bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bentley Turbo https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=61216 |
Page 1 of 1 |
Author: | íbbi_ [ Sun 28. Apr 2013 01:01 ] |
Post subject: | Bentley Turbo |
fyrir nokkrum árum fór ég með bíl í bón á bónstöð. þegar ég kom þangað var inni á bónstöðinni gamall bentley, þetta var 199x model. turbo R, brooklands e-h slíkt bónarinn sagði mér hver átti hann, þekktur útrása víkingur kannast einhver við hvað varð um hann? hvort hann sé hér enn eða farinn út hann leit svipað út þessum. grænn að ljós að innan ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 28. Apr 2013 01:10 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
Skilst að BTB hafi gefið BG þetta í afmælisgjöf hef ekki séð þennann bíl sjálfur |
Author: | íbbi_ [ Sun 28. Apr 2013 01:30 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
ég man að ég var mest hissa á hversu flottur hann var í "eigin persónu" þetta er náttúrulega mjög gamalt og klossað boddý. en þetta er afar spes. og mjög virðurlegt á ferðini |
Author: | Logi [ Sun 28. Apr 2013 08:28 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
Hef einu sinni séð þennan bíl á ferðinni, helv. flottur ![]() |
Author: | fart [ Sun 28. Apr 2013 10:30 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
Kosningarnar rétt að kólna, XD og XB með comeback, vinstri flokkarnir nánast þurrkaðir út, og menn farnir að tala um Bentley og Bjögga í sömu setningu. ALLT AÐ GERAST!!!!11111 ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 28. Apr 2013 18:01 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
fart wrote: Kosningarnar rétt að kólna, XD og XB með comeback, vinstri flokkarnir nánast þurrkaðir út, og menn farnir að tala um Bentley og Bjögga í sömu setningu. ALLT AÐ GERAST!!!!11111 ![]() Hahaha,,,, ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sun 28. Apr 2013 23:13 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
já ég sá fyrir mér fyrst að XD sé kominn aftur að nú væri það bara bentley eða ekkert |
Author: | Wolf [ Mon 29. Apr 2013 00:23 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
Bónstöð í faxafeni undir outletunum ? |
Author: | Spiderman [ Mon 29. Apr 2013 00:40 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
Ég hef séð þennan bíl á ferðinni, þetta er Turbo R árg. 1994 og skráður á eiginkonu BG. |
Author: | íbbi_ [ Mon 29. Apr 2013 15:47 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
ég sem hef nú eytt ófáum stundum í að drulla yfir breska bíla. og flestir þeirra áttu og eiga ekkert annað skilið ég hinsvegar er haldin ansi miklu blæti fyrir vissum bílum frá bentley þá sérstaklega Arnagae, en BMW voru rolls royce innan handar í hönnun þessara bíla. silver seraph og arnage voru báðir með bmw kram og rafkerfi. silver seraph með m73 og zf5hp30 og arnage með m62b44TU með twin turbo set-up frá cosworth. miðstöð. allir takkar og margt flr er svo beint úr E38/E39/E46. þetta er ekki ósvipað 02-12 range rover. það er í raun merkilegt að í dag er bentley rolls. og rolls er nýtt fyrirtæki sem er satt að segja ekki hægt að tengja við það gamla á margan hátt. vw keypti í raunini rolls royce með manni og mús en svo kom upp úr kafinu að rolls royce flugvélaframleiðandinn átti réttinn á bæði nafninu og grillinu/merkinu. bmw keypti réttinn á brot af því sem að vw greiddi. vw sat þá í raunini eftir með allt nema réttinn til að setja nafnið á bílana, og bentley og rolls voru í þokkabót samningsbundnir bmw upp á vélar og búnað bílanna, þetta endaði með samningum á milli bmw og vw sem endaði með að bmw byggðu nýjar verksmiðjur frá grunni og fóru sjálfir að framleiða rolls, vw losnaði á örfáum árum undan samningunum við bmw og fóru að framleiða vw pheaton í 2 og 4 dyra útfærslum undir merkjum bentley (continental/flying spur) og arnage fékk aftur gömlu 6.3/4l bentley vélina, ARNAGE green label 98-01 eru með m62B44TU twin turbo. eftir að vw tekur yfir kemur strax arnage Red label sem er með bentley mótornum. það sést kannski ágætlega hversu miklir bílar þetta eru að rolls royce silver seraph með m73 er talin alveg sérlega afllaus bíll og mikill sleði. arnage með twin turbo m62 er talsvert hægari en normal E38 740 bíll. arnage með bentley turbo mótornum togar 700nm+ í sínu minnsta formi og skilar þeim vel áfram, en gaman af því að arnage með honum er gefinn upp með hátt í 30l/100 í innanbæjar akstri. arnage ![]() minn uppáhalds bentley er svo 09-11 brooklands. 2.7tonna 5.6m langur coupe. sem orkar svipað og E39 m5 og kostar í flestum tilfellum um og yfir 400þús evrur nýr. eftir top gear þá sáust nokkur video á youtube þar sem menn raunverulega sannreyndu að það náðist ekki talstöðvarsamband inn í honum ![]() ![]() |
Author: | fart [ Mon 29. Apr 2013 17:18 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
HMMmmm.. spurning um að finna haugtjónaðan svona Bentley með twin turbo BMW original |
Author: | íbbi_ [ Mon 29. Apr 2013 17:56 ] |
Post subject: | Re: Bentley Turbo |
hugsa að það sé nú gott betur ódýrara að skrúfa EES superchargerinn á normal m62 og fá töluvert flr hö. minnir að cosworth TT mótorinn sé 335hö. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |