helgi er fljót að fara þegar þú ert í frumgreinadeildinni..En álagið venst fljótt og eftir fyrstu önnina (2.önn) þá er maður orðinn vanur þessu.
En ég mæli eindregið með þessu námi :thup:


Takk fyrir þetta :thup: Ég er reyndar búinn með eitt ár í lögfræðinni, þannig ég þekki það að læra langt fram á nætur :lol: en langar mun meira að fara í tæknivæddara nám og vél- og orkufærknifræði, rafmagnsfræði og vélaverkfræði er nú efst á listanum.
Ég þarf aðeins að bæta við mig stærfræði og eðlisfræði, þannig ég tek þetta líklega á tveimur önnum, hlakka bara til :thup:



glæsilegt að heyra, gangi þér vel :thup:

Author:  lacoste [ Thu 02. May 2013 07:49 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

BMW_Owner wrote:
Sælir, nú er ég að fara byrja í verkfræði í HR eftir að hafa klárað frumgreinadeildina á sama stað, og því var ég að velta fyrir mér ef einhver hér væri í verkfræði í hí eða hr, gefið manni tips um hvað maður gæti farið yfir áður en ég hef nám núna í haust.
já og svo er líka gaman að sjá hverjir eru í þessu og hvernig þeim líkar þetta. :thup:


Ég er í vélaverkfræði í HÍ.

Þetta nám er virkilega krefjandi og eflaust erfiðara en þú hefur áður kynnst. Þú færð reyndar etv persónulegri kennslu í HR sem nýtist þér vel á fyrstu önn. Eins og hann sagði hér á undan þá væri ekkert verra fyrir þig að kíkja aðeins á Matlab, sérstaklega ef þú hefur litla reynslu af tölvunarfræði. Matlab er samt ekkert hell, mjög sniðug græja.

Stærðfræðigreining 1 sem kennd er á fyrstu önn er basicly allt námsefnið úr stæ. framhaldsskóla, nema með súper hraðri yfirferð.

Flestir eiga þó í erfiðum með eðlisfræðina á fyrstu önn. Þar er farið í allt það mekkaníska og newtoníska.

Author:  Thrullerinn [ Thu 02. May 2013 21:57 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Fór í gegnum tölvunarfræði hér um árið, asnaðist til að taka greiningu og eðlisfræði 1 sem val siíðustu önnina, eðlisfræðin var mikil vinna, verklegt, skýrslur og stöff, stærðfræðiprófið var nastý.
Af ég ætti að dæma eftir þessum tveim þá er þetta heljarinnar vinna.

Author:  bimmer [ Thu 02. May 2013 21:59 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Thrullerinn wrote:
Fór í gegnum tölvunarfræði hér um árið, asnaðist til að taka greiningu og eðlisfræði 1 sem val siíðustu önnina, eðlisfræðin var mikil vinna, verklegt, skýrslur og stöff, stærðfræðiprófið var nastý.
Af ég ætti að dæma eftir þessum tveim þá er þetta heljarinnar vinna.


Þetta eru bæði fög sem eru notuð sem sía á fyrsta ári og eru því nasty.

Author:  demi [ Fri 03. May 2013 18:00 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Já og ekki eru Stærðfræðigreining II og Eðlisfræði II skárri :lol:

Author:  Svezel [ Fri 03. May 2013 18:16 ]
Post subject:  Re: Verkfræði

Skítt með almennu eðlisfræðina, hún er bara skemmtileg, en seinni stærfræðigreiningarnámskeiðin (3+) og sérhæfðir eðlisfræðiáfangar eru bara mannskemmandi. Ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um tímana hjá Halldóri I Elíassyni í stærðfræðigreiningu 4 eða rafsegulfræðina hjá Þorsteini Inga :?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/