bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 18:42

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
 Post subject: Laufléttir...
PostPosted: Sat 22. May 2004 02:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Það var maður að reyna að fá foræði yfir barninu sínu og helt hann því mjög fast fram í réttinum að hann ætti barnið en ekki konan svo þegar dómarinn bað hann að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu þá sagði hann:
Herra dómari ef þú setur 100 kall í coke sjálfsala þá kemur coke dós út. Hver á dósina þú eða sjálfsalinn?

..........................................................................................................

Jónas var í golfi með þrem vinum sínum og þeir voru að ræða það hversu erfitt var að fá konur þeirra til að samþykkja það þeir færu í golf alla morgna og flesta eftirmiðdaga líka.
Guðmundur stundi þungan sagði: ?Ég varð að kaupa BMW handa konu
minni til að fá að leika golf þegar ég vil."
Aðalsteini fannst þetta ekki mikið og sagði: ?Það var vel sloppið hjá þér. Ég varð að kaupa BMW og minkapels."
Reyni var mikið niðri fyrir: ?Þetta var vel sloppið hjá ykkur báðum. Ég varð að kaupa BMW, minkapels og demants hálsfesti."
Jónas glotti við tönn og sagði: ?Ha! Ég þurfti ekki að kaupa neitt handa konunni minni! Á hverjum morgni halla ég mér að konunni minni, hnippi í hana og segi ,Samfarir eða golf?' og hún segir strax ,Mundu eftir að hafa peysuna þína með þér.'"

..........................................................................................................

Fyrir fimm vikum síðan, var fjörtíu og fimm ára afmælisdagurinn minn, og þann morgun vaknaði ég frekar þungur í skapi, mér leið ekkert of vel. Ég fór fram í eldhús vitandi það að konan mín myndi gleðja mig með því að óska mér til hamingju með daginn, og sennilega hefði hún einhverja gjöf handa mér líka.
Hún sagði ekki einu sinni góðan daginn, hvað þá til hamingju með hann. Ég hugsaði "jæja ,svona verða þá eiginkonurnar með tímanum, - krakkarnir hljóta að muna hvaða dagur er". Krakkarnir komu svo í morgunmatinn, en sögðu ekki orð. Ég lagði af stað á skrifstofuna, og leið enn verr. Þegar ég kom þangað inn kom einkaritarinn minn, Jenný, á móti mér og sagði "góðann daginn forstjóri og til hamingju með daginn". Mér leið aðeins betur, einhver mundi þó eftir afmælisdeginum mínum. Þegar komið var fram á hádegi var bankað á dyrnar hjá mér og Jenný gekk inn og sagði "Af því að veðrið er svo fallegt úti og þú átt nú einu sinni afmæli, hvað segirðu þá um að við förum út að borða, bara við tvö". "Já bara endilega" svaraði ég, þar sem þetta var það besta sem ég hafði heyrt þennan dag. Við fórum ekki á venjulega staðinn okkar, heldur aðeins út fyrir bæinn á lítinn aðvikinn stað. Við fengum okkur tvo Martíni og nutum matarins reglulega vel. Á leiðinn til baka sagði Jenný "Þetta er svo fallegur dagur, þurfum við nokkuð að fara aftur á skrifstofuna?" Og ég svaraði "Nei, ekkert frekar", "Förum heim til mín" sagði hún þá. Þegar við komum þangað fengum við okkur annan Martíni, kveiktum okkur í sígarettum og létum fara vel um okkur. Eftir smá stund sagði hún "Er þér ekki sama þó ég skreppi inn í svefnherbergi og bregði mér í eitthvað þægilegra?". "Auðvitað" svaraði ég strax. Eftir um það bil sex mínútur kom hún aftur....haldandi á stórri afmælisköku....á eftir henni komu konan mín, krakkarnir, tengdaforeldrarnir og loks nokkrir vinir, allir syngjandi "hann á afmæli í dag" ......og þarna í sófanum sat ég......................og var aðeins í sokkunum !!!

...........................................................................................................

Örlög mannskepnunnar:
Guð skapaði asnann og sagði við hann:
"Þú verður asni. Þú vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og berð þungar byrðar. Þú étur gras, státar ekki af neinum gáfum og lifir í 50 ár."
Og asninn svaraði: "Ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allt of mikið. Hafðu þau 20."
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði hundinn og sagði við hann:
"Þú verður hundur. Þú gæti húss mannsins og verður besti vinur hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár."
Og hundurinn svaraði: "Ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10."
Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði apann og sagði við hann:
"Þú verður api. Þú sveiflar þér úr einu tré í annað og gerir ýmsar kúnstir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20 ár."
Og apinn svaraði: "Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10."
Og Guð samþykkti það.
Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: "Þú verður maður, eina vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú notar gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár."
Og maðurinn svaraði: "Ég skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki."
Og Guð samþykkti það.
Og æ síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður. Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og ber þungar byrðar. Þegar börnin eru flutt að heiman lifir hann í 15 ár eins og hundur; gætir hússins og borðar allt sem að honum er rétt. Og eftir að hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum.

...........................................................................................................

Siggi litli var á gangi úti á götu einn góðan veðurdag þegar bíl var ekið upp að honum.
Ökumaðurinn skrúfaði niður rúðuna og kallaði: "Ef þú kemur inn í bílinn, þá skal ég gefa þér 100 kall og góðan brjóstsykur. Siggi litli neitaði og gekk áfram. Stuttu seinna kom sami maður á sama bíl, stoppaði hjá Sigga og sagði: "En ef þú færð 200 krónur og tvo sleikipinna?" Drengurinn sagði manninum að láta sig í friði og hélt áfram göngu sinni. Neðar í götunni stoppaði maðurinn aftur. "Ókei!" sagði hann. "Þetta er síðasti séns. Ég skal gefa þér fimm hundruð krónur og allt það sælgæti sem þú getur í þig látið." Siggi litli stoppaði, fór að bílnum og hallaði sér að honum. "Sko," sagði hann. "Þú keyptir Skóda, pabbi, og nú skalt þú bara taka afleiðingunum."

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Laufléttir...
PostPosted: Sat 22. May 2004 13:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Chrome wrote:
Það var maður að reyna að fá foræði yfir barninu sínu og helt hann því mjög fast fram í réttinum að hann ætti barnið en ekki konan svo þegar dómarinn bað hann að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu þá sagði hann:
Herra dómari ef þú setur 100 kall í coke sjálfsala þá kemur coke dós út. Hver á dósina þú eða sjálfsalinn?

...........................................................................................................

Siggi litli var á gangi úti á götu einn góðan veðurdag þegar bíl var ekið upp að honum.
Ökumaðurinn skrúfaði niður rúðuna og kallaði: "Ef þú kemur inn í bílinn, þá skal ég gefa þér 100 kall og góðan brjóstsykur. Siggi litli neitaði og gekk áfram. Stuttu seinna kom sami maður á sama bíl, stoppaði hjá Sigga og sagði: "En ef þú færð 200 krónur og tvo sleikipinna?" Drengurinn sagði manninum að láta sig í friði og hélt áfram göngu sinni. Neðar í götunni stoppaði maðurinn aftur. "Ókei!" sagði hann. "Þetta er síðasti séns. Ég skal gefa þér fimm hundruð krónur og allt það sælgæti sem þú getur í þig látið." Siggi litli stoppaði, fór að bílnum og hallaði sér að honum. "Sko," sagði hann. "Þú keyptir Skóda, pabbi, og nú skalt þú bara taka afleiðingunum."


:lol2: :lol2: :lol2:

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group