BMW_Owner wrote:
Námið er mjög krefjandi og krefst mikils tíma. Ég er Húsasmiður að mennt og byrjaði því á 2.önn í frumgreinadeildinni með vissum hópi af fólki en kannski helmingurinn af því fólki útskrifaðist. Kennararnir eru flestir yfirlærðir og viðmótið almennt gott, að fara í frumgreinadeildina er líklega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið og frábært nám ef fólk vill bæta við sig menntun eftir að hafa klárað eitthvað iðnnám.
Frumgreinadeildin samanstendur af öllum þeim mikilvægu áföngum sem nýtast þér í framhaldsnámi,
hver áfangi er 1.5 hluti af venjulegum áfanga (eins og að taka stæ102 og 50% af stæ122 í einu) og þegar þú ert í 2-3 stærðfræði áföngum í einu + efnafræði og eðlisfræði og öllu hinu sem auðvitað lúta sama kerfi, þá er oft svolítið mikið að gera hjá manni.
ég tel mig nú nokkuð kláran einstakling en ég var samt sem áður oft lærandi til miðnættis eða lengur til þess að halda í námsefnið og tilhlökkunin að það sé að koma helgi er fljót að fara þegar þú ert í frumgreinadeildinni..En álagið venst fljótt og eftir fyrstu önnina (2.önn) þá er maður orðinn vanur þessu.
En ég mæli eindregið með þessu námi

Takk fyrir þetta

Ég er reyndar búinn með eitt ár í lögfræðinni, þannig ég þekki það að læra langt fram á nætur

en langar mun meira að fara í tæknivæddara nám og vél- og orkufærknifræði, rafmagnsfræði og vélaverkfræði er nú efst á listanum.
Ég þarf aðeins að bæta við mig stærfræði og eðlisfræði, þannig ég tek þetta líklega á tveimur önnum, hlakka bara til
